Skaðsemi áfengis
Í kvöld var á dagskrá þáttur á Skjáeinum þar sem fjallað var um áfengisvandamálið. Mér var bent á þáttinn (ég hef ekki áður séð hann og hef ekki aðgang að þessari stöð) enda hef lengi haft áhuga á skaðsemi áfengis og ákvað því að horfa á hann.* Ég var hálfhissa á vali á viðmælendum, missti reyndar af Lindu Pé, sem mér skilst að hafi verið í byrjun þáttar, en aðeins ein önnur kona var í þættinum. Jújú, ég tók eftir að karlar eru líklegri en konur til að vera alkahólistar en áfengisbölið snertir samt fleiri en bara þá sem drekka,** það snertir okkur öll. Eins og kom fram í þættinum hefur áfengisdrykkja mikil áhrif á samfélagið, svo ekki sé nú talað um einstaka fjölskyldur.
Það var gott að fá fram það sjónarmið hve varasamt það er að gefa börnum áfengi: þau eiga það til að ánetjast því. Og ágætt líka að benda á að sífellt er talað um eiturlyf sem skaðvald og uppsprettu glæpa þegar raunin er sú að glæpir sem framdir eru í ölæði eru mjög margir.***
Þátturinn var ágætur sem þörf áminning um skaðsemi áfengis.
___
* Mér fannst þátturinn reyndar svo stuttur og ágripskenndur að ég hef á tilfinningunni að ég hafi verið að horfa á stiklu úr heimildarmynd frekar en þátt sem tekur á ákveðnu málefni.
** Myndskeið af mjög drukknu fólki voru allmörg í þættinum. Ég efast um að þeir sem þar komu fram, og voru auðþekkjanlegir, hafi verið sáttir. Þarna var farið talsvert yfir strikið í myndbirtingum.
*** Ég sit ekki með glósubók við sjónvarpið og tók því ekki niður tölur. Minnir þó að Geir Jón hafi sagt að flestallir glæpir, þ.e.a.s. ofbeldisglæpir og kynferðisbrot séu framdir undir áhrifum áfengis (og auðvelt er að botna setninguna: af drukknum karlmönnum).
Það var gott að fá fram það sjónarmið hve varasamt það er að gefa börnum áfengi: þau eiga það til að ánetjast því. Og ágætt líka að benda á að sífellt er talað um eiturlyf sem skaðvald og uppsprettu glæpa þegar raunin er sú að glæpir sem framdir eru í ölæði eru mjög margir.***
Þátturinn var ágætur sem þörf áminning um skaðsemi áfengis.
___
* Mér fannst þátturinn reyndar svo stuttur og ágripskenndur að ég hef á tilfinningunni að ég hafi verið að horfa á stiklu úr heimildarmynd frekar en þátt sem tekur á ákveðnu málefni.
** Myndskeið af mjög drukknu fólki voru allmörg í þættinum. Ég efast um að þeir sem þar komu fram, og voru auðþekkjanlegir, hafi verið sáttir. Þarna var farið talsvert yfir strikið í myndbirtingum.
*** Ég sit ekki með glósubók við sjónvarpið og tók því ekki niður tölur. Minnir þó að Geir Jón hafi sagt að flestallir glæpir, þ.e.a.s. ofbeldisglæpir og kynferðisbrot séu framdir undir áhrifum áfengis (og auðvelt er að botna setninguna: af drukknum karlmönnum).
Efnisorð: heilbrigðismál, Sjónvarpsþættir
<< Home