Starfsemi lamast vegna þess að karlar snúa heim að sinna börnum
Ég hrökk við þegar ég hlustaði á fréttatíma Ríkisútvarpsins klukkan sex. Fréttin snerist um fyrirhugað verkfall leikskólakennara og þar kom fram að stjórnendur Landspítalans hefðu áhyggjur af því að það muni raska starfsemi spítalans. Ástæðan er sögð sú að 80% starfsmanna spítalans eru konur.
Jahá.
Allar þessar konur, þessi 80% starfsmanna spítalans, eiga semsagt börn á leikskólaaldri? Engin þeirra á börn sem eru eldri? Engin þeirra er barnlaus? Og öll þessi börn allra þessara kvenna, eru þau eingetin, eiga engan pabba?
Og hvað með þessi 20% starfsmanna spítalans sem eru karlmenn? Eru þeir allir ófrjóir? Eða sinnir bara enginn þeirra börnunum sínum? Er það í ráðningarsamningnum að þeir eigi ekki að skipta sér af barnauppeldi eða gæslu barna sinna?
Kannski var þessi 80% tala dregin fram til að ýta við samninganefnd sveitarfélaga, en ekki vegna þess að spítalinn ætlast til að konur sinni börnum en ekki karlar. Það má vona.
Ekki það, ég hef ekki séð karlmenn taka oft frí til að sinna veikum börnum, hætta fyrr í vinnunni til að sækja og skutla eða yfirleitt leggja hálft eins mikið á sig til að sinna börnunum og mæðurnar. Að minnsta kosti ekki þeir karlar sem búa með barnsmæðrum sínum; þá eru það þær sem bera hitann og þungann af allri umönnuninni. Sannarlega eru þeir flestir mun tengdari börnum sínum og taka meira þátt en kynslóð feðra þeirra gerði, en aðeins svo framarlega að það rekist ekki á vinnutímann eða áhugamálin.
Komi til verkfalls, þá sjáum við líklega hvort karlmenn séu í stórum stíl farnir að setja börnin sín ofar á forgangslistann, eða hvort þeir ætlast til að barnsmæður þeirra sinni barngæslunni.
Ég bíð spennt.
Jahá.
Allar þessar konur, þessi 80% starfsmanna spítalans, eiga semsagt börn á leikskólaaldri? Engin þeirra á börn sem eru eldri? Engin þeirra er barnlaus? Og öll þessi börn allra þessara kvenna, eru þau eingetin, eiga engan pabba?
Og hvað með þessi 20% starfsmanna spítalans sem eru karlmenn? Eru þeir allir ófrjóir? Eða sinnir bara enginn þeirra börnunum sínum? Er það í ráðningarsamningnum að þeir eigi ekki að skipta sér af barnauppeldi eða gæslu barna sinna?
Kannski var þessi 80% tala dregin fram til að ýta við samninganefnd sveitarfélaga, en ekki vegna þess að spítalinn ætlast til að konur sinni börnum en ekki karlar. Það má vona.
Ekki það, ég hef ekki séð karlmenn taka oft frí til að sinna veikum börnum, hætta fyrr í vinnunni til að sækja og skutla eða yfirleitt leggja hálft eins mikið á sig til að sinna börnunum og mæðurnar. Að minnsta kosti ekki þeir karlar sem búa með barnsmæðrum sínum; þá eru það þær sem bera hitann og þungann af allri umönnuninni. Sannarlega eru þeir flestir mun tengdari börnum sínum og taka meira þátt en kynslóð feðra þeirra gerði, en aðeins svo framarlega að það rekist ekki á vinnutímann eða áhugamálin.
Komi til verkfalls, þá sjáum við líklega hvort karlmenn séu í stórum stíl farnir að setja börnin sín ofar á forgangslistann, eða hvort þeir ætlast til að barnsmæður þeirra sinni barngæslunni.
Ég bíð spennt.
Efnisorð: karlmenn, Verkalýður
<< Home