þriðjudagur, janúar 24, 2012

Ég vil líka breyta þessu öfgafulla samfélagi

Ekki vissi ég um sérlegt kvennahorn Vinnumálastofnunar þar sem konum er vísað á matseld og barnauppeldi fyrr en ég las það í pistli Sóleyjar Tómasdóttur og hjá Þórhildi Laufeyju Sigurðardóttur á Knúzinu. Það er nú ágætt að þessi hluti vefsíðu þessarar opinberu stofnunar er afmarkað við konur, ekki má hrella karlmenn með því að upplýsa þá um nýjustu tísku í kökuskreytingum.

En talandi um Sóleyju Tómasdóttur. Í pistlinum skrifar hún um í hvernig samfélagi hún vill búa. Og mikið hjartanlega er ég sammála henni, eins og alltaf.

Efnisorð: