Karlar sem geta nú haldið áfram að hata konur
Jæja, hjúkk. Nú þarf ekki lengur að spá í hvað fær karla til að úthella sora yfir konur almennt og feminista sérstaklega, því það fundust ummæli þar sem kona sagði ljóta hluti um konur. Tvenn ummæli, tvær konur. Þar með er búið að afgreiða myndaalbúmið þar sem fjöldinn allur af svívirðingum karla í garð kvenna er birtur.
Nei, það þarf aldrei að ræða það meir því syndug kona kastaði fyrsta steininum og úr glerhúsi í þokkabót (gott ef hún var ekki ósmekklega til fara á lögfræðilegan mælikvarða). Þökk sé þeim sem sáu að í óefni stefndi og að karlar þyrftu eftilvill að líta í eigin barm og kynbræðra sinna og spá í hversvegna þeir kysu að tala svona um og við konur. Nú þurfa þeir barasta ekkert að gera það, komnir með löglega afsökun því hún þarna sko er baharasta ekkert betri sko. Og hefur hún þó verið að benda á samfélagsmein.
Ein birtingarmynd þess samfélagsmeins er orðbragð sem karlmenn viðhafa um konur, um feminista og svo vörnin sem þeir hlaupa í fyrir alla nauðgara og þá sem kærðir eru fyrir nauðgun. Þeim þykir það auðvitað ekki bera vott um andstyggðarhugsunarhátt í garð kvenna að flykkjast sífellt á vettvang þar sem rætt er um nauðganir og þylja möntruna sína um að konur ljúgi nauðgunum uppá karlmenn (ástæður taldar upp) og að margur saklaus maðurinn liggi óvígur eftir slíkar lygaherferðir.
Önnur birtingarmynd er sú að árlega koma hundruð kvenna á neyðarmóttöku vegna nauðgana og undanfarin ár hafa verið framin tvö morð á ári þarsem karlmaður drepur konu. Að sjálfsögðu sjá karlmenn ekkert samhengi milli viðhorfs til kvenna, orðbragðs sem notað er við og um konur og þess að konum er beinlínis nauðgað og að konur eru beinlínis drepnar. Alls óskyld mál auðvitað að þeirra mati, enda allir bara einstaklingar á rangli og ekkert til sem heitir samfélag.
Aldrei fást karlmennirnir sem flykkjast á umræðuþræði til að ræða lygasjúkar konur til að skilja hver þeirra hlutur er í skjaldborginni sem slegin er um karlmenn sem sakaðir eru um nauðgun — sem er auðvitað ekkert annað en stuðningur við nauðganir — og ekki dettur þeim í hug að nær væri að standa með fórnarlambinu, a.m.k. þar til í ljós kemur fyrir dómstólum að stelpugálan var að ljúga eins og allar hinar. Nei, þeim þykir öruggast að standa með sínum mönnum alla leið (samt bannað að kalla þá nauðgaravini). Og svo eru þeir hissa að lenda í myndamöppu með mönnum sem nota ljótt orðbragð, eins og það sé ekki bara önnur birtingarmynd sama hugsunarháttar.
En fínt samt að þurfa ekki að spá í það meir. Komnir með nýja konu í sigtið sem bættist í hóp Sóleyjar Tómasardóttur og Höllu Gunnarsdóttur sem kona sem karlmenn eru stoltir af að hata, gefið hefur verið veiðileyfi á hana. Enda benti hún á sannleika og það má ekki.
Nei, það þarf aldrei að ræða það meir því syndug kona kastaði fyrsta steininum og úr glerhúsi í þokkabót (gott ef hún var ekki ósmekklega til fara á lögfræðilegan mælikvarða). Þökk sé þeim sem sáu að í óefni stefndi og að karlar þyrftu eftilvill að líta í eigin barm og kynbræðra sinna og spá í hversvegna þeir kysu að tala svona um og við konur. Nú þurfa þeir barasta ekkert að gera það, komnir með löglega afsökun því hún þarna sko er baharasta ekkert betri sko. Og hefur hún þó verið að benda á samfélagsmein.
Ein birtingarmynd þess samfélagsmeins er orðbragð sem karlmenn viðhafa um konur, um feminista og svo vörnin sem þeir hlaupa í fyrir alla nauðgara og þá sem kærðir eru fyrir nauðgun. Þeim þykir það auðvitað ekki bera vott um andstyggðarhugsunarhátt í garð kvenna að flykkjast sífellt á vettvang þar sem rætt er um nauðganir og þylja möntruna sína um að konur ljúgi nauðgunum uppá karlmenn (ástæður taldar upp) og að margur saklaus maðurinn liggi óvígur eftir slíkar lygaherferðir.
Önnur birtingarmynd er sú að árlega koma hundruð kvenna á neyðarmóttöku vegna nauðgana og undanfarin ár hafa verið framin tvö morð á ári þarsem karlmaður drepur konu. Að sjálfsögðu sjá karlmenn ekkert samhengi milli viðhorfs til kvenna, orðbragðs sem notað er við og um konur og þess að konum er beinlínis nauðgað og að konur eru beinlínis drepnar. Alls óskyld mál auðvitað að þeirra mati, enda allir bara einstaklingar á rangli og ekkert til sem heitir samfélag.
Aldrei fást karlmennirnir sem flykkjast á umræðuþræði til að ræða lygasjúkar konur til að skilja hver þeirra hlutur er í skjaldborginni sem slegin er um karlmenn sem sakaðir eru um nauðgun — sem er auðvitað ekkert annað en stuðningur við nauðganir — og ekki dettur þeim í hug að nær væri að standa með fórnarlambinu, a.m.k. þar til í ljós kemur fyrir dómstólum að stelpugálan var að ljúga eins og allar hinar. Nei, þeim þykir öruggast að standa með sínum mönnum alla leið (samt bannað að kalla þá nauðgaravini). Og svo eru þeir hissa að lenda í myndamöppu með mönnum sem nota ljótt orðbragð, eins og það sé ekki bara önnur birtingarmynd sama hugsunarháttar.
En fínt samt að þurfa ekki að spá í það meir. Komnir með nýja konu í sigtið sem bættist í hóp Sóleyjar Tómasardóttur og Höllu Gunnarsdóttur sem kona sem karlmenn eru stoltir af að hata, gefið hefur verið veiðileyfi á hana. Enda benti hún á sannleika og það má ekki.
<< Home