Helstu „röksemdir“ gegn fóstureyðingum
Að verið sé að drepa manneskju
- Sú afstaða andstæðinga fóstureyðinga að ‘lífið verði til við getnað’ er siðferðileg afstaða byggð á trúarlegum grunni, ekki læknisfræðilegum. Ekkert fóstur lifir utan legsins á fyrstu vikum og mánuðum meðgöngu og því er ekki um sjálfstætt líf að ræða, heldur frumur, sem hafa skipt sér. Frumurnar eru ekki barn, fósturvísirinn er ekki barn og fóstrið er ekki barn fyrr en við fæðingu. Það er því ekki verið að ‘drepa börn’. Þessi lýsing bendir ekki til að fósturvísirinn og síðar fóstrið sé mikið annað en frumuklasi með ófullkomið taugakerfi: „Ekki eru ennþá til staðar nein greinanleg drög að taugavef í mannsfóstrum, þar til u.þ.b. 4 vikum eftir frjóvgun. Ekki fyrr en við 8 v. eftir frjóvgun eru greinanlegar taugafrumur, taugatengi, rafboð og taugaboðefni. Á þessu stigi má framkalla einföld taugaviðbrögð hjá fóstri. Fjórum vikum eftir þetta má fyrst greina svipuð þroskaeinkenni í heilastofni og ekki fyrr en ennþá síðar í æðri hlutum heilans. Af þessu má ráða að á fyrsta stigi meðgöngutímans, þ.e.a.s. fyrstu 12 vikunum, er miðtaugakerfi fóstursins ekki nægjanlega þroskað til þess að um geti verið að ræða nokkra meðvitaða reynslu eða sjálfsvitund.“ Morgunblaðið 4. september 1986, bls. 16, grein eftir Auðólf Gunnarsson lækni á kvennadeild Landspítalans
(Hér verð ég að nefna að ég finn hvergi íslenska læknisfræðilega skilgreiningu á því hvenær fósturvísir verður að fóstri. Mér virðist sem það sé engin ein niðurstaða í því máli í netheimum og því væri gott að geta vísað í viðmiðanir hér á landi. Bæti því inn finni ég þær. En samkvæmt ýmsum (vonandi ekki ógáfulegum) heimildum á netinu þá er talað um fósturvísi upp að 8 viku meðgöngu og eftir það er talað um fóstur. Héreftir mun ég því tala um fóstur og fósturvísi með tilliti til þeirra skilgreininga.)
Að konur eigi að stunda ábyrgt kynlíf og ef þær gera það ekki eigi þær að taka afleiðingunum
- Hér virðist vera litið á barn sem refsingu. Það að eignast barn sé refsing fyrir að stunda kynlíf án getnaðarvarna eða þær brugðist.
Að konur eigi ekki að stunda kynlíf nema þær vilji eignast börn
- Með öðrum orðum: eingöngu kynlíf með eiginmanninum og ganga með ótal börn og reyna svo að ala önn fyrir þeim öllum, sinna þeim tilfinningalega og koma þeim til manns.
Að konur verði að eignast fleiri börn vegna fólksfækkunar í heimalandi sínu/Evrópu
- Það er enginn skortur á fólki á jörðinni. Fjöldi fólks flýr heimkynni sín eða flyst þaðan sjálfviljugt og vill gjarnan búa í þeim löndum sem heimamenn eignast færri börn en áður. Mér þykir alltaf rasistalykt af þessum ‘áhyggjum’ og að undir niðri búi sú skoðun að ‘hvíti kynstofninn sé í hættu’. Því eigi að mæta með að svipta (hvítar) konur réttinum til að ráða yfir eigin líkama og skikka þær til að ala börn. Eða dettur kannski einhverjum í hug að það sé verið að vonast eftir að innflytjendur af öðrum húðlit en hinum hvíta eignist mörg börn?
Að konur noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn
- Ég nenni ekki að fara út í orðhengilshátt og benda á að í orðinu ‘getnaðarvörn’ felist að þannig verði komið í veg fyrir getnað og þá þurfi ekki fóstureyðing að koma til (reyndar er til neyðargetnaðarvörn til að taka eftirá, en aðgengi að þeim er víða takmarkað, ræði það annarstaðar) því eflaust er það ekki reyndin með öll tungumál.
Enda held ég að fólk eigi með þessari staðhæfingu við að konur séu kærulausar um getnaðarvarnir og taki sénsinn en fari í fóstureyðingu ef svo slysalega vill til að þær verða óléttar.
Við þessu segi ég bara: Og hvað með það? Ef á annað borð konur vilja ekki eignast barn í það sinnið þá á ekki að skipta nokkru máli hvort smokkur var notaður en rifnaði eða hvort hann var ekki notaður, eða hvort þær taka alltaf sénsinn og nota aldrei neinar getnaðarvarnir. Það kemur engum við með hvaða hætti konan lenti í þessum aðstæðum, þó auðvitað væri æskilegt fyrir hverja og eina konu að hún þekkti til getnaðarvarna, kynni að nota þær, gæti það og hefði áhuga á því.
Að konur fari oft í fóstureyðingu (sbr. noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn), þær misnoti þennan möguleika
- Þetta heyrist jafnvel frá fólki sem segist ekki vera á móti fóstureyðingum. Sem er mjög skrítið að mínu mati, því ef það er í lagi að fara í fóstureyðingu einu sinni afhverju er það þá ekki í lagi aftur? Er þá ekki enn meiri ástæða til að leyfa þeim að eyða fóstrinu? Er betra að manneskja sem vill ekki eignast barn eignist mörg börn, yrði það öllum fyrir bestu?
Það er líklega ekki frábær hugmynd að gangast oft undir aðgerðir sem þessa, alltaf fylgir einhver hætta svæfingum og svo framvegis. En fjöldi manns gengur undir allskyns aðgerðir sem allar hafa áhættu í för með sér án þess að vera ásakað um að breyta siðferðislega rangt. (Kunningi minn fór í ítrekaðar aðgerðir til að laga brot í andlitsbeini og til þess var m.a. notað bein úr mjaðmagrindinni. Enginn klagaði hann fyrir að hafa farið í margar svæfingar eða verið baggi á heilbrigðiskerfinu eða hvað það nú er sem fólk nennir að tína til þegar það reynir þessi rök gegn fóstureyðingum).
Tínd eru til dæmi um fólk sem eignaðist barn þrátt fyrir mikla erfiðleika (fátækt, sjúkdóma, félagslegar aðstæður) og elskar barnið og finnst óhugsandi að lifa án barnsins
- Þetta held ég að sé algengt. Fólk horfir á litlu Snæfríði Ösp eða Alexander Mána og hugsar: „Hvernig getur fólk drepið börnin sín?“ Málið er að fóstrið – eða fósturvísirinn – er ekki barn. Það hefur ekki andlit, rödd, nafn, skoðanir, skap eða ást foreldra sinna né þekkir það þau. Fóstrið er frumuklasi sem - ef vilji væri fyrir hendi og réttar aðstæður - gæti orðið að barni. En ef frumuklasinn er fjarlægður, þá er hann ekkert annað en frumuklasi sem var fjarlægður. Varð aldrei barn; barn var ekki drepið.
(Hitt er annað mál að fólki er frjálst að kalla fóstur, sem til stendur að verði barn, bumbubúa eða hvað annað sem það vill og bera til þess allskyns fallegar tilfinningar allt frá því að getnaður átti sér stað, burtséð frá því að þá er ‘barnið’ enn bara frumuklasi. Væntingar foreldranna tilvonandi hafa þá vægi umfram líffræðilega/læknisfræðilega skilgreiningu á barni).
- Sú afstaða andstæðinga fóstureyðinga að ‘lífið verði til við getnað’ er siðferðileg afstaða byggð á trúarlegum grunni, ekki læknisfræðilegum. Ekkert fóstur lifir utan legsins á fyrstu vikum og mánuðum meðgöngu og því er ekki um sjálfstætt líf að ræða, heldur frumur, sem hafa skipt sér. Frumurnar eru ekki barn, fósturvísirinn er ekki barn og fóstrið er ekki barn fyrr en við fæðingu. Það er því ekki verið að ‘drepa börn’. Þessi lýsing bendir ekki til að fósturvísirinn og síðar fóstrið sé mikið annað en frumuklasi með ófullkomið taugakerfi: „Ekki eru ennþá til staðar nein greinanleg drög að taugavef í mannsfóstrum, þar til u.þ.b. 4 vikum eftir frjóvgun. Ekki fyrr en við 8 v. eftir frjóvgun eru greinanlegar taugafrumur, taugatengi, rafboð og taugaboðefni. Á þessu stigi má framkalla einföld taugaviðbrögð hjá fóstri. Fjórum vikum eftir þetta má fyrst greina svipuð þroskaeinkenni í heilastofni og ekki fyrr en ennþá síðar í æðri hlutum heilans. Af þessu má ráða að á fyrsta stigi meðgöngutímans, þ.e.a.s. fyrstu 12 vikunum, er miðtaugakerfi fóstursins ekki nægjanlega þroskað til þess að um geti verið að ræða nokkra meðvitaða reynslu eða sjálfsvitund.“ Morgunblaðið 4. september 1986, bls. 16, grein eftir Auðólf Gunnarsson lækni á kvennadeild Landspítalans
(Hér verð ég að nefna að ég finn hvergi íslenska læknisfræðilega skilgreiningu á því hvenær fósturvísir verður að fóstri. Mér virðist sem það sé engin ein niðurstaða í því máli í netheimum og því væri gott að geta vísað í viðmiðanir hér á landi. Bæti því inn finni ég þær. En samkvæmt ýmsum (vonandi ekki ógáfulegum) heimildum á netinu þá er talað um fósturvísi upp að 8 viku meðgöngu og eftir það er talað um fóstur. Héreftir mun ég því tala um fóstur og fósturvísi með tilliti til þeirra skilgreininga.)
Að konur eigi að stunda ábyrgt kynlíf og ef þær gera það ekki eigi þær að taka afleiðingunum
- Hér virðist vera litið á barn sem refsingu. Það að eignast barn sé refsing fyrir að stunda kynlíf án getnaðarvarna eða þær brugðist.
Að konur eigi ekki að stunda kynlíf nema þær vilji eignast börn
- Með öðrum orðum: eingöngu kynlíf með eiginmanninum og ganga með ótal börn og reyna svo að ala önn fyrir þeim öllum, sinna þeim tilfinningalega og koma þeim til manns.
Að konur verði að eignast fleiri börn vegna fólksfækkunar í heimalandi sínu/Evrópu
- Það er enginn skortur á fólki á jörðinni. Fjöldi fólks flýr heimkynni sín eða flyst þaðan sjálfviljugt og vill gjarnan búa í þeim löndum sem heimamenn eignast færri börn en áður. Mér þykir alltaf rasistalykt af þessum ‘áhyggjum’ og að undir niðri búi sú skoðun að ‘hvíti kynstofninn sé í hættu’. Því eigi að mæta með að svipta (hvítar) konur réttinum til að ráða yfir eigin líkama og skikka þær til að ala börn. Eða dettur kannski einhverjum í hug að það sé verið að vonast eftir að innflytjendur af öðrum húðlit en hinum hvíta eignist mörg börn?
Að konur noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn
- Ég nenni ekki að fara út í orðhengilshátt og benda á að í orðinu ‘getnaðarvörn’ felist að þannig verði komið í veg fyrir getnað og þá þurfi ekki fóstureyðing að koma til (reyndar er til neyðargetnaðarvörn til að taka eftirá, en aðgengi að þeim er víða takmarkað, ræði það annarstaðar) því eflaust er það ekki reyndin með öll tungumál.
Enda held ég að fólk eigi með þessari staðhæfingu við að konur séu kærulausar um getnaðarvarnir og taki sénsinn en fari í fóstureyðingu ef svo slysalega vill til að þær verða óléttar.
Við þessu segi ég bara: Og hvað með það? Ef á annað borð konur vilja ekki eignast barn í það sinnið þá á ekki að skipta nokkru máli hvort smokkur var notaður en rifnaði eða hvort hann var ekki notaður, eða hvort þær taka alltaf sénsinn og nota aldrei neinar getnaðarvarnir. Það kemur engum við með hvaða hætti konan lenti í þessum aðstæðum, þó auðvitað væri æskilegt fyrir hverja og eina konu að hún þekkti til getnaðarvarna, kynni að nota þær, gæti það og hefði áhuga á því.
Að konur fari oft í fóstureyðingu (sbr. noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn), þær misnoti þennan möguleika
- Þetta heyrist jafnvel frá fólki sem segist ekki vera á móti fóstureyðingum. Sem er mjög skrítið að mínu mati, því ef það er í lagi að fara í fóstureyðingu einu sinni afhverju er það þá ekki í lagi aftur? Er þá ekki enn meiri ástæða til að leyfa þeim að eyða fóstrinu? Er betra að manneskja sem vill ekki eignast barn eignist mörg börn, yrði það öllum fyrir bestu?
Það er líklega ekki frábær hugmynd að gangast oft undir aðgerðir sem þessa, alltaf fylgir einhver hætta svæfingum og svo framvegis. En fjöldi manns gengur undir allskyns aðgerðir sem allar hafa áhættu í för með sér án þess að vera ásakað um að breyta siðferðislega rangt. (Kunningi minn fór í ítrekaðar aðgerðir til að laga brot í andlitsbeini og til þess var m.a. notað bein úr mjaðmagrindinni. Enginn klagaði hann fyrir að hafa farið í margar svæfingar eða verið baggi á heilbrigðiskerfinu eða hvað það nú er sem fólk nennir að tína til þegar það reynir þessi rök gegn fóstureyðingum).
Tínd eru til dæmi um fólk sem eignaðist barn þrátt fyrir mikla erfiðleika (fátækt, sjúkdóma, félagslegar aðstæður) og elskar barnið og finnst óhugsandi að lifa án barnsins
- Þetta held ég að sé algengt. Fólk horfir á litlu Snæfríði Ösp eða Alexander Mána og hugsar: „Hvernig getur fólk drepið börnin sín?“ Málið er að fóstrið – eða fósturvísirinn – er ekki barn. Það hefur ekki andlit, rödd, nafn, skoðanir, skap eða ást foreldra sinna né þekkir það þau. Fóstrið er frumuklasi sem - ef vilji væri fyrir hendi og réttar aðstæður - gæti orðið að barni. En ef frumuklasinn er fjarlægður, þá er hann ekkert annað en frumuklasi sem var fjarlægður. Varð aldrei barn; barn var ekki drepið.
(Hitt er annað mál að fólki er frjálst að kalla fóstur, sem til stendur að verði barn, bumbubúa eða hvað annað sem það vill og bera til þess allskyns fallegar tilfinningar allt frá því að getnaður átti sér stað, burtséð frá því að þá er ‘barnið’ enn bara frumuklasi. Væntingar foreldranna tilvonandi hafa þá vægi umfram líffræðilega/læknisfræðilega skilgreiningu á barni).
Efnisorð: fóstureyðingar, rasismi
<< Home