fimmtudagur, desember 08, 2011

Pressan var of mikil svo hann lýgur því aftur að hann sjái eftir myndbirtingunni

Steingrímur Sævarr Ólafsson, draslritstjóri ömurleikapressunnar sendi í gær frá sér þannig afsökunarbeiðni vegna hinnar svívirðilegu myndbirtingar að enginn tók mark á honum. Í dag — eftir að undirskriftarlistar hafa gengið gegn öllum miðlum Vefpressunnar, sem er í eigu Björns Inga Hrafnssonar launagreiðanda Steingríms, og fyrirtæki eru farin að draga til baka auglýsingar á þessum skítamiðlum — þá kemur önnur afsökunarbeiðni, alveg í hjartans einlægni. Þar er þetta allt harmað af öllu hjarta og eftirsjáin er óskapleg.

Oj og oj. Skítapakk með dollaraglampa í augunum. Því það er fyrst og fremst þráin eftir flettingum sem ber siðferðiskennd ritstjórnar ofurliði, aftur og aftur. Því Vefpressumiðlarnir hafa farið ítrekað yfir strikið. Það er ekki hægt að líta á það sem annað en ásetning. Engin hætta er á, þrátt fyrir grenjið í ritstjóranum, að Vefpressuhyskið hafi „dregið lærdóm af þessu máli“, það eina sem það sér framá er minni aur í kassann.

Efnisorð: , ,