Ég er á þínu bandi — alveg þar til ég flæ af þér skinnið
Um daginn las ég skemmtilegt — eða öllu heldur hlægilegt — viðtal við Eggert feldskera. Þar kemur fram, og sett í fyrirsögn svo ekki fari milli mála, að hann segist hlynntur dýravernd: „Feldskeri og dýraverndunarsinni“.
Ég hugsaði með mér að batnandi mönnum er best að lifa og bjóst við að lesa hreinskilna játningu manns sem skyndilega hefði áttað sig á hinum hræðilegu aðstæðum minka sem eru ræktaðir til að eiga skelfilega vist í þröngum búrum þar til þeim er slátrað til að fínaríkafólkið geti „skartað pels“.*
En nei, hann „framleiðir og selur flíkur úr t.d. lamba-, sela-, refa- og minkaskinni“. Hvernig þetta samræmist dýravernd er mér óskiljanlegt, og því finnst mér fullyrðing hans um að vera dýraverndunarsinni í besta falli hlægileg.
Mér hefur ítrekað orðið hugsað til þessa viðtals við þennan gríðarlega dýraverndara þegar ég les málflutning þeirra sem hamast gegn stóru systur og öðrum „öfgafeministum“.** Margir þeirra bera það nefnilega fyrir sig að þeir styðji feminisma — og lýsa svo frati á allt það sem feministar gera og segja. Það þykir mér álíka hlægilegt og segjast vera dýraverndunarsinni og stunda feldskurð.
____
* Ekki að mér hugnist refaveiðar eða selaveiðar, en örlög minksins eru sínu verst.
* Enn einu sinni verið að úthúða Sóleyju Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl stafar fyrir fattlausa að Sóley er ekki karlahatari: „Hún tekur sterkt til orða um misréttið sem hún upplifir í sífellu, á eigin skinni og annarra, hún fegrar ekki og notar ekki skrauthvörf, hún segir ekki „sumir karlar“ eiga sök á hinu og þessu, heldur „karlar.“ Hún segir ekki að sumir karlar nauðgi eða eigi sök á efnahagshruninu heldur að karlar nauðgi og eigi sök á efnahagshruninu. Og ég get skilið að það stingi en tilfellið er að hún segir aldrei að þetta gildi um alla karla.“
Ég hugsaði með mér að batnandi mönnum er best að lifa og bjóst við að lesa hreinskilna játningu manns sem skyndilega hefði áttað sig á hinum hræðilegu aðstæðum minka sem eru ræktaðir til að eiga skelfilega vist í þröngum búrum þar til þeim er slátrað til að fínaríkafólkið geti „skartað pels“.*
En nei, hann „framleiðir og selur flíkur úr t.d. lamba-, sela-, refa- og minkaskinni“. Hvernig þetta samræmist dýravernd er mér óskiljanlegt, og því finnst mér fullyrðing hans um að vera dýraverndunarsinni í besta falli hlægileg.
Mér hefur ítrekað orðið hugsað til þessa viðtals við þennan gríðarlega dýraverndara þegar ég les málflutning þeirra sem hamast gegn stóru systur og öðrum „öfgafeministum“.** Margir þeirra bera það nefnilega fyrir sig að þeir styðji feminisma — og lýsa svo frati á allt það sem feministar gera og segja. Það þykir mér álíka hlægilegt og segjast vera dýraverndunarsinni og stunda feldskurð.
____
* Ekki að mér hugnist refaveiðar eða selaveiðar, en örlög minksins eru sínu verst.
* Enn einu sinni verið að úthúða Sóleyju Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl stafar fyrir fattlausa að Sóley er ekki karlahatari: „Hún tekur sterkt til orða um misréttið sem hún upplifir í sífellu, á eigin skinni og annarra, hún fegrar ekki og notar ekki skrauthvörf, hún segir ekki „sumir karlar“ eiga sök á hinu og þessu, heldur „karlar.“ Hún segir ekki að sumir karlar nauðgi eða eigi sök á efnahagshruninu heldur að karlar nauðgi og eigi sök á efnahagshruninu. Og ég get skilið að það stingi en tilfellið er að hún segir aldrei að þetta gildi um alla karla.“
<< Home