Ábyrgar herraklippingar
Það verður seint um mig sagt að ég sé mesti aðdáandi Jóns Gnarrs enda þótt mér hafi fundist hann skemmtilegur uppistandari og útvarpsþættir hans oft mjög fyndnir. En nú má ég til að hrósa honum.*
Þegar hann flutti ræðu í borgarstjórn vegna fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár var hann sannarlega í grínaktuga gírnum þegar hann bað borgarbúa að draga úr barneignum enda setti hann það í samband við það að borgin þarf að skaffa leikskólapláss fyrir börnin.** Samt finnst mér svo frábært að hann skuli hafa rætt ófrjósemisgerðir karla sérstaklega að ég verð að hrósa honum fyrir þetta framlag hans til jafnréttis:
Þetta rímar mjög vel við það sem ég sagði fyrir ári síðan en það er sannarlega jákvæð þróun að æ fleiri karlar taka ábyrgð á frjósemi sinni og mjög jákvætt að Jón Gnarr hafi vakið athygli á kostum ófrjósemisaðgerða.
___
* Hann fær líka hrós fyrir að hafa nefnt það — og það held ég að hann hafi gert í fullri alvöru — að Kattholt, athvarf fyrir vegalausa ketti fær enga styrki frá nágrannasveitarfélögunum enda þótt þangað komi oft kettir sem finnast annarstaðar en í Reykjavík. Kattholt er fjársvelt og Reykjavíkurborg ein styrkir það en meira segja Hafnfirðingum þykir það ósanngjarnt.
** Önnur og alvarlegri nálgun hefði verið að ræða ófrjósemisaðgerðir í sambandi við fólksfjölgunarvandann almennt en ekki bara af kostnað Reykjavíkurborgar af henni, en jarðarbúar eru orðnir 7 milljarðar og ekki á bætandi.
Þegar hann flutti ræðu í borgarstjórn vegna fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár var hann sannarlega í grínaktuga gírnum þegar hann bað borgarbúa að draga úr barneignum enda setti hann það í samband við það að borgin þarf að skaffa leikskólapláss fyrir börnin.** Samt finnst mér svo frábært að hann skuli hafa rætt ófrjósemisgerðir karla sérstaklega að ég verð að hrósa honum fyrir þetta framlag hans til jafnréttis:
„Barnafjöldinn í ár er líka mikill og langar mig að benda fólki á þann möguleika að nota smokkinn, getnaðarvarnir og ófrjósemisaðgerðir. Það er kannski ekki venjan að tala um getnaðarvarnir í tengslum við fjárhagsáætlun og kannski þess vegna vil ég einmitt gera það. En getnaðarvarnir og barneignir eru líka jafnréttismál og ég vil nota þetta tækifæri til að benda karlmönnum sérstaklega á að kynna sér ófrjósemisaðgerðir. Getnaðarvarnir eru mjög gjarnan til mikilla óþæginda fyrir konur og eru það jafnan þær sem taka ábyrgð enda eru það þær sem sitja uppi með afleiðingarnar. Ófrjósemisaðgerðir eða svokallaðar „herraklippingar“ eru bæði hagkvæmur og þægilegur valkostur fyrir karlmenn.“
Þetta rímar mjög vel við það sem ég sagði fyrir ári síðan en það er sannarlega jákvæð þróun að æ fleiri karlar taka ábyrgð á frjósemi sinni og mjög jákvætt að Jón Gnarr hafi vakið athygli á kostum ófrjósemisaðgerða.
___
* Hann fær líka hrós fyrir að hafa nefnt það — og það held ég að hann hafi gert í fullri alvöru — að Kattholt, athvarf fyrir vegalausa ketti fær enga styrki frá nágrannasveitarfélögunum enda þótt þangað komi oft kettir sem finnast annarstaðar en í Reykjavík. Kattholt er fjársvelt og Reykjavíkurborg ein styrkir það en meira segja Hafnfirðingum þykir það ósanngjarnt.
** Önnur og alvarlegri nálgun hefði verið að ræða ófrjósemisaðgerðir í sambandi við fólksfjölgunarvandann almennt en ekki bara af kostnað Reykjavíkurborgar af henni, en jarðarbúar eru orðnir 7 milljarðar og ekki á bætandi.
Efnisorð: alþjóðamál, dýravernd, feminismi, karlmenn
<< Home