Saklausu karlmennirnir og konur sem voga sér að komast í uppnám
Ólafur Ragnarsson ·
„Þessi pistill er mjög vel skrifaður hjá Evu og kemur vel að kjarna málsins þegar kemur að öfugri sönnunarbyrði. Það held ég að allir hljóti að vera sammála að ef eitthvað er skelfilegra en glæpurinn sjálfur, er að dæma saklausa manneskju fyrir glæpinn. Ég held að þeir sem hoppa upp í nef sér og hrauna yfir Evu ættu að lesa og ígrunda það sem hún er að segja áður en þeir setjast í dómarasætið í heilagri vandlætingu.“
— Nei, það eina sem er alvarlegra en nauðgun er morð. Morð. Ekki að hugsanlega einhver verði hugsanlega dæmdur fyrir glæp sem hann ekki framdi (og það er ekki líklegra að vera dæmdur saklaus fyrir nauðgun heldur en vera dæmdur saklaus fyrir morð, eða aðra glæpi). Það er ekki verra að vera sakaður um nauðgun en verða fyrir nauðgun.
Athugasemdin hér að ofan, eftir einhvern Ólaf Ragnarsson er skrifuð í tilefni af enn einni skítasendingunni úr þeirri áttinni þar sem feministum er ávallt ætlað að vilja fangelsa saklausa menn. Sífellt er dregið í efa að konur kæri nauðgun vegna þess að þær verði fyrir nauðgun. Enda eru karlmenn í hrönnum hæstánægðir með þessi skilaboð.
Oskar Steinn · Vinnur hjá Frá A til Ö
„Enn og aftur vekur Eva upp spurningar sem mörgum finnst erfitt að svara :)“
Friðrik Höskuldsson · Navigating Officer hjá Landhelgisgæslan
„Allt of satt, vel gert Eva. Það máttu sannarlega eiga.“
Andri Bergmann · Reykjavík, Iceland
„Rosalega vel skrifaður pistill. Sammála mjög mörgu þarna.“
Ein kona, Katrín, skrifar athugsemdir, og er greinilega mjög mikið niðri fyrir en færir engin rök fyrir máli sínu. Þess vegna hrúgast inn athugasemdir þar sem hún er rökkuð niður — þó hefur hún strax í upphafi sagt að hún hafi orðið fyrir þessháttar ofbeldi sem um er rætt, þ.e.a.s. nauðgun. Fær hún einhverja samúð, skilning? Nei, það er níðst á henni í andskotans athugasemdakerfinu.
Óli Jón Gunnarsson · Kvikmyndaskóli Íslands
„Hoppað þú nú bara í læk Katrín með þessi tilgangslausu skítlegu komment.“
Jóhann Friðrik Unnsteinsson ·
„Hún er allavega ekki ræfill...þú ræðst á manneskjuna Í staðinn fyrir að ræða málið á málefnalegum grundvelli og koma með rök.“
Þessi er auðvitað bestur:
Kristján Birnir Ívansson · Uni. Akureyri
„Spurning hvort Katrin Bjarkadóttir haf gerst sek um eitthvað sem ef er að benda á í skrifum sínum.“
Hún hlýtur auðvitað að vera að ljúga að sér hafi verið nauðgað!
Það hefur enginn lært neitt af þessu myndaalbúmi sem var stillt upp um daginn: að benda fólki á kvenfyrirlitninguna skilaði engu, það hleypti kvenhöturum og öðrum andfeministum bara kappi í kinn. Nauðgaravinir og nauðgaraverjendur fylkja liði ef eitthvað er.
Mig flökrar við þessu hyski.
Efnisorð: Nauðganir
<< Home