föstudagur, júní 26, 2020

Með því óhugnanlegra sem gerst hefur síðustu ár

Fyrirsögnin hér er sú sama og Kjarninn notar og er umorðun á svari slökkviliðsstjóra um brunann mannskæða á Bræðraborgarstíg. Það er erfitt að koma eigin orðum að þessum voðalega atburði svo að hér verður farin sú leið að vitna til þess sem aðrir hafa sagt eða bent á sem ég tek undir eða finnst athyglivert. Þetta er hvorki í mikilvægis- né tímaröð en mest fengið af Twitter en einnig úr fjölmiðlum og vonandi skila sér slóðir á upprunastað.


Atli Fannar @atlifannar:
„Þrír látnir í brunanum í gær. Þessi umfjöllun Stundarinnar um húsið er rúmlega fjögurra ára gömul. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þennan harmleik.“
— Greinin sem Atli Fannar vísar á í Stundinni: Kvartar undan „óhæfum mannabústað“ í Vesturbænum (16. des 2015) og önnur frá því í fyrra um húsnæðisaðstæður þúsunda: Huldufólkið: Þúsundir búa í iðnaðarhverfum, þar af 860 börn:
„Á bil­inu fimm til sjö þús­und ein­stak­ling­ar búa í iðn­að­ar­hverf­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þar af 860 börn. Eft­ir því sem neyð­ar­ástand á leigu­mark­aði harðn­ar leita sí­fellt fleiri skjóls í at­vinnu- og iðn­að­ar­hús­næði. Íbú­ar þora ekki að stíga fram af ótta við að missa það litla sem þeir þó hafa. Þeir lýsa von­leysi og dep­urð yf­ir því að hafa end­að í þess­ari stöðu.“


Kolbrún Birna @kolla_swag666:
„2015: “Ef kviknaði í stigaganginum yrði fólk að steypa sér gegnum gluggana af 2-3 hæð eða verða eldsmatur.”
2020: Nákvæmlega þetta, þrjú mannslíf.
Yfirvöld höfðu 5 ár til að bregðast við en það var of seint, gríðarlegur harmleikur sem skrifast á þau.“


Kristinn S Trausta @Kidditr:
„Hvar var allt eftirlitið, byggingafuttrúi, heilbrigðisteftirlitið, slökkviliðið, skattaeftirlitið, mannvirkjastofnun ofl. ofl.“

Helgi Seljan Jóhannsson @helgiseljan @helgiseljan:
„Það eru fimm ár síðan fyrst var vakin athygli opinberlega á áhyggjum af ástandi hússins við Bræðraborgarstíg og þeirri staðreynd að þar væru brunavarnir litlar sem engar, þó að þar byggi fjöldi erlendra verkamanna. Það sama var gert árið 2018.Það getur enginn þóst vera hissa.“


„Andor hefur verið búsettur í húsinu í sex ár ásamt fjórtán öðrum íbúum. […] Andor greiðir 80 þúsund krónur í leigu sem hann segir vera helming af mánaðarlaunum sínum. Aðbúnaður í húsinu hafi þó lengi verið slæmur og þegar verst var neituðu íbúar að greiða leigu, enda höfðu lagnir farið í sundur og þurftu næstum því tuttugu manns þurft að deila eldhúsi og salerni. Eigandinn tók ekki vel í það og sagði íbúum að ef þeir greiddu ekki leigu þyrftu þeir að fara annað.“ (Vísir)


Kolbrún Birna @kolla_swag666:
„Ekki nóg með það að fólkið þarna borgaði 80k fyrir að búa í þessu greni en það er ekkert eðlilegt við það að fullorðinn maður sé með lægri laun en lágmarkslaun 14 ára unglings í afgreiðslustarfi skv. kjarasamningi.
Endurtek, þetta er nútíma þrælahald.“


Fanney Birna @fanneybj:
„Ef það er svo að starfsmannaleiga ber ábyrgð á dvöl fólks í þessu ömurlega húsi við Vesturgötu, sem vart getur hafa staðist lágmarks brunavarnarkröfur - er einhver leið að forsvarsmenn hennar geti verið látnir sæta es konar refsiábyrgð vegna atburða dagsins? #lögfræðitwitter
Vandamálið er einmitt að það koma svo margir að þessu og ábyrgðin liggur svo víða. Ok eigandinn ber ábyrgð á brunavörnum, en er þá ábyrgð leigjandans (stmleigunnar) engin? En þeir sem kaupa af þeim vinnuna? Þekkja þeir aðbúnaðinn eða þurfa þeir og vilja ekkert að vita um það?
Sýnist regluverkið, eftirlit og heimildir eftirlitsaðila vera vandinn. Liggur eins og margt hjá stjórnvöldum að svona geti gerst, með fullri vitund enda búið að vara við þessu ítrekað frá alls konar vinklum. Hafi þau og allir hinir ævarandi skömm fyrir - og lífin á samviskunni.“
Hrafn Jónsson @hrafnjonsson:
„Þegar allt kemur til alls eru það eftirlitsaðilar sem bregðast. Fyrirtæki eru oft mannfjandsamleg, og munu halda áfram að vera mannfjandsamleg. Opinberir eftirlitsaðilar og ströng viðurlög er öryggisventillinn sem þarf að virka.“


Logi Pedro @logipedro101:
Þetta er hræðilegt. Þrír látnir.
Hættum að pönkast í erlendu vinnuafli og búum til öruggt umhverfi fyrir verkafólk.
Það er brotið á mannréttindum þeirra á hverjum degi. Á hverjum degi!
Hver ber ábyrgð? Mögulega eitt stærsta sakamál ársins.“


Drífa Snædal forseti ASÍ, pistill á Vísi:
„Í dag er sorgardagur, þrjár manneskjur létust í bruna á Bræðraborgarstíg þegar óíbúðarhæft húsnæði brann til grunna. Það hefur engum dulist sem þekkir þetta hús að það er varla mannabústaður og hafa borist um það fjölmargar ábendingar. […] Erlent verkafólk hefur átt stóran þátt í að skapa lífsgæðaaukninguna sem við höfum velflest notið góðs af, en íslenskt samfélag hefur ítrekað brugðist þessum hópi. Við höfum vitað það um langa hríð að erlent verkafólk býr oft við óviðunandi aðstæður. Í mörgum tilvikum er húsnæðið á vegum atvinnurekenda og því fer fjarri að allir atvinnurekendur standi undir slíkri ábyrgð. Glæpamenn hafa nýtt sér þessa stöðu, haft af fólki launin í gegnum óhóflega leigu eða annan frádrátt, komið fram við fólk eins og dýr í vinnu og látið fara eða sent aftur til síns heima ef það mótmælir eða slasast. Hættulegar aðstæður í vinnu og húsnæði hafa verið hlutskipti margra.“

Páll Baldvin Baldvinsson, pistill á Vísi:
„Fréttir morgunsins kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti, og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Við sem eigum oft leið hjá þessu húsi vitum að það hefur um áratuga skeið búið við skelfilegt viðhald eigenda […] Þess [útlendingahaturs] gætti líka í fyrstu fréttum af brunanum í gær þegar tveir eða þrír þeirra sem komust úr brennandi húsinu voru handteknir og fluttir fáklæddir í járnum og í öllum ummælum lögreglu og slökkviliðs gætti ómannúðlegs tóns gagnvart þeim sem komust úr bálinu […] En hitt er þó mikilvægast að fram fari opinber rannsókn á því ástandi sem húsið var í hvað varðar brunavarnir og brunaleiðir, hvert ástand var á þeim og hvernig eftirliti með þeim var háttað, hver bar ábyrgð á því, hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu […] Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar.“

Páll Ivan frá Eiðum @pallivan:
„Íslenska samfélagið myrti þrjár manneskjur í gær. Það er engin hefð fyrir því að bera ábyrgð í þessu landi. Fokkjú.“

Fanney @fanneybenjamins:
„Allir fréttamiðlar með frétt um að þrír hafi látist í eldsvoða, en ólíkt því þegar Íslendingar látast í slysum fylgir ekki mynd af kertum eða önnur sorgartákn, heldur af fasteigninni sem brann. Finnst þetta lýsandi.“

Jóhann Páll @JPJohannsson:
„Ekki fjallað um brunann eða húsnæðismál erlends verkafólks á fundi ríkisstjórnar í dag.“

Mörgum varð í dag þegar rætt var um brunann hugsað til þess að nýlega var tekinn í notkun svokallaður landamærabíll. Einnig er bifreiðin nýtt „til að fara á vinnustaði og leita að starfsfólki sem vinnur ólöglega á Íslandi. Oftast fari lögreglan á nýja bílnum í samstarfi við Skattinn eða Vinnueftirlitið, en einnig fari hún sjálf á vinnustaði, komi ábending um ólöglega starfsmenn […] RÚV greindi frá því í lok maí að bíllinn hefði verið notaður við aðgerðir við byggingarsvæði í Garðabæ þar sem fjórir erlendir ríkisborgarar voru handteknir og afskipti höfð af tveimur hælisleitendum.“ Í sömu frétt kom fram að lögreglan „stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum. Þá athugum við hvort þeir séu þeir sem þeir segjast vera“. Allskyns opinberar stofnanir geta semsagt sammælst um ýmiskonar eftirlit svo framarlega sem yfirvöldum hugnast það. Hugurinn sem býr að baki er þó annar en sá sem snýr að aðbúnaði, kjörum og öryggi aðfluttra.

Þegar fréttin um landamærabílinn birtist voru fyrstu viðbrögð margra á þennan veg:

Óskar Steinn @oskasteinn:
„Sjaldan hafa forréttindi okkar hvítu Íslendinganna verið eins augljós. Dómsmálaráðherra birtir grein í Mogganum í dag um að “endurheimta frelsi til ferðalaga” um leið og hún vinnur að því að skerða réttindi flóttafólks og löggan montar sig af afköstum rasistabílsins.“

Og í dag rifjaðist þetta illþyrmilega upp.

Iris Edda Nowenstein @IrisNowenstein:
„Yfirvöld vissu. Við vissum. Undanfarin ár höfum við grætt á fólki sem leitar að betra lífi hér en gengur inn í sjúka jaðarsetningu. Engin rödd, engin réttindi. Og hvaða úrræði bjóðum við upp á? Fokking landamærabíl, til þess að elta og hræða - ekki vernda.“


Þorgerður María Þorbjarnardóttir @stelpurofan:
„Breyta þessum landamærabíl í starfsmannaleigueftirlitsbíl og passar upp á mannréttindi fólks í vinnu takk“

Donna @naglalakk:
„starfsmannaleigur eru að komast upp með að setja fólk í hræðileg húsnæði með mikilli eldhættu eða í iðnaðarhverfi og eru samt að rukka þau 150-200 þúsund kall fyrir eitthvað algjört piece of shit húsnæði. Ætti frekar að pikka upp eigendur þessa fyrirtækja á rasistabílnum“

Jóhann Páll @JPJohannsson:
„Þrír erlendir verkamenn brunnu til dauða í gær. Bjuggu við ömurlegar aðstæður vegna kerfis sem hlífir launaþjófum en refsar minnimáttar, þar sem eftirlitsstofnanir eru máttlausar og löggan er upptekin við að rúnta um og targeta veikustu hópa samfélagsins á grundvelli þjóðernis.“

Efnisorð: , , , , ,