Stóra systir tekur til
Vegna þess hve lögreglan hefur staðið sig illa í að stöðva vændiskaup og ekki lagt stein í götu þeirra sem milligöngu hafa um vændi (s.s. Fréttablaðið, Rauða torgið og einkamál.is) hefur stóra systir tekið til sinna ráða. Krafan er að yfirvöld framfylgi lögum sem banna kaup á vændi og að vefsíðum á borð við einkamal.is verði lokað því þar eru vændisauglýsingar.
Kvennahreyfingin Stóra systir hefur sagt vændisviðskiptum stríð á hendur með því að afhjúpa kaupendur vændis í stórum stíl og afhenda lögreglunni lista með nöfnum þeirra. Stóra systir hefur undanfarið birt auglýsingar um vændi til sölu og karlmenn sem vilja kaupa konur hafa haft samband í stríðum straumum — þrátt fyrir að bannað sé að kaupa vændi. Þeir sem svöruðu auglýsingunum settu það t.d. ekki fyrir sig þó að auglýsandinn segðist undir lögaldri.
Lögregla hefur nú fengið lista með nöfnum 56 karla sem reyndu að kaupa vændi og 117 símanúmer. Nú, þegar búið er að vinna þessa undirbúningsvinnu fyrir lögguna, ætti að vera hægur vandinn að lögsækja þessa karla. Í framtíðinni mega svo karlar sem líta á konur sem verslunarvöru, eiga von á því að nöfn þeirra lendi á borði lögreglunnar.
Stóra systir krefst þess …
… að geðþóttaákvarðanir stjórni því ekki hvaða lögum á Íslandi er framfylgt
… að aðgerðaráætlun stjórnvalda um mansal verði framfylgt og í hana sett fjármagn
… að rannsókn vændis- og mansalsmála verði í höndum sérhæfðs lögregluteymis sem fáist ekki við önnur sakamál
… að stjórnvöld standi fyrir fræðsluherferð sem beinist að kaupendum vændis og kláms
… að vefnum einkamál.is verði lokað, þar sem aðstandendum síðunnar er ekki treystandi til að útiloka vændi
… að klámbúllunum verði lokað
… að klámrásum fjölmiðlanna verði lokað
… að vændisauglýsingar í hvaða mynd sem er og í hvaða fjölmiðli sem er verði stöðvaðar og að þeir sem hafa milligöngu með verslun með konur verði sóttir til saka.
Og kominn tími til.
Kvennahreyfingin Stóra systir hefur sagt vændisviðskiptum stríð á hendur með því að afhjúpa kaupendur vændis í stórum stíl og afhenda lögreglunni lista með nöfnum þeirra. Stóra systir hefur undanfarið birt auglýsingar um vændi til sölu og karlmenn sem vilja kaupa konur hafa haft samband í stríðum straumum — þrátt fyrir að bannað sé að kaupa vændi. Þeir sem svöruðu auglýsingunum settu það t.d. ekki fyrir sig þó að auglýsandinn segðist undir lögaldri.
Lögregla hefur nú fengið lista með nöfnum 56 karla sem reyndu að kaupa vændi og 117 símanúmer. Nú, þegar búið er að vinna þessa undirbúningsvinnu fyrir lögguna, ætti að vera hægur vandinn að lögsækja þessa karla. Í framtíðinni mega svo karlar sem líta á konur sem verslunarvöru, eiga von á því að nöfn þeirra lendi á borði lögreglunnar.
Stóra systir krefst þess …
… að geðþóttaákvarðanir stjórni því ekki hvaða lögum á Íslandi er framfylgt
… að aðgerðaráætlun stjórnvalda um mansal verði framfylgt og í hana sett fjármagn
… að rannsókn vændis- og mansalsmála verði í höndum sérhæfðs lögregluteymis sem fáist ekki við önnur sakamál
… að stjórnvöld standi fyrir fræðsluherferð sem beinist að kaupendum vændis og kláms
… að vefnum einkamál.is verði lokað, þar sem aðstandendum síðunnar er ekki treystandi til að útiloka vændi
… að klámbúllunum verði lokað
… að klámrásum fjölmiðlanna verði lokað
… að vændisauglýsingar í hvaða mynd sem er og í hvaða fjölmiðli sem er verði stöðvaðar og að þeir sem hafa milligöngu með verslun með konur verði sóttir til saka.
Og kominn tími til.
<< Home