Spilað út í beinni
Eftir nýjasta útspil Ólafs Ragnars Grímssonar, þar sem hann þykist aldrei hafa sagt það sem til er skjalfest að hann sagði um að hætta hugsanlega á miðju kjörtímabili, þykir mér með ólíkindum ef fylgið hrynur ekki af honum. Það má allavega mikið vera ef fleiri bætast í hóp þeirra sem nú þegar eru svo vitlausir að vilja kjósa hann. Urr hans og gelt í átt að helsta keppinauti hans og eiginmanni hennar er einstaklega ósmekklegt, og er vart á bætandi hans fyrri hegðun í embætti (sjá t.d. áramótaskaup 2009).
Eftir nýjasta útspil Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar — hann er líka að spila út eins og forsetinn — getur ekki verið að hann fái að stíga í pontu alþingis oftar. Meira segja Vigdís Hauksdóttir hlýtur að hafa tekið hann á eintal og segja honum að það séu takmörk hversu mikið rugl er hægt að láta útúr sér fyrir framan sjónvarpsvélar þingsins.
Eftir nýjasta útspil Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar — hann er líka að spila út eins og forsetinn — getur ekki verið að hann fái að stíga í pontu alþingis oftar. Meira segja Vigdís Hauksdóttir hlýtur að hafa tekið hann á eintal og segja honum að það séu takmörk hversu mikið rugl er hægt að láta útúr sér fyrir framan sjónvarpsvélar þingsins.
Efnisorð: pólitík
<< Home