miðvikudagur, júní 13, 2007

Að vera samkvæmur sjálfum sér

Mér þykja það nokkur tíðindi að Egill Helgason verði með bókmenntaþátt hjá Ríkissjónvarpinu. Miðað við allan þann fjölda af fólki sem bæði les mikið og hefur vit á bókum þá komu mörg önnur til greina til að stjórna slíkum þætti.

Sé svo miðað við orð Egils um að hann sé jafnréttissinnaður en geti ekki annað en tekið mið af kynjaskiptingu samfélagsins þegar hann velur viðmælendur í Silfur Egils, þá má búast við að Arnaldur Indriðason og matreiðslubækur verði helstu umfjöllunarefni hvers þáttar.

Efnisorð: , ,