sunnudagur, apríl 22, 2007

Alhæfingar við hæfi

Af ásettu ráði tala ég um karlmenn sem einn hóp í stað þess að segja ‘sumir karlmenn’ eða ‘95% karlmanna’ eða eitthvað í þá veruna. Ég veit að ef ég segi „95% karlmanna gera þetta“ þá fer einhver snillingurinn að einblína á það að 5% karlmanna geri það bara ekki neitt og vill ekkert tala um athæfi hinna 95 prósentanna. Rétt eins og þegar sagt er að 95% kvenna í vændi séu þar vegna vondra aðstæðna sinna, þá er alltaf farið að tala um „frelsi fimm prósentanna til að fá að stunda kynlíf með milljón manns fyrir framan myndavélar.“ Ég nenni ekki svoleiðis. Mér líkar ágætlega að alhæfa, það fer mér vel. Þessvegna segi ég hiklaust að karlmenn séu nauðgarar og klámfíklar.

Ekki minnist ég þess að í marxisma sé sagt: „73% auðvalds kúgar 95% verkalýðs,“ heldur er alhæft að verkalýðurinn sé kúgaður af auðvaldinu, punktur. Gæti svosem skellt því fram hér í stuttu máli útskýringu á hvernig marxismi og róttækur feminismi tengjast, en eftirfarandi ætti að skýra það.

Róttækur feminismi lítur svo á að konur – sem hópur – sé kúgaður af körlum – sem hóp. Og róttækur feminismi bendir á að karlveldið gerir allt til að halda völdum - á kostnað kvenna - og klám og kynferðisofbeldi er liður í að halda konum kúguðum. Meðan karlveldinu er ekki útrýmt og þar með því viðhorfi sem réttlætir klám, þá fá konur aldrei frelsi undan kúgun karla.

Efnisorð: , , , , ,