Stígamót sem skotmark andfeminista og nauðgaraverjenda
Ég hef fátt að segja um þá umræðu sem nú fer fram og á upptök sín hjá mjög sérkennilega innréttuðu fólki, svo ég segi ekki illgjörnu. Aðallega er ég orðlaus en svo hefur ágætt fólk lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að svara árásum þessa illa innrætta fólks á Stígamót og því hefur verið auðvelt að sitja þegjandi (þrátt fyrir hækkaðan blóðþrýsting).
Einhvernveginn finnst mér fólk sem ræðst á Stígamót vera allt eins líklegt til að brjóta rúður í barnaspítala Hringsins, svo furðulegt finnst mér valið á skotmarki. Á Stígamótum hafa margar konur (og börn og karlmenn) komið niðurbrotnar og sumar í sjálfsvígshugleiðingum. Á Stígamótum mæta þær skilningi og þolinmæði og fá hjálp til að byggja sig upp. En þeir sem eru í liði með nauðgurum líta greinilega á Stígamót sem samansafn óvina sem ber að gera tortryggilega.
Hér á eftir fara örfá ummæli þeirra sem hafa undanfarið staðið í deilum við Stígamótahatandi nauðgaraverjendur* (og staðið sig vel), þarna koma fram mikilvægir punktar.
Ég skrifaði pistil fyrir margt löngu um mál þar sem nauðgari var sýknaður af að hafa nauðgað 14 ára stúlku. Niðurlag hans rímar talsvert við orð Önnu Bentínu, en það er svona:
„Það er ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að komast í hóp þeirra kvenna sem hafa verið nauðgað. Ekki veit ég um neina konu sem er sársvekkt yfir að hafa ekki verið gestur á Stígamótum. Engin kona sem ég þekki óskar sér þess að komast í sýnistöku á Neyðarmóttökunni eða skýrslutöku hjá lögreglunni.
Kannski þekki ég bara ekki réttu konurnar. Kannski eru Stígamót með æsileg skemmtikvöld sem aðeins útvaldar (nauðgaðar) komast inná og allt til vinnandi að komast þar inn – jafnvel að ljúga óhæfuverkum uppá einhvern sakleysingjann. Eða kannski útdeilir Neyðarmóttakan VIP-pössum þannig að konur sem segja að sér hafi verið nauðgað komist fram fyrir röð við skemmtistaði. Kannski er starfræktur klúbbur þar sem konur sitja og segja skemmtilegustu lygasögurnar við dynjandi undirtektir undirförulla feminista. Ferðavinningar í boði fyrir þær sem koma alsaklausum hjartahreinum dúllustrákum bak við lás og slá. Aldrei að vita.“
___
* Fyrir fólk sem ekki þekkir þessa umræðu og veit ekki hverjir þessir Stígamótahatandi nauðgaraverjendur eru, þá er það nokkuð ljóst í umræðuþræðinum á eftir þessari grein. Fólkið sem ég vitna í hér að ofan á við það fólk þegar það segir „þið“ og „þú“, en ég tók nöfn þeirra út, nóg er skömm þeirra samt.
Einhvernveginn finnst mér fólk sem ræðst á Stígamót vera allt eins líklegt til að brjóta rúður í barnaspítala Hringsins, svo furðulegt finnst mér valið á skotmarki. Á Stígamótum hafa margar konur (og börn og karlmenn) komið niðurbrotnar og sumar í sjálfsvígshugleiðingum. Á Stígamótum mæta þær skilningi og þolinmæði og fá hjálp til að byggja sig upp. En þeir sem eru í liði með nauðgurum líta greinilega á Stígamót sem samansafn óvina sem ber að gera tortryggilega.
Hér á eftir fara örfá ummæli þeirra sem hafa undanfarið staðið í deilum við Stígamótahatandi nauðgaraverjendur* (og staðið sig vel), þarna koma fram mikilvægir punktar.
„Hvað Stígamót varðar að þær séu að blása upp vandann þá er langt frá því að allir þolendur kynferðisofbeldis leiti þangað. Af þeim ellefu konum sem ég þekki sem allar urðu fyrir grófu ofbeldi mismiklu þó leitaði aðeins ein þeirra til stígamóta, ekkert af þessum nauðunum var kærð. Og trúir einhver mér núna að ég sé að segja satt, nei ég á ekki von á því, það vantar allar sannanir, lögregluskýrslur, DNA, áverkavottorð, játningar. ákærur, dóm í héraði og Hæstaréttardóma, og hefði stór hluti þessara mála endað með dómi? Kannski eitt, með séráliti Jóns Steinars?“
(Hafþór Jóhannsson)
„(Þau) virdast vera i herferd gegn jafnrettisbarrattu kvenna, og gegn fornarlombum kynferdisofbeldis. Thau nota hvert taekifaeri sem gefst til ad gera litid ur jafnrettisbarattunni.“
(Margrét Valdimarsdóttir)
„Hvaða ástæðu hefur þú til að halda þessum hræðilegum hlutum fram um "stelpur" og Stígamótakonur? Stelpur fara ekki í Stígamót bara vegna þess að þær sjá eftir því að hafa sofið hjá strákum (það er þreytt mýta feðraveldisins sem mér finnst ótrúlegt að þú skulir trúa á) og starfsfólk Stígamóta er ekki illa innrætt, þvert á móti, ég get fullvissað þig um þetta tvennt! Það er erfitt að fá fórnarlömb kynferðisofbeldis til að taka það skref að fara í Stígamót og þegar þau loksins fara má strax sjá batamerki. Þetta er ótrúlega göfugt og þarft starf sem er unnið þarna. Kynferðisofbeldi er mun algengara en almennt hefur verið talið vegna þess að það hefur alltaf verið þaggað niður, fórnarlömb skammast sín og halda að það sem kom fyrir sé þeim sjálfum að kenna og segja ekki frá. Þetta er nýbyrjað að breytast og þess vegna eru fleiri og fleiri brot að koma í sviðsljósið.“
(Hildur Guðbjörnsdóttir)
„Þið byrjið á því að kasta rýrð á skýrslu Stígamóta og þeirra skilgreiningu með því að gera þá kröfu að Stígamót skilgreini kynferðisofbeldi með nákvæmlega sama hætti og löggjafarvaldið (eða lögreglan, eða dómsvaldið, eftir því sem best á við).
Stígamót eiga alveg að geta sett fram sína eigin tölfræði á eigin forsendum, út frá eigin empírísku niðurstöðum. Samtökin gera ágætlega grein fyrir þeim. Það virðist svo alltént ekki skorta gagnrýnendurnar. Þetta er væntanlega ritrýndasta skýrsla norðan Alpafjalla.
Með þessum hætti gæti ég alveg eins gert athugasemd við ykkar skoðanir á innflytjendamálum (af því að ég lesið pistlana ykkar) af því að þær eru ekki fyllilega samrýmanlegar þeim sem Útlendingastofnun hefur.“
(Arnaldur Grétarsson)
„Það er svo gaman að sjá hvað fólk heldur að Stígamótakonur séu skemmtilegar að það nenni að mæta til okkar og uppdikta sögur um kynferðisofbeldi sem það hefur jafnvel haft "góða reynslu" af, en við skrumskælum sem kynferðisofbeldi. Fólkið sem leitar á Stígamót skilgreinir sjálft sitt ofbeldi, ekki við. Ég efast um að manneskja nenni að leita til okkar jafnvel árum saman af misskilningi eða af því að henni liði illa yfir einhverju lélegu kynlífi.“
(Anna Bentína Hermansen)
Ég skrifaði pistil fyrir margt löngu um mál þar sem nauðgari var sýknaður af að hafa nauðgað 14 ára stúlku. Niðurlag hans rímar talsvert við orð Önnu Bentínu, en það er svona:
„Það er ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að komast í hóp þeirra kvenna sem hafa verið nauðgað. Ekki veit ég um neina konu sem er sársvekkt yfir að hafa ekki verið gestur á Stígamótum. Engin kona sem ég þekki óskar sér þess að komast í sýnistöku á Neyðarmóttökunni eða skýrslutöku hjá lögreglunni.
Kannski þekki ég bara ekki réttu konurnar. Kannski eru Stígamót með æsileg skemmtikvöld sem aðeins útvaldar (nauðgaðar) komast inná og allt til vinnandi að komast þar inn – jafnvel að ljúga óhæfuverkum uppá einhvern sakleysingjann. Eða kannski útdeilir Neyðarmóttakan VIP-pössum þannig að konur sem segja að sér hafi verið nauðgað komist fram fyrir röð við skemmtistaði. Kannski er starfræktur klúbbur þar sem konur sitja og segja skemmtilegustu lygasögurnar við dynjandi undirtektir undirförulla feminista. Ferðavinningar í boði fyrir þær sem koma alsaklausum hjartahreinum dúllustrákum bak við lás og slá. Aldrei að vita.“
___
* Fyrir fólk sem ekki þekkir þessa umræðu og veit ekki hverjir þessir Stígamótahatandi nauðgaraverjendur eru, þá er það nokkuð ljóst í umræðuþræðinum á eftir þessari grein. Fólkið sem ég vitna í hér að ofan á við það fólk þegar það segir „þið“ og „þú“, en ég tók nöfn þeirra út, nóg er skömm þeirra samt.
Efnisorð: Nauðganir
<< Home