föstudagur, mars 30, 2012

Sjálfstæðisflokksfávitar IV

Ég er ekki ein þeirra sem taldi brýnasta úrlausnarefnið að breyta stjórnarskránni en styð samt að það sé gert. En það er óþolandi hvernig Sjálfstæðismenn hafa hegðað sér undanfarna daga í þinginu. Tókst auðvitað með málþófi sínu að koma í veg fyrir að málið yrði klárað í tíma. Þar tókst þeim að vinna áfangasigur í því máli, eflaust eru þeir kampakátir með það. Það sem þeir eru þó ekki síst að gera er að eyðileggja fyrir ríkisstjórninni bara til að geta sagt að hún hafi ekki staðið loforð sitt um að stjórnarskránni yrði breytt. Það er ein ástæða þess að þeir þvælast fyrir öllum málum. Tefja tímann til að geta svo bent á að „ríkisstjórnin dragi lappirnar“.

Svo lýsa þeir yfir inn á milli að þeir „styðji auðvitað öll góð mál“, en eru í raun að nota gömlu taktíkina að vera á móti öllum málum jafnvel þótt þeir séu sammála þeim.

Ef einhver safnar saman upplýsingum og kallar möppuna Konur sem hata Sjálfstæðismenn, bætið mér endilega við.

Efnisorð: