Sniðgengin
Ég hef aldrei verið í skipulegum samtökum kvenna um að hætta að versla einhverstaðar. Hef sannarlega bent vinkonum mínum á hvaða fyrirtæki ég forðist en aldrei lagt að þeim að gera það líka. Mér finnst samt mjög gott hjá konum að lýsa því yfir hvaða fyrirtæki þær forðist og benda þarmeð öðrum konum á möguleikann á að beina viðskiptum sínum annað. Fyrir mig, prívat og persónulega, hefur það verið á köflum erfitt að hætta að eiga viðskipti við einstök fyrirtæki, en ég er algerlega sannfærð um að ég gæti ekki haldið áfram að eiga þar viðskipti að öllu óbreyttu. Þessvegna hef ég sniðgengið eftirtalin fyrirtæki (eða einstakar vörur), sum í áratugi.
10-11, vegna klámblaða sem seld eru í verslununum. Ég hafði ekki áttað mig á hve gróf klámblöð þetta voru fyrr en ég rakst á eitt blaðanna, sem einhver hafði skilið eftir opið við kassann, en venjulega voru þau held ég í efstu tímaritahillunni og því auðvelt að láta sem kona sæi þau ekki. En þegar við mér blasti kvenmannsklof, þarna í miðri matvöruverslun, þá ákvað ég að ganga út og koma aldrei aftur.
(Ég skrifaðist á við verslunarstjórann í 10-11 Lágmúla og niðurstaðan varð sú að þeir vildu heldur klámkúnnana sína en mig.)
AP varahlutir, Smiðjuvegi 4, vegna klámfenginnar myndar* af konu sem hangir í afgreiðslunni beint fyrir framan augu þeirra kvenna sem þar álpast inn. Líklega ekki gert ráð fyrir að konur kaupi bremsuklossa og því alveg eins gott að kaupa þá annarstaðar.
Blaðið, vegna auglýsinga frá Goldfinger. Í fyrsta tölublaði Blaðsins, a.m.k. því fyrsta sem ég sá, var heilsíðuauglýsing frá Goldfinger. Ég ákvað að ég vildi ekki eiga von á að fá slíkt inná morgunverðarborð mitt dag hvern og setti því miða við bréfalúguna þess efnis að ég kærði mig ekki um að þessi snepill kæmi inn fyrir mínar dyr. (Man ekki hvort ég hringdi í Blaðið til að tilkynna þeim hið sama.)
Cintamani. Vegna samkeppni á vegum fyrirtækisins þar sem eingöngu karlmenn eru í dómnefndinni.
DV keypti ég aldrei vegna dekurs þeirra við klámiðnaðinn. Ég hef ekki hugmynd um hvort hið sama á við um núverandi blað og hef ekki áhuga á að kanna það.
Freyja. Freyjudraumsauglýsingin hér um árið gerði mig algerlega fráhverfa þessu fyrirtæki. Engar meiri bleikar möndlur eða haltukjafti karmellur fyrir mig.
Hvíta perlan. Ekki að ég sé fastagestur á fótboltabörum en þessi er í eigu strippstaðaeigandans fyrrverandi, Grétars Inga Berndsen, sem lokaði Óðali tilneyddur.
Innlit/útlit horfi ég aldrei á lengur. Í fyrsta þættinum með nýju stjórnendunum (eftir að Vala Matt hætti) var limósín í eigu Geira á Goldfinger auglýst, þarmeð slökkti ég og mun aldrei horfa aftur á þennan þátt, a.m.k. meðan þetta fólk stjórnar honum.
JBS fatnaður. Í verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg hafa um áraraðir fengist JBS nærföt og bolir. Eftir að heilsíðuauglýsing birtist í blöðunum (man ekki hverju) með ótrúlega hallærislegri auglýsingu –sílikona í nærbuxum einum fata– þar sem sagt var að karlar vildu ekki sjá nakta karla í auglýsingum, hafði ég samband við JBS í Danmörku og í ljós kom að auglýsingin var runnin undan þeirra rifjum. Þar með lauk kaupum mínum á JBS bolum.
Kaffi París. Sömu eigendur munu vera að Kaffi París og strippklúbbnum Óðali. Segir sig sjálft að ég vil ekki versla við þannig hyski.
Kjörís, vegna auglýsinga sem gengu hér um árið þar sem ung kona var að stinga upp í sig íspinna og brjóstaskoran alltaf í sjónmáli. Reyndar þoli ég engar auglýsingar þar sem konur eru sýndar stinga uppí sig matvælum – sem ég mjög algengt í auglýsingum – sem er auðvitað bein vísun í að þær séu að stinga uppí sig tittling. Man ekki alltaf hvaða fyrirtæki það eru sem auglýsa eða hvaða vöru. Hætti að borða t.d. Bounty súkkulaði fyrir mörgum árum af þessari ástæðu. Sumt er erfiðara að forðast en annað, t.d. vörur frá Mjólkursamsölunni, en ‘mjólk skvettist í andlit konu’ auglýsingin er ansi lík því þegar sæði er sprautað yfir andlit konu – sem er mjög algengt í klámmyndum (svokallað moneyshot).
Kókosbollur. Ég man ekki frá hvaða fyrirtæki kókosbollur eru en ég hef ekki borðað þær í áratugi, eða frá því að auglýsing frá þeim sýndi unglingsstúlku í blautum bol (þetta var líklega á tímum blautbolakeppna).
SS – allar vörur, vegna stuðnings þeirra við Fegurðarsamkeppni Íslands. Stundum tengjast fyrirtæki mjög fegurðariðnaðnum og hægt að sýna því einhvern skilning að þau styðji keppnina eða auglýsi á hálfberum konum, sbr. sokkabuxnaframleiðendur, en hvernig Sláturfélag Suðurlands getur fengið af sér að selja lambakjöt annarsvegar og styrkja fegurðarsamkeppni kvenna hinsvegar – og þó, þetta er ótrúlega rökrétt!
(Ég skrifaðist á við forstjóra SS vegna þessa og hann taldi þetta smámál, bæði vegna þess að um litlar upphæðir væri að ræða og líka vegna þess að SS styddi líka handboltann og engir feministar kvörtuðu undan því.)
Trópí. Fyrir nokkrum árum var Trópí auglýsing í sjónvarpinu þar sem konubrjóst voru mjög í forgrunni. Hætti samstundis að kaupa Trópí.
Að auki hef ég hætt að skipta við ýmis fyrirtæki af öðrum ástæðum en feminískum, t.d. vegna lélegrar þjónustu, en ég tel þau ekki upp hér. Þykist þó vita að karlmenn leyfi sér að hætta viðskiptum af þeim ástæðum þó þeim þyki sniðganga feminista hin mesta óhæfa.
___
* Þær myndir sem ég flokka í einu lagi sem klámmyndir eru meðal annars þær sem eru af konum í bikini, enda þó mér þyki ekkert að slíkum klæðnaði við réttar aðstæður. Mynd af bikini-klæddri konu inná bílaverkstæði er eingöngu ‘augnayndi’ fyrir karlana og sýnir afstöðu þeirra til kvenna, afstöðu sem er ekki konum í vil. Ég tel mig vera borgandi viðskiptavin og kæri mig ekki um að vera minnt á hvernig augum þessir karlmenn líta mig og aðrar konur.
Ath. að í apríl 2010 bættist Kaffi París í hóp fyrirtækja sem ég sniðgeng. Sami eigandi á Hvítu perluna, skv. fréttum í júní 2010, og verður hún líka sniðgengin frá upphafi.
10-11, vegna klámblaða sem seld eru í verslununum. Ég hafði ekki áttað mig á hve gróf klámblöð þetta voru fyrr en ég rakst á eitt blaðanna, sem einhver hafði skilið eftir opið við kassann, en venjulega voru þau held ég í efstu tímaritahillunni og því auðvelt að láta sem kona sæi þau ekki. En þegar við mér blasti kvenmannsklof, þarna í miðri matvöruverslun, þá ákvað ég að ganga út og koma aldrei aftur.
(Ég skrifaðist á við verslunarstjórann í 10-11 Lágmúla og niðurstaðan varð sú að þeir vildu heldur klámkúnnana sína en mig.)
AP varahlutir, Smiðjuvegi 4, vegna klámfenginnar myndar* af konu sem hangir í afgreiðslunni beint fyrir framan augu þeirra kvenna sem þar álpast inn. Líklega ekki gert ráð fyrir að konur kaupi bremsuklossa og því alveg eins gott að kaupa þá annarstaðar.
Blaðið, vegna auglýsinga frá Goldfinger. Í fyrsta tölublaði Blaðsins, a.m.k. því fyrsta sem ég sá, var heilsíðuauglýsing frá Goldfinger. Ég ákvað að ég vildi ekki eiga von á að fá slíkt inná morgunverðarborð mitt dag hvern og setti því miða við bréfalúguna þess efnis að ég kærði mig ekki um að þessi snepill kæmi inn fyrir mínar dyr. (Man ekki hvort ég hringdi í Blaðið til að tilkynna þeim hið sama.)
Cintamani. Vegna samkeppni á vegum fyrirtækisins þar sem eingöngu karlmenn eru í dómnefndinni.
DV keypti ég aldrei vegna dekurs þeirra við klámiðnaðinn. Ég hef ekki hugmynd um hvort hið sama á við um núverandi blað og hef ekki áhuga á að kanna það.
Freyja. Freyjudraumsauglýsingin hér um árið gerði mig algerlega fráhverfa þessu fyrirtæki. Engar meiri bleikar möndlur eða haltukjafti karmellur fyrir mig.
Hvíta perlan. Ekki að ég sé fastagestur á fótboltabörum en þessi er í eigu strippstaðaeigandans fyrrverandi, Grétars Inga Berndsen, sem lokaði Óðali tilneyddur.
Innlit/útlit horfi ég aldrei á lengur. Í fyrsta þættinum með nýju stjórnendunum (eftir að Vala Matt hætti) var limósín í eigu Geira á Goldfinger auglýst, þarmeð slökkti ég og mun aldrei horfa aftur á þennan þátt, a.m.k. meðan þetta fólk stjórnar honum.
JBS fatnaður. Í verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg hafa um áraraðir fengist JBS nærföt og bolir. Eftir að heilsíðuauglýsing birtist í blöðunum (man ekki hverju) með ótrúlega hallærislegri auglýsingu –sílikona í nærbuxum einum fata– þar sem sagt var að karlar vildu ekki sjá nakta karla í auglýsingum, hafði ég samband við JBS í Danmörku og í ljós kom að auglýsingin var runnin undan þeirra rifjum. Þar með lauk kaupum mínum á JBS bolum.
Kaffi París. Sömu eigendur munu vera að Kaffi París og strippklúbbnum Óðali. Segir sig sjálft að ég vil ekki versla við þannig hyski.
Kjörís, vegna auglýsinga sem gengu hér um árið þar sem ung kona var að stinga upp í sig íspinna og brjóstaskoran alltaf í sjónmáli. Reyndar þoli ég engar auglýsingar þar sem konur eru sýndar stinga uppí sig matvælum – sem ég mjög algengt í auglýsingum – sem er auðvitað bein vísun í að þær séu að stinga uppí sig tittling. Man ekki alltaf hvaða fyrirtæki það eru sem auglýsa eða hvaða vöru. Hætti að borða t.d. Bounty súkkulaði fyrir mörgum árum af þessari ástæðu. Sumt er erfiðara að forðast en annað, t.d. vörur frá Mjólkursamsölunni, en ‘mjólk skvettist í andlit konu’ auglýsingin er ansi lík því þegar sæði er sprautað yfir andlit konu – sem er mjög algengt í klámmyndum (svokallað moneyshot).
Kókosbollur. Ég man ekki frá hvaða fyrirtæki kókosbollur eru en ég hef ekki borðað þær í áratugi, eða frá því að auglýsing frá þeim sýndi unglingsstúlku í blautum bol (þetta var líklega á tímum blautbolakeppna).
SS – allar vörur, vegna stuðnings þeirra við Fegurðarsamkeppni Íslands. Stundum tengjast fyrirtæki mjög fegurðariðnaðnum og hægt að sýna því einhvern skilning að þau styðji keppnina eða auglýsi á hálfberum konum, sbr. sokkabuxnaframleiðendur, en hvernig Sláturfélag Suðurlands getur fengið af sér að selja lambakjöt annarsvegar og styrkja fegurðarsamkeppni kvenna hinsvegar – og þó, þetta er ótrúlega rökrétt!
(Ég skrifaðist á við forstjóra SS vegna þessa og hann taldi þetta smámál, bæði vegna þess að um litlar upphæðir væri að ræða og líka vegna þess að SS styddi líka handboltann og engir feministar kvörtuðu undan því.)
Trópí. Fyrir nokkrum árum var Trópí auglýsing í sjónvarpinu þar sem konubrjóst voru mjög í forgrunni. Hætti samstundis að kaupa Trópí.
Að auki hef ég hætt að skipta við ýmis fyrirtæki af öðrum ástæðum en feminískum, t.d. vegna lélegrar þjónustu, en ég tel þau ekki upp hér. Þykist þó vita að karlmenn leyfi sér að hætta viðskiptum af þeim ástæðum þó þeim þyki sniðganga feminista hin mesta óhæfa.
___
* Þær myndir sem ég flokka í einu lagi sem klámmyndir eru meðal annars þær sem eru af konum í bikini, enda þó mér þyki ekkert að slíkum klæðnaði við réttar aðstæður. Mynd af bikini-klæddri konu inná bílaverkstæði er eingöngu ‘augnayndi’ fyrir karlana og sýnir afstöðu þeirra til kvenna, afstöðu sem er ekki konum í vil. Ég tel mig vera borgandi viðskiptavin og kæri mig ekki um að vera minnt á hvernig augum þessir karlmenn líta mig og aðrar konur.
Ath. að í apríl 2010 bættist Kaffi París í hóp fyrirtækja sem ég sniðgeng. Sami eigandi á Hvítu perluna, skv. fréttum í júní 2010, og verður hún líka sniðgengin frá upphafi.
Efnisorð: feminismi, Klám, sniðganga (boycott)
<< Home