þriðjudagur, janúar 31, 2012

Svo er þeim líka bara skítsama, enda búnir að fá borgað

Það virðist augljóst að ástæðan fyrir því að lýtalæknar neita að láta Landlækni fá nöfn kvenna sem hafa fengið silíkonpúða er ekki persónuvernd kvennanna, heldur sú að þeir óttast að upp komist um skattsvik sín. Það er allavega ekki umhyggja fyrir konunum sem hindrar þá í að gefa þeim færi á að njóta aðstoðar hins opinbera við að komast að því hvort þær séu með tifandi tímasprengjur fastar við sig.

Efnisorð: