Viðbrögð við Stóru systur
Það varð auðvitað allt vitlaust vegna framtaks Stóru systur og karlmenn sem verja rétt karla til að kaupa vændi eru æfir. Allskyns brigsl um fasisma, lögbrot og skort feminista á kynlífi má nú lesa á bloggum og í athugasemdakerfum fjölmiðla. Það er niðurdrepandi lesning en staðfestir enn og aftur skoðun mína á karlmönnum sem líta á konur sem kjötskrokka.
Öllu gáfulegri eru pælingar Kristínar Jónsdóttur Parísardömu um vændi, stórgóður pistill Ingimars Karls Helgasonar þar sem hann hrekur þær fullyrðingar að Stóra systir hafi ekki mátt leggja gildu fyrir graða karla sem vilja „refsa“ 15 ára smástelpum, og pistill Agnars Kr. Þorsteinssonar sem hnykkir á þessu með tálbeiturnar sem hingað til hafa þótt í lagi, en sé nú stórmál því að feministar eigi í hlut. Gísli málbein Ásgeirsson er með góða samantekt á umræðunni en Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir rekur söguna frá því að vændi var bannað 17. apríl 2009 og þar til „hulduher íslenskra kvenna“ greip til aðgerða.
Rúsínan í pylsuendanum er viðtalið við Stóru systur á knúz.is þar sem dulbúningarnir og nafnleyndin eru útskýrð, en svo virðist sem helsti „glæpurinn“ í augum þeirra sem vilja geta keypt konur sé að geta ekki hatað einstaka konur og ofsótt þær. Í viðtalinu kemur einmitt fram að vændiskúnnar geti verið hættulegir telji þeir sé ógnað en einnig bent á að
Markmiðið Stóru systur er að fæla væntanlega kaupendur frá og fá þá til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir velja að kaupa vændi.
Það er fínt markmið.
Lagið sem ég er komin með á heilann er líka mjög fínt. Það tengist sannarlega feminisma almennt en í dag finnst mér það sérstaklega tengjast Stóru systur og aðgerðum hennar til að ganga sjálf í verkin sem löggan sinnir ekki.
Öllu gáfulegri eru pælingar Kristínar Jónsdóttur Parísardömu um vændi, stórgóður pistill Ingimars Karls Helgasonar þar sem hann hrekur þær fullyrðingar að Stóra systir hafi ekki mátt leggja gildu fyrir graða karla sem vilja „refsa“ 15 ára smástelpum, og pistill Agnars Kr. Þorsteinssonar sem hnykkir á þessu með tálbeiturnar sem hingað til hafa þótt í lagi, en sé nú stórmál því að feministar eigi í hlut. Gísli málbein Ásgeirsson er með góða samantekt á umræðunni en Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir rekur söguna frá því að vændi var bannað 17. apríl 2009 og þar til „hulduher íslenskra kvenna“ greip til aðgerða.
Rúsínan í pylsuendanum er viðtalið við Stóru systur á knúz.is þar sem dulbúningarnir og nafnleyndin eru útskýrð, en svo virðist sem helsti „glæpurinn“ í augum þeirra sem vilja geta keypt konur sé að geta ekki hatað einstaka konur og ofsótt þær. Í viðtalinu kemur einmitt fram að vændiskúnnar geti verið hættulegir telji þeir sé ógnað en einnig bent á að
„Svo lengi sem kaupendur vændis fá að vera andlits- og nafnlausir úti í samfélaginu, og í réttarkerfinu, sjáum við enga ástæðu til þess að við þurfum að koma fram undir nafni. Auk þess er málstaðurinn aðalatriðið, ekki hverjar við erum, við hvað við störfum, hvernig við lítum út eða hvort við notum varalit“
Markmiðið Stóru systur er að fæla væntanlega kaupendur frá og fá þá til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir velja að kaupa vændi.
Það er fínt markmið.
Lagið sem ég er komin með á heilann er líka mjög fínt. Það tengist sannarlega feminisma almennt en í dag finnst mér það sérstaklega tengjast Stóru systur og aðgerðum hennar til að ganga sjálf í verkin sem löggan sinnir ekki.
<< Home