Nauðgun tilkynnt annan hvern dag - karlamenning
Kristín Eva Þórhallsdóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins í dag og kemur þar með þá staðhæfingu - sem sumir karlmenn þola ekki að heyra - að það séu karlmenn sem nauðga. Vonandi ná einhverjir karlar að lesa leiðarann til enda og hugsa sinn gang, og jafnvel hnippa í vini sína og spyrja hvað það sé í menningu karlmanna sem valdi því að þeir nauðga.
Ég veit reyndar ekki hvaðan Kristín Eva hefur þær upplýsingar að það heyri til algerra undantekninga að karlmenn yfir þrítugu nauðgi - kannski kemur þetta fram í skýrslum frá Stígamótum. Ekki finnst mér líklegt að karlmenn sem nauðga séu bara á ákveðnum aldri, þó ekki efist ég um að það sé aukning meðal yngri aldurshópa vegna klámvæðingarinnar. En - eins og Kristín Eva bendir á - þá horfa karlmenn á öllum aldri á klám. Kannski eru karlmenn, sem ekki eru lengur á djamminu heldur komnir með fjölskyldu meira í því að níðast á konum innan heimilisins, eiginkonum sínum, dætrum, stjúpdætrum, frænkum og barnabörnum. Tölur um fjölda þessara karla liggja þá kannski í skýrslum undir liðnum 'sifjaspell' og 'heimilisofbeldi.'
En svo má líka alltaf æpa að konur ljúgi því að þeim sé nauðgað og það að annan hvern dag komi kona til Stígamóta og segi frá nauðgun sem hún hafi orðið fyrir, sé bara áróður öfgafeminista. Og karlar nauðgi bara ekki neitt.
Ég veit reyndar ekki hvaðan Kristín Eva hefur þær upplýsingar að það heyri til algerra undantekninga að karlmenn yfir þrítugu nauðgi - kannski kemur þetta fram í skýrslum frá Stígamótum. Ekki finnst mér líklegt að karlmenn sem nauðga séu bara á ákveðnum aldri, þó ekki efist ég um að það sé aukning meðal yngri aldurshópa vegna klámvæðingarinnar. En - eins og Kristín Eva bendir á - þá horfa karlmenn á öllum aldri á klám. Kannski eru karlmenn, sem ekki eru lengur á djamminu heldur komnir með fjölskyldu meira í því að níðast á konum innan heimilisins, eiginkonum sínum, dætrum, stjúpdætrum, frænkum og barnabörnum. Tölur um fjölda þessara karla liggja þá kannski í skýrslum undir liðnum 'sifjaspell' og 'heimilisofbeldi.'
En svo má líka alltaf æpa að konur ljúgi því að þeim sé nauðgað og það að annan hvern dag komi kona til Stígamóta og segi frá nauðgun sem hún hafi orðið fyrir, sé bara áróður öfgafeminista. Og karlar nauðgi bara ekki neitt.
Efnisorð: feminismi, Fjölmiðlar, karlmenn, Klám, Nauðganir, ofbeldi
<< Home