Góð fyrirmynd
Í Fréttatímanum má lesa viðtal við unga konu sem er sannarlega góð fyrirmynd.
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir hefur unnið fjórtán Íslandsmeistaratitla í borðtennis og hefur nú um tveggja ára skeið verið yfirþjálfari stelpuhópa í borðtennis. Hún lærði á píanó frá átta ára aldri og tók þátt í spurningakeppni grunnskólanna og þegar hún kom í menntaskóla bauð hún sig fram í Gettu betur lið skólans. Í vetur hefur hún keppt í fullorðinskeppninni Útsvari auk þess að þjálfa lið gamla skólans síns í Gettu betur. Allstaðar hefur hún staðið sig vel.
Undanfarið hefur Auður Tinna meðfram spurningakeppnum og íþróttaþjálfun unnið í verslun aðra hverja helgi en einnig sinnt háskólanámi því hún er komin í lögfræðinám („ákvað að verða lögfræðingur sem leggur eitthvað til samfélagsins“) og situr nú í menntamálanefnd Stúdendaráðs fyrir hönd Röskvu — og er þó enn ekki orðin tvítug. Auður Tinna var á nítjánda ári þegar hún lauk stúdentsprófi á þremur árum og þar að auki af þremur brautum: náttúrufræði-, tungumála- og félagsfræðibraut. Hún velti fyrir sér að fara í kynjafræði en lögfræði varð fyrir valinu, en Auði Tinnu finnst sjálfsagt að kalla sig feminista og er stolt af því að vera nörd.
Umhverfi Auðar Tinnu virðist líka vera jákvætt, styðjandi og hvetjandi: fjölskyldan er samheldin og hún á kærasta og góða vini. Sjálf er hún greinilega eldklár, einbeitt, skipulögð, jákvæð, traustur vinur, góður hlustandi og full af kærleika til umhverfis síns.
Fyrir ungar konur og þá sérstaklega stelpur undir tvítugu er Auður Tinna Aðalbjarnardóttir hin besta fyrirmynd sem hægt er að hugsa sér.
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir hefur unnið fjórtán Íslandsmeistaratitla í borðtennis og hefur nú um tveggja ára skeið verið yfirþjálfari stelpuhópa í borðtennis. Hún lærði á píanó frá átta ára aldri og tók þátt í spurningakeppni grunnskólanna og þegar hún kom í menntaskóla bauð hún sig fram í Gettu betur lið skólans. Í vetur hefur hún keppt í fullorðinskeppninni Útsvari auk þess að þjálfa lið gamla skólans síns í Gettu betur. Allstaðar hefur hún staðið sig vel.
Undanfarið hefur Auður Tinna meðfram spurningakeppnum og íþróttaþjálfun unnið í verslun aðra hverja helgi en einnig sinnt háskólanámi því hún er komin í lögfræðinám („ákvað að verða lögfræðingur sem leggur eitthvað til samfélagsins“) og situr nú í menntamálanefnd Stúdendaráðs fyrir hönd Röskvu — og er þó enn ekki orðin tvítug. Auður Tinna var á nítjánda ári þegar hún lauk stúdentsprófi á þremur árum og þar að auki af þremur brautum: náttúrufræði-, tungumála- og félagsfræðibraut. Hún velti fyrir sér að fara í kynjafræði en lögfræði varð fyrir valinu, en Auði Tinnu finnst sjálfsagt að kalla sig feminista og er stolt af því að vera nörd.
Umhverfi Auðar Tinnu virðist líka vera jákvætt, styðjandi og hvetjandi: fjölskyldan er samheldin og hún á kærasta og góða vini. Sjálf er hún greinilega eldklár, einbeitt, skipulögð, jákvæð, traustur vinur, góður hlustandi og full af kærleika til umhverfis síns.
Fyrir ungar konur og þá sérstaklega stelpur undir tvítugu er Auður Tinna Aðalbjarnardóttir hin besta fyrirmynd sem hægt er að hugsa sér.
Efnisorð: feminismi
<< Home