Klámritstjóri kveður sér hljóðs
Davíð Þór Jónsson skrifar pistil í Fréttablaðið í dag. Það er undarleg samsetning þar sem hann talar um sósíalisma, kristni og feminisma og segir að því hafi öllu verið miskunnarlaust misbeitt gegnum tíðina. „Öll þessi hugmyndafræði bræðralags, samhjálpar og mannjöfnuðar hefur verið notuð til að réttlæta mannréttindabrot, misrétti og kúgun.“ Ég sé reyndar ekki hvernig feminismi fellur að þessu, sé ekki mannréttindabrotin, misréttið og kúgunina.
Davíð Þór segist vera feministi.
Kannski er það líka vegna plássleysis sem eftirfarandi bútur úr pistli Davíðs Þórs er torráðinn.
Hvað á hann við? Ég kannast ekki við að konur þurfi að réttlæta klæðaburð sinn enda þótt stundum sé rætt um hvort búrkur eigi rétt á sér. Eina skiptið sem ég hef séð konu þurfa að réttlæta snyrtivörunotkun sína var núna nýlega þegar kona sem bauð sig fram til að stjórna sjónvarpsþætti og gagnrýndi um leið sjónvarpsþátt sem til stóð að sýna fyrir einsleita sýn á konur; hún var gagnrýnd fyrir að vera með varalit þegar hún setti fram gagnrýni sína.
Verkaskipting inn á heimilum hefur hinsvegar verið baráttumál feminista í áratugi, enda þótt ekki hafi verið mikið talað um hana undanfarið, m.a. vegna þess að áherslan hefur verið á að berjast gegn margvíslegu ofbeldi gegn konum. En feministum finnst semsagt, almennt og upp til hópa, að búi par, þar af eitt stykki fullorðinn karlmaður á heimili, geti hann ekki ætlast til þess að sleppa við að þrífa baðherbergið, vaska upp, kaupa inn, þvo þvotta, þrífa gólf, þurrka af, eða eitthvert af öllum hinum heimilisstörfunum sem þarf að sinna daglega eða vikulega — bara vegna þess að á heimilinu sé kona. (Sama gildir um umönnun barna, þvo af þeim, þvo þau, snýta og skeina.) Þetta er svo sjálfsögð og eðlileg krafa að það er furðulegt að Davíð Þór skuli telja verkaskiptingu á heimili upp með þeim atriðum sem honum finnst að sé feminismi á villigötum og flokkist undir „ritskoðun, tískulögreglu og persónunjósnir“.
Ég klóra mér líka talsvert í kollinum yfir síðasta liðnum sem hann telur upp, langanir í kynlífi. Ég hef verið feministi talsvert lengi en man ekki eftir að mér hafi borist tilkynning um hvað mig má langa til að gera í kynlífi. Mér þykir líklegra að Davíð Þór sé að verja kynlífsiðnaðinn, en hann var lengi vel ritstjóri klámblaðsins Bleiks og blás sem birti myndir teknar uppí klofinu á konum og seldi karlmönnum til að rúnka sér yfir. Kannski telur hann sig vera að verja rétt hamingjusömu hórunnar, sem karlmenn einir trúa á, en samkvæmt þeim þráir fjöldi kvenna ekkert frekar en að selja karlmönnum ljósmyndir eða hreyfimyndir af svo þeir geti rúnkað sér yfir þeim og enn fleiri konur bíða í röðum eftir að selja aðgang uppá sig. Hamingjusama hóran er rúnkmaskína.
Kannski er það þessi draumakona karla sem Davíð Þór þykist vera að verja. Að meina karlmönnum aðgang að henni sé „mannréttindabrot, misrétti og kúgun“. Ef það er ekki það sem klámritstjórinn fyrrverandi á við, þá þyrfti hann e.t.v. að skýra þessi orð sín betur.
Davíð Þór segist vera feministi.
„Ég er femínisti. Ég styð félagslegt, efnahagslegt og pólitískt jafnrétti kynjanna. Mér finnst að allir eigi að fá sömu tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kynferði. Í raun get ég ekki verið sósíalisti án þess að vera femínisti.“Mér finnst líka samasem merki vera milli þess að vera sósíalisti og að vera feministi, en mér finnst hinsvegar feminismi vera talsvert meira heldur en bara „sömu tækifæri og sömu laun“. Feministar hafa auðvitað alla tíð barist fyrir að konur fái sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu (og 'kvennastörf' séu metin til jafns við 'karlastörf') og að konur hafi sömu tækifæri og karlar til mennta og starfa. En feminismi snýst um margt fleira, s.s. baráttu gegn ofbeldi sem konur verða fyrir, baráttu gegn því að konur séu notaðar í kynlífsiðnaði, baráttu fyrir því að konur njóti virðingar í hvívetna og svo mætti lengi telja. Ekkert af þessu tekur Davíð Þór undir, kannski vegna plássleysis í hinu afmarkaða formi sem blaðapistillinn er.
Kannski er það líka vegna plássleysis sem eftirfarandi bútur úr pistli Davíðs Þórs er torráðinn.
„Femínismi, sem setur konur í þá stöðu að þurfa að afsaka og réttlæta klæðaburð sinn, notkun á snyrtivörum, verkaskiptinguna inni á heimilinu eða jafnvel langanir í kynlífi, er á villigötum. Þegar hugmyndafræði, sama hvaða nafni hún nefnist, fer að fela í sér ritskoðun, tískulögreglu og persónunjósnir er hún löngu hætt að snúast um hugsjónir. Þá hefur vænisýkin tekið völdin, eins og svo sorglega mörg dæmi sanna.“
Hvað á hann við? Ég kannast ekki við að konur þurfi að réttlæta klæðaburð sinn enda þótt stundum sé rætt um hvort búrkur eigi rétt á sér. Eina skiptið sem ég hef séð konu þurfa að réttlæta snyrtivörunotkun sína var núna nýlega þegar kona sem bauð sig fram til að stjórna sjónvarpsþætti og gagnrýndi um leið sjónvarpsþátt sem til stóð að sýna fyrir einsleita sýn á konur; hún var gagnrýnd fyrir að vera með varalit þegar hún setti fram gagnrýni sína.
Verkaskipting inn á heimilum hefur hinsvegar verið baráttumál feminista í áratugi, enda þótt ekki hafi verið mikið talað um hana undanfarið, m.a. vegna þess að áherslan hefur verið á að berjast gegn margvíslegu ofbeldi gegn konum. En feministum finnst semsagt, almennt og upp til hópa, að búi par, þar af eitt stykki fullorðinn karlmaður á heimili, geti hann ekki ætlast til þess að sleppa við að þrífa baðherbergið, vaska upp, kaupa inn, þvo þvotta, þrífa gólf, þurrka af, eða eitthvert af öllum hinum heimilisstörfunum sem þarf að sinna daglega eða vikulega — bara vegna þess að á heimilinu sé kona. (Sama gildir um umönnun barna, þvo af þeim, þvo þau, snýta og skeina.) Þetta er svo sjálfsögð og eðlileg krafa að það er furðulegt að Davíð Þór skuli telja verkaskiptingu á heimili upp með þeim atriðum sem honum finnst að sé feminismi á villigötum og flokkist undir „ritskoðun, tískulögreglu og persónunjósnir“.
Ég klóra mér líka talsvert í kollinum yfir síðasta liðnum sem hann telur upp, langanir í kynlífi. Ég hef verið feministi talsvert lengi en man ekki eftir að mér hafi borist tilkynning um hvað mig má langa til að gera í kynlífi. Mér þykir líklegra að Davíð Þór sé að verja kynlífsiðnaðinn, en hann var lengi vel ritstjóri klámblaðsins Bleiks og blás sem birti myndir teknar uppí klofinu á konum og seldi karlmönnum til að rúnka sér yfir. Kannski telur hann sig vera að verja rétt hamingjusömu hórunnar, sem karlmenn einir trúa á, en samkvæmt þeim þráir fjöldi kvenna ekkert frekar en að selja karlmönnum ljósmyndir eða hreyfimyndir af svo þeir geti rúnkað sér yfir þeim og enn fleiri konur bíða í röðum eftir að selja aðgang uppá sig. Hamingjusama hóran er rúnkmaskína.
Kannski er það þessi draumakona karla sem Davíð Þór þykist vera að verja. Að meina karlmönnum aðgang að henni sé „mannréttindabrot, misrétti og kúgun“. Ef það er ekki það sem klámritstjórinn fyrrverandi á við, þá þyrfti hann e.t.v. að skýra þessi orð sín betur.
Efnisorð: feminismi, karlmenn, Klám, mannréttindi, ofbeldi, vændi
<< Home