miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Óskaríkisstjórnin

Ég vil Ingibjörgu Sólrúnu í stól forsætisráðherra. Konan er einn besti stjórnmálamaður okkar tíma og fjarstæðukennt að vinna gegn henni á nokkurn hátt. Fortíð hennar sem Kvennalistakona og ritstýra Veru er líka einhver bestu meðmæli sem hægt er að gefa nokkrum stjórnmálamanni.

Ingibjörg Sólrún yrði auðvitað ekki ein í ríkisstjórn og ég yrði voða glöð ef hún hefði með sér eftirtaldar konur:

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðrún Ögmundsdóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Kolbrún Halldórsdóttir
Kristrún Heimisdóttir
Margrét Frímannsdóttir
Svandís Svavarsdóttir
Svanfríður Jónasdóttir
Valgerður Bjarnadóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Ráðuneytum mættu þær skipta milli sín að vild, enda geta konur gengið í öll verk. Líklega stemmir ekki fjöldi kvennanna við fjölda ráðuneyta eins og þau eru í dag en það eru fordæmi fyrir því að ráðuneytum hafi verið steypt saman undir einn stól (mætti gera meira af því, ráðherrar eru of margir) eða þeim fjölgað.

Sumar þessara kvenna eru ekki í framboði núna en mér er slétt sama, ég vil þær samt. (Hér hefði líklega verið hægt að bæta við nöfnum margra ungra stjórnmálakvenna sem ég bara þekki ekki nóg til að vilja gera þær að ráðherrum, enda svosem fínt að hafa þær í hópi óbreyttra þingmanna).

Auðvitað hefði ég ekkert á móti því að Steingrímur J Sigfússon yrði forsætisráðherra né heldur því að Atli Gíslason yrði ráðherra, enda réttsýnir menn, en ríkisstjórn skipuðum konum að öllu leyti væri náttúrulega bara svo dásamlegt. Og vonandi fer ekki framhjá neinni að ég vil að Samfylkingin og Vinstri græn verði saman í ríkisstjórn. Vinni nú að því allt gott fólk.

Efnisorð: ,