Eru fóstureyðingar réttlætanlegri þegar barnið gæti orðið fatlað?
Umræða síðustu daga um fóstureyðingar hefur snúist um hve fá börn fæðast hér á landi með Downs-heilkenni. Ég styð rétt kvenna til fóstureyðinga en þykir slæmt að leitað sé eftir göllum á fósturstigi með það að markmiði að gefa konum kost á að eyða fóstri sem yrði annars að fötluðu barni. Með því að segja að ‘enginn ætti að þurfa að eignast fatlað barn’ er verið að gera lítið úr fötluðu fólki og tilveru þess. Það er mikilvægt að hugsa út í hvað það þýðir að koma í veg fyrir að börn fæðist með Down-heilkenni. Er verið að segja að það fólk sé minna virði? Eða að þjóðfélagið líti á það sem byrði?
Mín skoðun er sú, að ef fólk vill á annað borð eignast barn, þá geti það ekki gert þá kröfu að barnið verði gallalaust. Fjölmargar fatlanir er hvorteðer ekki hægt að greina á fósturstigi, heldur fólk að það sé öruggt með að ‘fá heilbrigt barn’ ef fóstrið reynist ekki vera með Downs-heilkenni? Hvað með einhverfu, geðklofa, þunglyndi?
Á móti kemur svo það, að auðvitað á ekkert barn að fæðast óvelkomið í heiminn og konur mega fyrir mér fara í allar þær fóstureyðingar sem þeim sýnist. Meira segja ef þær ákveða að eyða fóstrum sem kæmi í ljós að væru af kvenkyni, eins og gert er víða. Konur eiga sjálfar að ráða hvort þær fæða barn eða ekki. Því miður hafa læknavísindin gert konum kleift að standa frammi fyrir vali um að eyða fötluðum fóstrum og kvenkyns fóstrum. Burt með þessa snemmómskoðun !
Mín skoðun er sú, að ef fólk vill á annað borð eignast barn, þá geti það ekki gert þá kröfu að barnið verði gallalaust. Fjölmargar fatlanir er hvorteðer ekki hægt að greina á fósturstigi, heldur fólk að það sé öruggt með að ‘fá heilbrigt barn’ ef fóstrið reynist ekki vera með Downs-heilkenni? Hvað með einhverfu, geðklofa, þunglyndi?
Á móti kemur svo það, að auðvitað á ekkert barn að fæðast óvelkomið í heiminn og konur mega fyrir mér fara í allar þær fóstureyðingar sem þeim sýnist. Meira segja ef þær ákveða að eyða fóstrum sem kæmi í ljós að væru af kvenkyni, eins og gert er víða. Konur eiga sjálfar að ráða hvort þær fæða barn eða ekki. Því miður hafa læknavísindin gert konum kleift að standa frammi fyrir vali um að eyða fötluðum fóstrum og kvenkyns fóstrum. Burt með þessa snemmómskoðun !
Efnisorð: fóstureyðingar, málefni fatlaðra
<< Home