Heilt yfir tókst Þjóðhátíð vel (hvað eru nokkrar nauðganir til eða frá?)
Ég reyndist ekki hafa rétt fyrir mér með Þjóðhátíð. Ég spáði því að þar yrði metaðsókn — en hún var aðeins sú þriðja aðsóknarmesta frá upphafi. Munurinn fólst líklega ekki í því að fólk sniðgengi hátíðina til að mótmæla viðhorfum þjóðhátíðarnefndarformannsins til nauðgana og Stígamóta.
En nú er Páll Scheving bara hress, þetta fór allt vel fram að vanda. Reyndar nokkrar nauðganir (jafnvel þótt Stígamót hafi ekki verið á staðnum til að æsa upp lýðinn) en samt bara fínt. Palli segir meirasegja hortugur: „telur þú að þessi brot hefðu ekki verið framin ef starfskona Stígamóta hefði verið á svæðinu?"
Steinunn Stefánsdóttir fjallar um ummæli Páls (og djammhaldara á Akureyri sem líka er hress þrátt fyrir eina nauðgun eða svo) í leiðara dagsins. Hún skrifar:
Steinunn veltir líka fyrir sér afhverju þessar útihátíðir séu yfirleitt haldnar.
Ekki nóg með það, heldur er forsvarsmaður Þjóðhátíðar í Eyjum enn á þeirri skoðun að Stígamótum sé ekki treystandi, Þegar hann er spurður hvort ekki megi gera betur í öryggismálum segir hann: „Jú, en þá þarf að ríkja gott og gagnkvæmt traust á milli skipuleggjenda og fagaðila.“ Vantraustið virðist allt hans megin.
Svarið við spurningunni um afhverju í ósköpunum svona útihátíðir eru haldnar — jú, alveg rétt: til að græða á þeim peninga.
En nú er Páll Scheving bara hress, þetta fór allt vel fram að vanda. Reyndar nokkrar nauðganir (jafnvel þótt Stígamót hafi ekki verið á staðnum til að æsa upp lýðinn) en samt bara fínt. Palli segir meirasegja hortugur: „telur þú að þessi brot hefðu ekki verið framin ef starfskona Stígamóta hefði verið á svæðinu?"
Steinunn Stefánsdóttir fjallar um ummæli Páls (og djammhaldara á Akureyri sem líka er hress þrátt fyrir eina nauðgun eða svo) í leiðara dagsins. Hún skrifar:
„Vissulega eru þessi ummæli klippt úr úr lengri samtölum við mennina og formaður Þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum segir vissulega einnig að kynferðisbrot skyggi á gleðina yfir vel heppnaðri hátíð og að eitt slíkt sé einu of mikið. Engu að síður verður að segjast að skuggahliðar hátíðanna eru svo miklar og afdrifaríkar fyrir þau sem hlut eiga að máli að alls kostar óviðeigandi hlýtur að teljast að taka til orða eins og dæmin hér að framan sýna.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var vitað um sex kynferðisbrotamál í gærkvöld en þau höfðu komið til kasta heilbrigðisstofnana og/eða lögreglu. Fimm áttu sér stað í Vestmannaeyjum og eitt á Akureyri. Líklega eru málin enn fleiri. Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri í Neyðarmóttöku, segir í frétt blaðsins að reynslan segi að fleiri mál geti komið upp á næstu dögum.“
Steinunn veltir líka fyrir sér afhverju þessar útihátíðir séu yfirleitt haldnar.
„Ekki er annað hægt en að velta fyrir sér hvers vegna lagt er upp í slíkar hátíðir ár eftir ár þrátt fyrir þann toll sem þær augljóslega taka. Hvers vegna skera forráðamenn hátíðanna ekki upp herör gegn kynferðisbrotunum í stað þess að skella við þeim skollaeyrum og leitast stöðugt við að breiða yfir þau? Af hverju eru það aðeins femínistar og talskonur Stígamóta sem hvetja til fjöldasamstöðu gegn nauðgunum? Af hverju taka forráðamenn útihátíða ekki höndum saman við femínista og Stígamótakonur um að stemma stigu við nauðgunum og öðrum kynferðisbrotum, senda skýr skilaboð um að kynferðisbrot séu ekki liðin?
Þetta ætti að gera fyrir hátíðarnar, í auglýsingum og allri umræðu. Meðan á hátíðunum stendur á að vera stöðugur áróður og virkt eftirlit og þegar málin eru gerð upp að lokum verður að greina hvað má betur fara.
Skilaboðin sem forráðamenn hátíðanna senda hins vegar með „allt gekk vel" yfirlýsingum sínum eru þvert á móti þau að kynferðisbrot séu liðin.“
Ekki nóg með það, heldur er forsvarsmaður Þjóðhátíðar í Eyjum enn á þeirri skoðun að Stígamótum sé ekki treystandi, Þegar hann er spurður hvort ekki megi gera betur í öryggismálum segir hann: „Jú, en þá þarf að ríkja gott og gagnkvæmt traust á milli skipuleggjenda og fagaðila.“ Vantraustið virðist allt hans megin.
Svarið við spurningunni um afhverju í ósköpunum svona útihátíðir eru haldnar — jú, alveg rétt: til að græða á þeim peninga.
<< Home