laugardagur, nóvember 07, 2020

Til hamingju, Bandaríkin!

 Það er einstaklega gleðilegt að Bandaríkjamenn hafi haft þá gæfu að kjósa Trump úr embætti. Að við taki hógvær og kurteis forseti er mikill léttir. Og þvílík tíðindi sem í vali hans á varaforseta eru fólgin: kona af svörtum og indverskum uppruna. Mikið fagnaðarefni. 

Líkurnar á að fráfarandi fáviti verði með vesen — og jafnvel kyndi undir  borgarastyrjöld —  eru þó enn talsverðar. Það er því ekki með sanni hægt að varpa öndinni léttar fyrr en í lok janúar þegar Joe Biden, Jill eiginkona hans með doktorsgráðuna og hundarnir tveir Major og Champ flytja inn í Hvíta húsið.



Efnisorð: