Gott að eiga blað
Einu sinni í viku fylgir með Fréttablaðinu einhverskonar blaðkálfur sem kallaður er Lífið. Þetta er auðvitað enn eitt lífstílsblaðið ætlað konum og ber að lesa sem slíkt. Í síðustu viku var ein síða (bls. 14) lögð undir Flottar fyrirmyndir yfir fertugt og var þar átt við konur sem „hafa náð árangri á sínu sviði og lagt sitt af mörkum til samfélagsins“. Vigdís Finnbogadóttir lenti auðvitað ofarlega á listanum og ýmsar ágætar konur aðrar.
Það sem mér þótti aftur á móti áhugavert var að Ingibjörg Pálmadóttir var líka nefnd, mynd af henni birt og eftirfarandi texti með: „Ingibjörg er geislandi, með fallegt bros, stelpulega klædd eins og Lilja systir hennar og sjarmerandi. Hún er góð manneskja.“ Dómnefndinni sem valdi Ingibjörgu inn á lista yfir fyrirmyndir á forsendum árangurs og framlags til samfélagsins er það auðvitað frjálst, enda þótt mér þyki rökstuðningurinn sérkennilegur (með fallegt bros) en enn sérkennilegra finnst mér að blaðið skuli ekki hafa kippt Ingibjörgu af listanum — eða að minnsta kosti tekið fram að hún sé eigandi blaðsins.
Ein af niðurstöðum rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið var að fjölmiðlar hefðu brugðist. Í kjölfarið á skýrslunni var uppi sú krafa að þegar fjallað væri um eigendur fjölmiðlanna væri þess getið; þegar verið væri að ræða Jón Ásgeir þá væri þess jafnframt getið að hann væri ásamt konu sinni aðaleigandi 365 miðla, þ.m.t. Vísis og Fréttablaðsins. Ingibjörg hefur reyndar ekki legið undir svo mjög undir ámæli fyrir sinn þátt í hruninu — ekkert á borð við Jón Ásgeir (skiljanlega) — en hún telst þó varla stikkfrí, a.m.k telur slitastjórn Glitnis hana til sjömenningaklíkunnar sem mergsaug bankann.
Það var nú ekki til fyrirmyndar.
En ekki er öll sagan sögð. Í Lífinu í dag er forsíðuviðtal við konu sem er gift fjármálastjóra 365 miðla (og þar áður fjármalastjóri Baugs), án þess að það sé tekið fram. Ég veit reyndar ekki hvernig hans mál standa í dag en hann var a.m.k. lengi undir smásjá fjölmiðla fyrir gjaldþrot og yfirveðsetningu á húsi þeirra hjóna. Og konan hans á greiðan aðgang að fjölmiðlum til að hvítþvo ásýnd þeirra.*
Það er nú ansi fínt að fólkið sem tengist hruninu skuli hafa svona fína fjölmiðla til að halda þeirri hugmynd að lesendum hve venjulegt fólk það sé (með fallegt bros) og góða fjölskyldu. Og barasta eitthvað svo góðar manneskjur. Það eru ýmsar leiðir til að snúa almenningsálitinu sér í hag. Eigendur og stjórnendur 365 miðla beita fjölmiðlum sínum greinilega til þess. Og hvað er betra til þess en geislandi kona með fallegt bros?
___
* Yfirlýstur tilgangur viðtalsins við Friðriku er að bera til baka einhverjar slúðursögur um þau hjónin (sem ég hafði ekki heyrt, enda þekki ég engan sem nennir að ræða einkalíf þessa fólks), ekkert minnst á neitt fjármálatengt þar. Enda varla neitt til að tala um, langt um liðið og svona. Óþarfi að horfa of mikið í baksýnisspegilinn, það er bara neikvæðni.
Það sem mér þótti aftur á móti áhugavert var að Ingibjörg Pálmadóttir var líka nefnd, mynd af henni birt og eftirfarandi texti með: „Ingibjörg er geislandi, með fallegt bros, stelpulega klædd eins og Lilja systir hennar og sjarmerandi. Hún er góð manneskja.“ Dómnefndinni sem valdi Ingibjörgu inn á lista yfir fyrirmyndir á forsendum árangurs og framlags til samfélagsins er það auðvitað frjálst, enda þótt mér þyki rökstuðningurinn sérkennilegur (með fallegt bros) en enn sérkennilegra finnst mér að blaðið skuli ekki hafa kippt Ingibjörgu af listanum — eða að minnsta kosti tekið fram að hún sé eigandi blaðsins.
Ein af niðurstöðum rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið var að fjölmiðlar hefðu brugðist. Í kjölfarið á skýrslunni var uppi sú krafa að þegar fjallað væri um eigendur fjölmiðlanna væri þess getið; þegar verið væri að ræða Jón Ásgeir þá væri þess jafnframt getið að hann væri ásamt konu sinni aðaleigandi 365 miðla, þ.m.t. Vísis og Fréttablaðsins. Ingibjörg hefur reyndar ekki legið undir svo mjög undir ámæli fyrir sinn þátt í hruninu — ekkert á borð við Jón Ásgeir (skiljanlega) — en hún telst þó varla stikkfrí, a.m.k telur slitastjórn Glitnis hana til sjömenningaklíkunnar sem mergsaug bankann.
Það var nú ekki til fyrirmyndar.
En ekki er öll sagan sögð. Í Lífinu í dag er forsíðuviðtal við konu sem er gift fjármálastjóra 365 miðla (og þar áður fjármalastjóri Baugs), án þess að það sé tekið fram. Ég veit reyndar ekki hvernig hans mál standa í dag en hann var a.m.k. lengi undir smásjá fjölmiðla fyrir gjaldþrot og yfirveðsetningu á húsi þeirra hjóna. Og konan hans á greiðan aðgang að fjölmiðlum til að hvítþvo ásýnd þeirra.*
Það er nú ansi fínt að fólkið sem tengist hruninu skuli hafa svona fína fjölmiðla til að halda þeirri hugmynd að lesendum hve venjulegt fólk það sé (með fallegt bros) og góða fjölskyldu. Og barasta eitthvað svo góðar manneskjur. Það eru ýmsar leiðir til að snúa almenningsálitinu sér í hag. Eigendur og stjórnendur 365 miðla beita fjölmiðlum sínum greinilega til þess. Og hvað er betra til þess en geislandi kona með fallegt bros?
___
* Yfirlýstur tilgangur viðtalsins við Friðriku er að bera til baka einhverjar slúðursögur um þau hjónin (sem ég hafði ekki heyrt, enda þekki ég engan sem nennir að ræða einkalíf þessa fólks), ekkert minnst á neitt fjármálatengt þar. Enda varla neitt til að tala um, langt um liðið og svona. Óþarfi að horfa of mikið í baksýnisspegilinn, það er bara neikvæðni.
Efnisorð: Fjölmiðlar, hrunið
<< Home