Karlmaður kaupir vændi, mynd birt af konu
Þegar fjölmiðlar fjalla um vændi bregst ekki að þeir birta myndir af fáklæddum konum. Þetta á jafnvel við um þegar þeir eru að fjalla beinlínis um vændiskúnna. Nú í morgun birtist frétt á RÚV, vef Ríkisútvarpsins, þar sem sagt er frá því að „maðurinn bakvið“ sænskt fótboltalið hafi verið dæmdur fyrir kaup á vændi. Mynd er látin fylgja fréttinni en myndin er ekki af vændiskúnnanum, sem þó er vandlega nafngreindur (enda ekki hefð fyrir því í Svíþjóð að hlífa þeim sem brjóta lög sem banna vændiskaup þó íslenskir dómarar haldi hlífiskildi yfir þannig mönnum), heldur er myndin af konu sem spilar með fótboltaliðinu. Fyrirsögnin er: Fótboltaforkólfur keypti vændi, undir myndinni stendur Löfgren fékk brasilísku stjörnuna Mörtu til liðs við Tyresö. Þegar þessir tveir textar eru lesnir saman er varla hægt að fá út aðra útkomu en Marta þessi sé vændiskona sem fótboltaforkólfurinn hafi borgað fyrir, hún sé vændiskonan í málinu.
Ég efast ekki um að einhverstaðar er hægt að finna mynd af vændiskúnnanum Hans Löfgren. Það hefði kannski verið nær að birta mynd af honum en konu sem vill svo til að spilar fótbolta með sænska liðinu sem hann starfaði fyrir en kemur ólöglegum vændiskaupum hans ekkert við.
Kannski þykir fréttamönnum nauðsynlegt að fela andlit vændiskúnna, rétt eins og þeim þykir nauðsynlegt að hafa ekki myndir af karlmönnum yfirleitt þegar myndskreyta á fréttir um vændi, stripp, nauðganir eða annað ofbeldi gegn konum. Þá er iðulega birt mynd af misjafnlega fáklæddri konu eða konu sem hniprar sig saman. En karlmenn, nei, það má nú ekki bendla þá of mikið við glæpina sem þeir fremja.
Ég efast ekki um að einhverstaðar er hægt að finna mynd af vændiskúnnanum Hans Löfgren. Það hefði kannski verið nær að birta mynd af honum en konu sem vill svo til að spilar fótbolta með sænska liðinu sem hann starfaði fyrir en kemur ólöglegum vændiskaupum hans ekkert við.
Kannski þykir fréttamönnum nauðsynlegt að fela andlit vændiskúnna, rétt eins og þeim þykir nauðsynlegt að hafa ekki myndir af karlmönnum yfirleitt þegar myndskreyta á fréttir um vændi, stripp, nauðganir eða annað ofbeldi gegn konum. Þá er iðulega birt mynd af misjafnlega fáklæddri konu eða konu sem hniprar sig saman. En karlmenn, nei, það má nú ekki bendla þá of mikið við glæpina sem þeir fremja.
Efnisorð: Fjölmiðlar, vændi
<< Home