Steinsteypuskrímslið
Það verður líklega jafn vonlaust að berjast gegn Landspítalasteypuskrímslinu og gegn Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma.
Ég, fyrir mitt leyti, vil þó bóka mótmæli.
Ásýnd miðbæjar Reykjavíkur mun breytast mjög til hins verra, svipað og þegar steypuklessunum var troðið ofaní miðbæ Hafnarfjarðar, svo að hann hefur aldrei beðið þess bætur. Án þess að ég vorkenni íbúum Smáragötu að fá svona plássfrekan nágranna sem mun að öllum líkindum ekki bara skyggja á Bláfjöll heldur sólina, þá eru Laufásvegur og þær götur allar á Skólavörðuholti og Þingholtin almennt talin þau hverfi Reykjavíkur sem fallegast eru. Við hliðina á steinsteypuskrímslinu verða þau eins og niðursetningar í eilífum skugga mannlífsins.
Umferð bíla kringum spítalann mun aukast umtalsvert — sama hvað hver segir — enda mun starfsfólk spítalans varla allt flytja úr sínum Grafarvogi og Kópavogi og í Þingholtin til að geta komið sér á umhverfisvænan hátt í vinnuna. Ég held líka að eftir langar vaktir þá langi ekki marga til að stíga á hjólhestinn og hjóla heim í myrkri og hálku, eða slagviðri. Ef venja á Íslendinga af einkabílnum þarf fyrst að leggja allar hjólabrautirnar og fjölga strætóferðum umtalsvert og sjá svo til með framhaldið eftir því hvernig það gengur; hvort þessi bílaþjóð láti sér segjast. Það er fáránlegt að ætla bara að taka sénsinn á að allir mæti hjólandi.
Sjúkraflutningamenn hafa áhyggjur af aðgengi, vegna umferðarhnúta (ekki af völdum reiðhjóla). Skipulagsstofnun og ýmsir arkitektar og skipulagsfræðingar hafa einnig ýmislegt við staðsetninguna að athuga.
Að öllum líkindum skiptir ekkert af þessu máli.
Það verður byggt og byggt og byggt. Ægilega gaman fyrir verktakafyrirtækin og fjármögnunarfyrirtækin (og jújú, það verða uppgrip í byggingabransanum almennt og vinna í boði fyrir karlmenn í byggingariðnaði), semsé fara „hjól atvinnulífsins að snúast“ — en við hin sitjum svo uppi með skrímslið.
Það er eins og mig minni að þetta hafi allt gerst áður.
Ég, fyrir mitt leyti, vil þó bóka mótmæli.
Ásýnd miðbæjar Reykjavíkur mun breytast mjög til hins verra, svipað og þegar steypuklessunum var troðið ofaní miðbæ Hafnarfjarðar, svo að hann hefur aldrei beðið þess bætur. Án þess að ég vorkenni íbúum Smáragötu að fá svona plássfrekan nágranna sem mun að öllum líkindum ekki bara skyggja á Bláfjöll heldur sólina, þá eru Laufásvegur og þær götur allar á Skólavörðuholti og Þingholtin almennt talin þau hverfi Reykjavíkur sem fallegast eru. Við hliðina á steinsteypuskrímslinu verða þau eins og niðursetningar í eilífum skugga mannlífsins.
Umferð bíla kringum spítalann mun aukast umtalsvert — sama hvað hver segir — enda mun starfsfólk spítalans varla allt flytja úr sínum Grafarvogi og Kópavogi og í Þingholtin til að geta komið sér á umhverfisvænan hátt í vinnuna. Ég held líka að eftir langar vaktir þá langi ekki marga til að stíga á hjólhestinn og hjóla heim í myrkri og hálku, eða slagviðri. Ef venja á Íslendinga af einkabílnum þarf fyrst að leggja allar hjólabrautirnar og fjölga strætóferðum umtalsvert og sjá svo til með framhaldið eftir því hvernig það gengur; hvort þessi bílaþjóð láti sér segjast. Það er fáránlegt að ætla bara að taka sénsinn á að allir mæti hjólandi.
Sjúkraflutningamenn hafa áhyggjur af aðgengi, vegna umferðarhnúta (ekki af völdum reiðhjóla). Skipulagsstofnun og ýmsir arkitektar og skipulagsfræðingar hafa einnig ýmislegt við staðsetninguna að athuga.
Að öllum líkindum skiptir ekkert af þessu máli.
Það verður byggt og byggt og byggt. Ægilega gaman fyrir verktakafyrirtækin og fjármögnunarfyrirtækin (og jújú, það verða uppgrip í byggingabransanum almennt og vinna í boði fyrir karlmenn í byggingariðnaði), semsé fara „hjól atvinnulífsins að snúast“ — en við hin sitjum svo uppi með skrímslið.
Það er eins og mig minni að þetta hafi allt gerst áður.
Efnisorð: almennt
<< Home