mánudagur, febrúar 12, 2007

Klám sem áfallahjálp

Klám er áróður sem haldið er að karlmönnum, þess eðlis að heimur þeirra sé í raun ekki í hættu, konur séu ekki vel menntaðar, klárar eða geti unnið störfin sem þeir halda að þurfi karlmann til að vinna. Þeir eru látnir trúa því að konur séu þeim undirgefnar og vilji ekkert frekar en þjóna þeim. Aukabónus fyrir þá er að þær eru allar með ofurbrjóst.

Hliðarverkun er það sem snýr að öðrum konum, þeim sem eru í samskiptum við mennina sem horfa á klámið. Konum sem upplifa að þær verði aldrei teknar alvarlega, geti ekki ýmsa hluti en eigi alltaf að vera girnilegar fyrir karla og eru aldrei álitnar alveg mennskar. Sumar trúa þessu, rétt eins og karlarnir og gangast því uppí hlutverkinu (dæmi: Anna Nicole Smith) en aðrar berjast gegn því að hvortheldur karlar eða konur ánetjist þessari hugsun (dæmi: róttækir feministar). Helsta aðferðin til að koma í veg fyrir það er að berjast gegn klámi.

Efnisorð: ,