mánudagur, ágúst 15, 2011

Vatnsberinn fluttur



Þá er Vatnsberinn kominn á nýja staðinn. Þetta er reyndar ekki staðurinn sem upphaflega var fyrirhugaður, en ég var eindregið á móti þeirri staðsetningu. Þessi virðist mun skárri og það er þakkarvert að fallið hafi verið frá því að nota höggmynd Ásmundar Sveinssonar eins og hverja aðra umferðarkeilu til að hindra bílaumferð um Austurstræti.



Ég saknaði þó Vatnsberans síðast þegar ég ók Bústaðaveginn; holtið virðist berangurslegra án hans. Ég hélt reyndar alltaf að hann væri mun stærri en hann er, því hann tók sig svo vel út þar. Eins og Jón Karl Helgason hefur sýnt fram á, var listamaðurinn sjálfur hæstánægður með þá staðsetningu, ekki síst að verkið væri í óhreyfðri náttúrunni. Það er því ranglega tilkynnt í fyrirsögn á Vísi að nú sé Vatnsberinn loks á réttum stað, annað sagði Ásmundur sjálfur.



Efnisorð: