sunnudagur, nóvember 06, 2011

Föt og svoleiðis

Í takt við stefnubreytinguna er tilvalið að hafa fjalla um fatnað. Eins og allir vita (hér ætti ég auðvitað að segja 'allar' því eingöngu konur hafa áhuga á fötum) þá geta föt táknað vald. Sá sem klæðist svona fötum hefur svona völd. Ferlega skemmtilegt. Fyrir þá sem ekki skildu þetta með völdin er kannski best að taka dæmi, svona myndadæmi.

Valdamiklir kallar klæðast svona:

Fyrir þá sem fylgjast ekki með valdamiklum köllum skal hér upplýst að þetta eru meðlimir konungsfjölskyldunnar í Sádí-Arabíu, soldið mikið ríkir! Og til að undirstrika þjóðerni sitt, stöðu og ríkidæmi þá klæðast þeir í skikkjur og eru með klút á hausnum. Góðir!

Afturámóti klæðast konur í Sádi-Arabíu svona:

Til að undirstrika kúgunina er skikkja og klútur á hausnum.

Hér er líka verið að undirstrika kúgun með skikkjum og klútum:

Valdníðslan er augljós: hér er verið að kúga karlmenn.

Efnisorð: ,