Dulsmál
Ég er, eins og Jenný Anna, mjög ósátt við að konan sem réði nýfæddu barni sínu bana sé undir smásjá fjölmiðla meðan á réttarhöldum yfir henni stendur. Mér finnst algert hneyksli að helvítis vændiskúnnarnir hafi sloppið nafnlausir gegnum dómskerfið en réttað sé fyrir opnum tjöldum yfir þessari konu. Og ég spyr mig líka að því hvort það sé vegna þess að hún er útlendingur.
Mér finnst reyndar líka verulega sérkennilegt að saksóknari haldi því fram að ekki sé um dulsmál að ræða. Þó eru þau sakamál kölluð dulsmál „þar sem móðir deyðir barn sitt í fæðingu eða undir eins og það er fætt og ætla má að það sé gert vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands móður við fæðingu.“ Án þess að ég viti nokkuð um hugsanir eða tilfinningar konunnar á þeirri stundu sem hún eignaðist barnið þá finnst mér líklegt að eitthvað af þessu eigi við.
Ég veit mjög lítið um dulsmál annað en það sem ég hef lesið um sögur aftan úr öldum. Konur báru þá út börn sín og ég held að flest nútímafólk leggi þann skilning á málin að þar hafi verið um neyð að ræða. Lengi vel var það dauðasök að eignast börn í lausaleik. Eftir að þau ólög voru lögð af voru börn sem þannig urðu til litin hornauga af húsbændum og öðru yfirvaldi. Allt þetta stuðlaði að því að konur gripu til þess óyndisúrræðis að fyrirkoma börnum sínum.
Undanfarin ár hafa borist fréttir utanúr heimi um konur sem, eins og þessi kona sem nú er fyrir dómstólum, segjast ekki hafa vitað að þær væru barnshafandi fyrr en allteinu að þær fæða barn. Þó manni þyki það óskiljanlegt þá virðist þetta koma þeim mjög á óvart og þær panikka og skilja barnið eftir á klósettinu þar sem það fæddist. Stundum finnst barnið lifandi, stundum ekki. Ekkert af þessu virðist vera af yfirlögðu ráði, heldur af ótta.
Hvernig sem á því stendur að þessi kona í þessu tilviki varð þess valdandi að vesalings barnið dó, þá er fullkomlega óviðeigandi að leyfa fjölmiðlum að smjatta á yfirheyrslum yfir henni, fullkomlega óviðeigandi að taka af henni myndir, lýsa svipbrigðum hennar og nafngreina hana. Ef einhverstaðar á við að nota frasann „mannlegur harmleikur“, þá er það hér.
Mér finnst reyndar líka verulega sérkennilegt að saksóknari haldi því fram að ekki sé um dulsmál að ræða. Þó eru þau sakamál kölluð dulsmál „þar sem móðir deyðir barn sitt í fæðingu eða undir eins og það er fætt og ætla má að það sé gert vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands móður við fæðingu.“ Án þess að ég viti nokkuð um hugsanir eða tilfinningar konunnar á þeirri stundu sem hún eignaðist barnið þá finnst mér líklegt að eitthvað af þessu eigi við.
Ég veit mjög lítið um dulsmál annað en það sem ég hef lesið um sögur aftan úr öldum. Konur báru þá út börn sín og ég held að flest nútímafólk leggi þann skilning á málin að þar hafi verið um neyð að ræða. Lengi vel var það dauðasök að eignast börn í lausaleik. Eftir að þau ólög voru lögð af voru börn sem þannig urðu til litin hornauga af húsbændum og öðru yfirvaldi. Allt þetta stuðlaði að því að konur gripu til þess óyndisúrræðis að fyrirkoma börnum sínum.
Undanfarin ár hafa borist fréttir utanúr heimi um konur sem, eins og þessi kona sem nú er fyrir dómstólum, segjast ekki hafa vitað að þær væru barnshafandi fyrr en allteinu að þær fæða barn. Þó manni þyki það óskiljanlegt þá virðist þetta koma þeim mjög á óvart og þær panikka og skilja barnið eftir á klósettinu þar sem það fæddist. Stundum finnst barnið lifandi, stundum ekki. Ekkert af þessu virðist vera af yfirlögðu ráði, heldur af ótta.
Hvernig sem á því stendur að þessi kona í þessu tilviki varð þess valdandi að vesalings barnið dó, þá er fullkomlega óviðeigandi að leyfa fjölmiðlum að smjatta á yfirheyrslum yfir henni, fullkomlega óviðeigandi að taka af henni myndir, lýsa svipbrigðum hennar og nafngreina hana. Ef einhverstaðar á við að nota frasann „mannlegur harmleikur“, þá er það hér.
Efnisorð: dómar, Fjölmiðlar
<< Home