Helstu andstæðingar fóstureyðinga - kaþólikkar
Kaþólikkar eru auðvitað ekki einu trúmennirnir sem hatast útí réttindi kvenna (og samkynhneigðra), fjöldi ofsatrúarmanna bæði hér og í Bandaríkjunum úr ýmsum trúfélögum eru þeim innilega sammála. Sérstaða kaþólikka er að þeir hafa páfann sem sameiningartákn og hann er sem slíkur gríðarlega valdamikill. Þegar páfinn talar hlusta þjóðarleiðtogar, því í hverju landi eru kaþólikkar og þeir væru vísir með að ráðstafa atkvæðum sínum eftir því sem páfinn segir. Líklega gera það nú ekki allir kaþólikkar, samanber að þau nota getnaðarvarnir eins og önnur, en það er líklega stór hluti þeirra sem virðir páfann mikils, en sembeturfer er sú skoðun á undanhaldi að páfinn sé óskeikull.
Nýlega fór páfinn til Suður-Ameríku, þar sem kaþólska er landlæg, og talaði enn sem fyrr gegn fóstureyðingum. Þarsem páfi talar einnig gegn getnaðarvörnum þá eru kaþólikkar í vondum málum ætli þeir að fara eftir orðum hans. Reyndar var fyrri páfi í herferð gegn smokkanotkun þeirri sem mælt var með til varnar HIV-smiti og sé Helvíti til, þá brennur hann þar núna.
Einn kardínála kaþólsku kirkjunnar lagðist svo lágt á dögunum að skammast útí Amnesty International fyrir ‘að hvetja til fóstureyðinga’ – en samtökin hafa reyndar ekki gert það heldur er verið að benda á ofbeldi gegn konum sem þær verða víða fyrir ofbeldi vegna kynferðis þeirra (t.d. skipulagðar nauðganir í stríði) og að fóstureyðing geti verið nauðsynleg og eigi ekki að vera refsiverð. Þegar menn eru farnir að reyna að grafa undan Amnesty, eru þeir nú varla að ganga erinda kærleiksríka guðsins síns.
Nýlega fór páfinn til Suður-Ameríku, þar sem kaþólska er landlæg, og talaði enn sem fyrr gegn fóstureyðingum. Þarsem páfi talar einnig gegn getnaðarvörnum þá eru kaþólikkar í vondum málum ætli þeir að fara eftir orðum hans. Reyndar var fyrri páfi í herferð gegn smokkanotkun þeirri sem mælt var með til varnar HIV-smiti og sé Helvíti til, þá brennur hann þar núna.
Einn kardínála kaþólsku kirkjunnar lagðist svo lágt á dögunum að skammast útí Amnesty International fyrir ‘að hvetja til fóstureyðinga’ – en samtökin hafa reyndar ekki gert það heldur er verið að benda á ofbeldi gegn konum sem þær verða víða fyrir ofbeldi vegna kynferðis þeirra (t.d. skipulagðar nauðganir í stríði) og að fóstureyðing geti verið nauðsynleg og eigi ekki að vera refsiverð. Þegar menn eru farnir að reyna að grafa undan Amnesty, eru þeir nú varla að ganga erinda kærleiksríka guðsins síns.
Efnisorð: fóstureyðingar, Nauðganir, pólitík, trú
<< Home