Klám og nauðganir í samböndum
Á Stöð 2 var í gær fjallað um kynferðisofbeldi í samböndum unglinga. Talað var við unga stúlku* sem hafði verið í sambandi við pilt (aldur hans kom ekki fram svo ég tæki eftir, líklega hefur hann verið á svipuðum aldri) og hann horfði mikið á klám og því ofbeldisfyllra klám eftir því sem á leið sambandið sem stóð í fjögur ár. Á þeim tíma virðist hann jafnframt hafa gert kröfu á stelpuna að hún tæki þátt í kynlífi af svipuðu tagi og því sem hann þekkti úr kláminu. Stelpan hefur nú leitað sér hjálpar hjá Stígamótum. Það er ömurlegt að ungar stelpur lendi í svipuðum aðstæðum og hún var og að hugsanlega séu einhverjar (jafnvel margar) í sömu sporum núna.
Þessi umfjöllun Stöðvar 2 rifjaði upp fyrir mér lista sem ég birti á blogginu fyrir mörgum árum. Ég rakst á hann á einhverri bandarískri vefsíðu eða bloggi og fannst hann eiga erindi við íslenska unglinga.** Talsverð áhersla er á að ölvun sé engin afsökun fyrir því að hafa 'kynmök' þar sem ekki er öruggt að stelpan sé viljugur þátttakandi.***
Liður númer 14 virðist eiga við um hið hræðilega samband sem fjallað var um í þættinum. (Assange hefði betur kynnt sér lið 20 og 26.)
Sannarlega vantar meiri jafnréttisfræðslu en þessi listi er líka ágætt umhugsunarefni fyrir stráka.
Svona er listinn, en inngang og lokaorð má lesa í upprunalegu færslunni hér.
___
* Einnig var talað við Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur jafnréttiskennara í Borgarholtsskóla og líka móður stelpunnar. Viðtölin við þær og stelpuna voru mjög áhugaverð. Mér finnst þó að Stöð 2 hefði mátt leggja sig betur fram um að dylja útlit mæðgnanna og breyta röddum þeirra, þær hljóta að hafa verið auðþekktar öllum sem á annað borð þekkja þær. Umfjöllunina og viðtölin má sjá hér. Það er þó réttast að gera einsog Stöð 2 og vara við þeim myndum sem fylgja umfjölluninni.
** Í upphafi, þegar ég byrjaði að blogga, hafði ég oft í huga að einhverjir unglingar gætu rekist á bloggið þegar þeir væru að leita sér að upplýsiingum um kynlíf, klám, nauðganir, fóstureyðingar og þess háttar mál sem unglingar vilja gjarnan eða hafa þörf fyrir að afla sér upplýsinga um. Ekki að ég hafi haldið að ég væri færust um að fræða þau um þessi mál en ég vildi sannarlega kynna þeim annað sjónarhorn en þeir hugsanlega rækjust á annarstaðar. Þessvegna þýddi ég stundum efni eins og þennan lista. Annar listi sem ég þýddi og birti er „hegðunarreglur fyrir karlmenn til að koma í veg fyrir nauðganir“. Það er galli að ég skuli ekki hafa sett tengla á upprunalega textann (og man ekki lengur hvaðan hann er) en í þá daga var talsvert meira maus að setja tengla og ég hirti því lítt um það. Þar að auki er ég ekki launaður blaðamaður og þetta er prívatblogg þannig að skylda mín í þeim efnum er minni en þeirra sem t.d. skrifa á lífstílsmiðlana. Engu að síður er langt síðan ég fór að reyna að setja tengla eins oft og ég get.
(Þess má geta að ekki líður sú vika að ekki komi nokkrir inná síðuna hjá mér í leit að lesefni um fóstureyðingar. Þá er ég voða fegin að hafa skrifað ítarlega um þær.)
*** Nauðgarar segjast oft hafa verið of fullir til að taka eftir að fórnarlamb þeirra sagði nei, barðist á móti, eða var stjarft af skelfingu, þessvegna er lögð áhersla á það að vera ekki að sækjast eftir kynmökum undir áhrifum áfengis. Sé svo stelpan full á auðvitað ekki að notfæra sér það. Þetta þarf að segja unglingum (og jafnvel eldra fólki).
Þessi umfjöllun Stöðvar 2 rifjaði upp fyrir mér lista sem ég birti á blogginu fyrir mörgum árum. Ég rakst á hann á einhverri bandarískri vefsíðu eða bloggi og fannst hann eiga erindi við íslenska unglinga.** Talsverð áhersla er á að ölvun sé engin afsökun fyrir því að hafa 'kynmök' þar sem ekki er öruggt að stelpan sé viljugur þátttakandi.***
Liður númer 14 virðist eiga við um hið hræðilega samband sem fjallað var um í þættinum. (Assange hefði betur kynnt sér lið 20 og 26.)
Sannarlega vantar meiri jafnréttisfræðslu en þessi listi er líka ágætt umhugsunarefni fyrir stráka.
1. Þú ert nauðgari ef þú hellir stelpu fulla og hefur við hana einhverskonar kynmök.
2. Þú ert nauðgari ef þú rekst á fulla stelpu og hefur kynmök við hana.
3. Þú ert nauðgari ef þú drekkur þig fullan og hefur kynmök við stelpu. Ástand þitt er engin afsökun.
4. Ef þið eruð bæði full gætirðu samt verið nauðgari.
5. Ef hún ælir og drepst til skiptist, þá ertu nauðgari.
6. Ef hún er sofandi og þú hefur kynmök við hana, þá ertu nauðgari.
7. Ef hún er meðvitundarlaus og þú hefur við hana kynmök, þá ertu nauðgari.
8. Ef hún er meðvitundarlaus eða á einhvern hátt ófær um að segja „Já“, þá ertu nauðgari.
9. Ef þú gefur henni dóp eða einhver lyf til að sljóvga hana, þá ertu nauðgari.
10. Ef þú rekst á stelpu sem er undir áhrifum lyfja og hefur við hana einhverskonar kynmök, þá ertu nauðgari.
11. Ef þú hefur ekki fyrir því að spyrja hana leyfis og hún segir hvorki „Já“ né „Nei“, þá gætirðu verið nauðgari.
12. Þú ert nauðgari ef þú suðar í henni um að stunda kynlíf með þér. Takist þér að knýja fram „Já“ hjá þreyttu fórnarlambi þýðir það ekki að það sé ekki nauðgun. Þú ert nauðgari.
13. Þú ert nauðgari ef þú reynir að snúa neitun hennar upp í jáyrði með því að ‘kjafta hana til’. Hún er ekki að reyna að láta þig ganga á eftir sér. Þú ert samt nauðgari.
14. Þú ert nauðgari ef þú reynir með kænskubrögðum að fá hana til að samþykkja kynmök sem hún annars vildi ekki. Ef þú segir: „Ef þú elskaðir mig myndirðu gera X“, þá ertu nauðgari. Ef þú segir: „Allir aðrir gera þetta“, þá ertu nauðgari.
15. Ef þú hótar henni eða hagar þér á þann hátt að henni stendur ógn af þér, þá ertu nauðgari. Ef þú æsir þig og verður hávær og pirraður meðan þú reynir að ‘kjafta hana inná’ að hafa við þig kynmök, þá ertu nauðgari.
16. Þú ert nauðgari ef þú hættir ekki strax að káfa á henni þegar hún segir „Nei“. Þú ert nauðgari ef þú hættir en byrjar aftur 10 mínútum seinna og hún lætur að lokum undan.
17. Þú ert nauðgari ef þú leyfir henni ekki að sofa í friði heldur vekur hana upp á kortérs fresti til að biðja um kynmök. Að meina einhverjum um svefn flokkast undir pyntingar og þú ert nauðgari.
18. Ef þið eruð í keleríi og þið eruð nakin og þú ert búinn að sleikja hana en hún vill ekki meira og þú hefur samt við hana samfarir, þá ertu nauðgari.
19. Ef þið eruð í miðjum samförum og hún segir „Stopp“ eða „Nei“ – sama á hvaða tímapunkti - og þú hættir ekki, þá ertu nauðgari.
20. Ef hún sagði „Já“ við því að hafa við þig samfarir, en með því skilyrði að þú notaðir smokk og hann rifnar og þú heldur áfram, þá ertu nauðgari.
21. Ef þú hittir hana í partýi og hún sagðist vera að leita sér að bólfélaga fyrir nóttina en segist svo vera hætt við og þú heldur áfram, þá ertu nauðgari.
22. Ef hún skiptir um skoðun á einhverjum tímapunkti af einhverri ástæðu og þú hættir ekki strax eða reynir ‘kjafta hana til’, þá ertu nauðgari.
23. Ef hún segir „Nei“, þá ertu nauðgari – enda þótt þú hafir ekki slegið hana.
24. Þó þú sért ekki með hníf eða annað vopn, þá ertu samt nauðgari, ef hún hefur neitað.
25. Þó þú sért vinur hennar eða kærasti geturðu samt verið nauðgari.
26. Ef þið höfðuð samfarir kvöldið áður og þú beitir hana þrýstingi til að stunda kynlíf í morgunsárið, þó hún hafi ekki viljað það, þá ertu nauðgari.
27. Ef þið hafið haft samfarir hundrað sinnum en hún vill það ekki í hundraðasta og fyrsta skiptið, þá ertu nauðgari.
28. Ef þú notar fingur þína, tungu, eða kynfæri á endaþarm hennar, kynfæri eða munn, án hennar samþykkis, þá ert þú nauðgari.
29. Stelpum ber ekki skylda til að stunda kynlíf með þér.
30. Sama hvað þú eyðir miklum peningum í hana, það gefur þér aldrei rétt til neinskonar kynmaka.
31. Þó klæðnaður hennar undirstriki brjóstaskoruna eða fótleggina, hefurðu ekki rétt á kynmökum með henni.
32. Þó hún ‘æsi þig’, hefurðu ekki rétt á kynmökum með henni.
33. Ef hún hefur átt samfarir við hvern einasta náunga í 10 kílómetra radíus en neitar þér og þú hefur samt kynmök við hana, þá ertu nauðgari.
34. Fatnaður hennar er engin afsökun fyrir að nauðga henni. Klæðleysi hennar er ekki ástæða til að nauðga henni. Þó hún væri í g-strengnum einum fata er það hvorki ástæða né afsökun fyrir að nauðga henni, né heldur hefurðu nokkurn rétt til þess.
35. Ef þú verður vitni að nauðgun án þess að kalla á lögregluna, þá ertu jafn slæmur og nauðgarinn, og ert líklega nauðgari sjálfur.
36. Ef þú berst ekki gegn nauðgunum, þá ertu samþykkur þeim.
37. Ef þú trúir ekki stelpu þegar hún segir að sér hafi verið nauðgað, þá ertu að hvetja til nauðgana.
38. Ef þú ákveður að vera áfram vinur stráks sem hefur nauðgað stelpu, þá ertu að hvetja til nauðgana.
39. Þó þú játir fyrir yfirvöldum eða einhverjum öðrum að þú hafir nauðgað stelpu, þá ertu ekki þar með allt í einu orðinn góði gæinn. Þú verður það aldrei aftur, heldur ertu nauðgari.
40. Ef þú hefur ‘bara’ nauðgað einni stelpu, þá ertu samt nauðgari
Svona er listinn, en inngang og lokaorð má lesa í upprunalegu færslunni hér.
___
* Einnig var talað við Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur jafnréttiskennara í Borgarholtsskóla og líka móður stelpunnar. Viðtölin við þær og stelpuna voru mjög áhugaverð. Mér finnst þó að Stöð 2 hefði mátt leggja sig betur fram um að dylja útlit mæðgnanna og breyta röddum þeirra, þær hljóta að hafa verið auðþekktar öllum sem á annað borð þekkja þær. Umfjöllunina og viðtölin má sjá hér. Það er þó réttast að gera einsog Stöð 2 og vara við þeim myndum sem fylgja umfjölluninni.
** Í upphafi, þegar ég byrjaði að blogga, hafði ég oft í huga að einhverjir unglingar gætu rekist á bloggið þegar þeir væru að leita sér að upplýsiingum um kynlíf, klám, nauðganir, fóstureyðingar og þess háttar mál sem unglingar vilja gjarnan eða hafa þörf fyrir að afla sér upplýsinga um. Ekki að ég hafi haldið að ég væri færust um að fræða þau um þessi mál en ég vildi sannarlega kynna þeim annað sjónarhorn en þeir hugsanlega rækjust á annarstaðar. Þessvegna þýddi ég stundum efni eins og þennan lista. Annar listi sem ég þýddi og birti er „hegðunarreglur fyrir karlmenn til að koma í veg fyrir nauðganir“. Það er galli að ég skuli ekki hafa sett tengla á upprunalega textann (og man ekki lengur hvaðan hann er) en í þá daga var talsvert meira maus að setja tengla og ég hirti því lítt um það. Þar að auki er ég ekki launaður blaðamaður og þetta er prívatblogg þannig að skylda mín í þeim efnum er minni en þeirra sem t.d. skrifa á lífstílsmiðlana. Engu að síður er langt síðan ég fór að reyna að setja tengla eins oft og ég get.
(Þess má geta að ekki líður sú vika að ekki komi nokkrir inná síðuna hjá mér í leit að lesefni um fóstureyðingar. Þá er ég voða fegin að hafa skrifað ítarlega um þær.)
*** Nauðgarar segjast oft hafa verið of fullir til að taka eftir að fórnarlamb þeirra sagði nei, barðist á móti, eða var stjarft af skelfingu, þessvegna er lögð áhersla á það að vera ekki að sækjast eftir kynmökum undir áhrifum áfengis. Sé svo stelpan full á auðvitað ekki að notfæra sér það. Þetta þarf að segja unglingum (og jafnvel eldra fólki).
Efnisorð: blogg, fóstureyðingar, karlmenn, Klám, Nauðganir
<< Home