Hvar í símaskránni finn ég fyndnar nauðganir?
Fyrir viku síðan skrifaði Drífa Snædal bloggfærslu þar sem hún rifjaði upp viðhorf Egils 'Gillzeneggers' til kvenna. Greinilegt var að þessi maður hafði vanið sig á ógeðfelldan talsmáta um konur almennt en þau ummæli sem hann lét falla í garð nokkurra nafngreindra feminista voru verulega ógeðsleg enda fullyrti hann þar ýmist að þessir feminstar hefðu gott af að láta nauðga sér eða að það þyrfti að þagga niður í þeim með því að láta nauðga þeim. Eins og það væri nú ekki nóg þá var greinilegt að fjölmargir voru honum sammála og lætur Drífa fylgja með ummæli sem féllu í athugasemdakerfi Egils 'Gilzeneggers' og skein kvenhatrið af þeim sem þar skrifuðu.
Þessi bloggfærsla Drífu var svo myndgerð á Smugunni og enda þótt ég hafi lesið upphaflegu bloggfærslu Egils þá var eins og að fá högg í andlitið að sjá öll svæsnustu ummæli hans tekin saman á þennan hátt, svo andstyggileg eru þau. Í framhaldi af þessari myndbirtingu birtist grein eftir Einar Ólafsson á Smugunni og svo skrifaði Hjálmar Sveinsson um ofstækisfulla kvenfyrirlitningu 'Gillzeneggers' á Eyjublogg sitt.
Og það var þá sem rotturnar skriðu úr fylgsnum sínum. Á Smugunni er ekki hægt að skrifa athugasemdir við greinar en athugasemdakerfið hjá Hjálmari logaði af stórhneykslun þeirra sem verja Egil Gilzenegger með þeim (fráleitu) fullyrðingum að hann hafi bara verið að grínast. Vegna þess að Hjálmar er yfirlýstur Samfylkingarmaður þá snerist umræðan meira og minna um að kommúnistar hafi ekki húmor og séu sífellt að heimta ritskoðun. Þetta eru ummæli af penara taginu í þá áttina:
Annað eins rifrildi braust svo út í athugasemdakerfinu hjá Magnúsi Sveini Helgasyni eftir að hann benti á hve furðulegt það væri að Hjálmar væri sakaður um ritskoðunartilburði. Hann benti ennfremur á, sem er ansi góður punktur hjá honum, að DV og aðrir miðlar hafa hampað Agli 'Gillzenegger'** og gert hann frægan. Guðmundur Andri skrifar svo grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann bendir á að ungir karlmenn hafi brenglaðar hugmyndir um konur.
Þessi innræting hefur staðið yfir árum saman. Hún fer fram í flestum fjölmiðlum við miklar og góðar undirtektir eldri sem yngri karlmanna — og nokkurra kvenna sem standa á hliðarlínunni og klappa fyrir strákunum. Þetta lið ryðst svo allt fram*** þegar goð þeirra er tekið á beinið fyrir kjafthátt og kvenfyrirlitningu, en ræður ekki við flóknari mótmæli en að æpa að allir sem ekki hlægja að nauðgunum séu kommúnistar, sbr. þessi ummæli á bloggi Magnúsar:
Nei, það má ekki orði halla á góða drengi sem þykir nauðgun fyndin og finnst óhætt að leggja til að feministum verði nauðgað. Það er svo mikil skerðing á tjáningarfrelsi að einhver skuli gagnrýna slíkt. Sannleikur og réttlæti, í hugum þeirra sem styðja Egil 'Gilzenegger' í raunum hans er það að mega viðra ofstækisfullt kvenhatur sitt í nafni húmors.
___
*Þegar þessi viðbjóðslegu ummæli Egils 'Gilzeneggers' komust í hámæli og allt varð vitlaust útaf þeim — svipað og núna — skrifuðu margir kvenhatarar honum til stuðnings. Um það leyti þakkaði ég mínum sæla yfir að vera með nafnlaust blogg og hafa því hvorki lent í skotlínu Egils né stuðningsmanna hans.
** Ég sé mig knúna til að nefna alltaf Gillzeneggersnafnið líka svo enginn haldi að ég sé að tala um Egil Helgason i þetta sinn.
*** Að öllum líkindum er þetta sama hyskið og leggur undir sig athugasemdakerfi þegar fjallað er um nauðganir á Þjóðhátíð og gerir lítið úr alvarleika þeirra og talar almennt um nauðganir sem lygi spunna uppúr fégráðugum kéllingum.
**** Mannorðsmorð á Agli 'Gillzenegger'! Hah! Ætli hann hafi nú ekki séð sjálfur um að rústa sínu mannorði.
Þessi bloggfærsla Drífu var svo myndgerð á Smugunni og enda þótt ég hafi lesið upphaflegu bloggfærslu Egils þá var eins og að fá högg í andlitið að sjá öll svæsnustu ummæli hans tekin saman á þennan hátt, svo andstyggileg eru þau. Í framhaldi af þessari myndbirtingu birtist grein eftir Einar Ólafsson á Smugunni og svo skrifaði Hjálmar Sveinsson um ofstækisfulla kvenfyrirlitningu 'Gillzeneggers' á Eyjublogg sitt.
Og það var þá sem rotturnar skriðu úr fylgsnum sínum. Á Smugunni er ekki hægt að skrifa athugasemdir við greinar en athugasemdakerfið hjá Hjálmari logaði af stórhneykslun þeirra sem verja Egil Gilzenegger með þeim (fráleitu) fullyrðingum að hann hafi bara verið að grínast. Vegna þess að Hjálmar er yfirlýstur Samfylkingarmaður þá snerist umræðan meira og minna um að kommúnistar hafi ekki húmor og séu sífellt að heimta ritskoðun. Þetta eru ummæli af penara taginu í þá áttina:
„Það er búið að kæfa allar vitræna umræðu í þessu landi, sem og gleði og húmor með svona yfirlýsingum vinstrivitringa.“Og:
„Að baki Gilz stendur miklu öflugri og málefnalegri hópur en að ykkur vinstrimönnum.(Ætli þetta með vitrænu umræðuna og málefnalega hópinn eigi líka að vera grín?) Og:
Þig munuð bara kalla yfir ykkur reiði fólks sem hefur fengið nóg af pólitískri rétthugsun.“
„Þvílíkt endemis húmorsleysi í þessum vinstrisinnum og öðrum sem telja sig hafa einkarétt á að vera boðbera frelsins og réttlætis. Gilz er bara að gera góðlátlegt grín að lífinu og tilverunnin, þar með talið femínistum sem honum finnast vera óttalegir vælukjóar.“„Góðlátlega grínið“ er þá hvernig þagga eigi niður í feministum, býst ég við.
Annað eins rifrildi braust svo út í athugasemdakerfinu hjá Magnúsi Sveini Helgasyni eftir að hann benti á hve furðulegt það væri að Hjálmar væri sakaður um ritskoðunartilburði. Hann benti ennfremur á, sem er ansi góður punktur hjá honum, að DV og aðrir miðlar hafa hampað Agli 'Gillzenegger'** og gert hann frægan. Guðmundur Andri skrifar svo grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann bendir á að ungir karlmenn hafi brenglaðar hugmyndir um konur.
„Við getum hins vegar dregið ýmsa lærdóma af þessu máli. Í fyrsta lagi afhjúpa þau raunverulegan móral meðal ungra karlmanna, talsmáta sem þrífst í þeirra hópi samfara íhaldssömum viðhorfum til hlutverks og eiginleika kvenna sem dafna hjá ungum mönnum sem þekkja kannski ekki mikið konur af öðru en umtali í sínum hópi og fatta ekki að mömmur þeirra, systur og ömmur tilheyra líka þessari ankannalegu dýrategund: konum. Þá er litið á konur sem kynverur einvörðungu og manngildi þeirra dæmt eftir því og þær fyrirlitnar fyrir aðra eiginleika en þá sem lúta að heimilisstörfum og kynlífi; virðing fyrir konum er talin felast í því að halda opnum hurðum og draga út stóla fyrir þær og þess háttar yfirborðsmennsku. Sennilega er það bara minnihluti stráka sem hugsar svona enda endurspeglar þessi hugsunarháttur allt annað þjóðfélag en okkar, en í skemmtimenningu okkar fá þessi íhaldssömu viðhorf til kynjanna ansi mikið rúm, svo að jafnvel má tala um markvissa innrætingu.“
Þessi innræting hefur staðið yfir árum saman. Hún fer fram í flestum fjölmiðlum við miklar og góðar undirtektir eldri sem yngri karlmanna — og nokkurra kvenna sem standa á hliðarlínunni og klappa fyrir strákunum. Þetta lið ryðst svo allt fram*** þegar goð þeirra er tekið á beinið fyrir kjafthátt og kvenfyrirlitningu, en ræður ekki við flóknari mótmæli en að æpa að allir sem ekki hlægja að nauðgunum séu kommúnistar, sbr. þessi ummæli á bloggi Magnúsar:
„Þið þessir vinstrivitringar sem allt þykist vita og hreinlega hafa einkarétt á öllum sannleika og réttlæti eruð að gera ykkur seka um mannorðsmorð, ofsóknir og einelti á netinu.“****
Nei, það má ekki orði halla á góða drengi sem þykir nauðgun fyndin og finnst óhætt að leggja til að feministum verði nauðgað. Það er svo mikil skerðing á tjáningarfrelsi að einhver skuli gagnrýna slíkt. Sannleikur og réttlæti, í hugum þeirra sem styðja Egil 'Gilzenegger' í raunum hans er það að mega viðra ofstækisfullt kvenhatur sitt í nafni húmors.
___
*Þegar þessi viðbjóðslegu ummæli Egils 'Gilzeneggers' komust í hámæli og allt varð vitlaust útaf þeim — svipað og núna — skrifuðu margir kvenhatarar honum til stuðnings. Um það leyti þakkaði ég mínum sæla yfir að vera með nafnlaust blogg og hafa því hvorki lent í skotlínu Egils né stuðningsmanna hans.
** Ég sé mig knúna til að nefna alltaf Gillzeneggersnafnið líka svo enginn haldi að ég sé að tala um Egil Helgason i þetta sinn.
*** Að öllum líkindum er þetta sama hyskið og leggur undir sig athugasemdakerfi þegar fjallað er um nauðganir á Þjóðhátíð og gerir lítið úr alvarleika þeirra og talar almennt um nauðganir sem lygi spunna uppúr fégráðugum kéllingum.
**** Mannorðsmorð á Agli 'Gillzenegger'! Hah! Ætli hann hafi nú ekki séð sjálfur um að rústa sínu mannorði.
<< Home