miðvikudagur, ágúst 31, 2016

Ágústmánuðurinn

Þingið kom saman í ágúst og fjölmiðlar fullir af fréttum um búnaðarsamninga, námslán og fleira það sem ríkisstjórnarflokkarnir vilja að verði að lögum áður en gengið verður til kosninga. Nú síðustu daga eru bónusgreiðslur fordæmdar ótt og títt af þingmönnum, meira segja Falsonsilfurskeiðungnum – enda um að gera að þykjast vera á móti því að sumir hagnist (óeðlilega) mikið meira en aðrir. Eftir kosningar mun Sjálfstæðisflokkurinn, komist hann aftur til valda (úff), svo aftur aðhyllast að græðgi sé góð, og greiða götu fjárglæframanna ýmislegra (ekki að hann sé neitt að fara að leggja stein í götu Kaupþingsgræðgispunganna). Fram að því ætlar „velferðarráðherrann Bjarni“ að þykjast hafa hug á að „bæta samfélagsþjónustu, minnka greiðsluþátttöku sjúklinga, efla Landspítalann og bæta heilbrigðisþjónustu með stórauknum fjárframlögum“. Alltaf verður til fólk sem trúir svona kosningabrellum, því miður.

Hér verður gerð tilraun til að skoða nokkra viðburði ágústmánaðar. Reyndar má stytta sér leið með því að endurrita það sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifaði í Fréttatímann nú um helgina.

„Forstöðukona á barnaheimili þarf að gefa hundrað manns að borða þrisvar á dag, fyrir 30 þúsund krónur.

Braskarar dusta rykið af úreltu borgarskipulagi frá því fyrir hrun og reikna út að það eigi að greiða þeim mörg hundruð milljónir fyrir að leyfa gömlum húsum að standa. Af því það væri vel hægt að byggja hótel í staðinn. Eða bara eitthvað annað.

Öryrkjar og sjúklingar selja lyfin sín á Facebook til að eiga fyrir mat og húsaleigu. Einhvers staðar í myrkrinu, í skarkala helgarinnar, hnígur ungur maður niður fyrir utan veitingahús eftir of stóran skammt af verkjalyfi og félagi hans reynir að blása í hann lífi.
[…]
Landspítalinn sendir innheimtulögfræðinga á skjólstæðinga sína til að rukka fyrir veitta þjónustu á geðdeild. Það vantar peninga til að reka spítala og sjúklingar fá ekki liggja þar. Þeir eru sendir fárveikir heim og unglingum í sjálfsvígshættu er vísað út á götu. Á meðan liggja milljarðar ríkasta fólks landsins á aflandsreikningum og þrír ráðherrar þurfa aldrei að sýna fram á svart á hvítu hvort þeir notuðu sín aflandsfélög til að svíkja undan skatti líkt og þorri þeirra sem eru í sömu sporum.
[…]
Það er auðvitað líka kominn verðmiði á sjúklinga. En bara suma. Hinir eru ókeypis og bráðum vill þá enginn.
[…]
Og útgerðarmenn réðu sér nýjan framkvæmdastjóra í vikunni. Einu sinni var hann talsmaður þess að ekkert væri athugavert að láta almenning borga auðmönnum peninga fyrir að horfa á fallega náttúru. Nú er hann orðin talsmaður þeirra auðmanna sem vilja veiða fiskinn í sjónum án þess að borga markaðsverð til almennings.“
Ég setti inn tengla þar sem mér fannst eiga við, vonandi skemmir það ekki hinn stórgóða leiðara Þóru Kristínar, sem ætti auðvitað að lesa í heild sinni.

Í ljós hefur komið að ríflega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlækniskostnað en þeir áttu að gera. Ég er alveg að sjá þeim þetta endurgreitt af núverandi ríkisstjórn, eða kannski þeirri næstu þegar frjálshyggjumenn á borð við Guðmund Edgarsson , sem er andsnúinn ódýrum hvað þá ókeypis tannlækningum, komast hugsanlega á þing.

Loksins er farið að byggja leiguíbúðir í höfuðborginni og ættu þá allir að kætast. Það er bara þetta litla spörsmál um leiguverðið, en Leigufélagið er með að því virðist hreint ágætar 2ja herbergja íbúðir sem leigja má fyrir 240.000 krónur á mánuði. Ætli þeir einu sem hafa efni á þessum prís séu ekki landeigendur við Sólheimasand? Þeir rukka 100.000 kall fyrir að skoða flugvélaflak og þurfa ekki marga áhugasama flakgesti til að geta reitt fram leiguna. Það væri ágætt ef landeigendur og leigusalar með svona prísa ættu bara innbyrðis viðskipti. Kjaftur og skel og allt það.

Af öllum þeim flóttamönnum sem flúið hafa Sýrland munum við best eftir Alan Kurdi sem var þriggja ára þegar hann drukknaði við Grikklandsstrendur. Þeir sem gagnrýna fólk sem kemur til Evrópu á flótta frá stríðsástandinu í Sýrlandi var svo veitt annað kjaftshögg þegar myndir birtust af Omran Daqneesh sem er fimm ára og býr í Aleppo þar sem hann varð fyrir loftárás. Þeir sem ekki flýja eru ekki óhultir, hafi það farið framhjá einhverjum hingað til.

Já og vel á minnst: Svei þeim Íslendingum sem hafa áhuga á að greiða götu „Norrænu mótstöðuhreyfingunni“ sem hefur rasisma á stefnuskránni og að Ísland verði bara fyrir fólk frá Norður-Evrópu.

Sýrland er ekki eina landið þar sem ekki er friðvænlegt eða lífvænlegt að búa. Kólumbía hefur verið undirlagt af innanlandsstríði í áratugi. Nú hafa stjórnvöld skrifað undir friðarsamkomulag ásamt FARC-skæruliðunum sem hafa haldið íbúum landsins í heljargreipum (og séð umheiminum fyrir fíkniefnum). Vonandi heldur friðarsamkomulagið svo Kólumbía geti risið úr öskunni.

Að lokum fréttir úr dýraríkinu: Hákarlar geta orðið allt að fimm hundruð ára gamlir. Þeir elstu gætu hafa komið í heiminn um svipað leyti og Kólumbus rambaði á Ameríku árið 1492, eða í síðasta lagi á tímum frönsku byltingarinnar árið 1789. Það væri ráð að athuga hvort mannskepnan getur ekki átt einhver samskipti við hákarla svo hægt sé að spyrja þá um hvar þeir voru þegar ...

— Eða það sem betra er, spurt hvort sagan sé dæmd til að endurtaka sig. Svona í ljósi þess að svo virðist sem 2007 sé komið aftur og stefnir jafnvel í 2008 endurtekningu líka. Nema nú með dassi af þjóðernishyggju og útlendingaandúð.

Efnisorð: , , , , , , , , ,

Ágústmánuðurinn

Þingið kom saman í ágúst og fjölmiðlar fullir af fréttum um búnaðarsamninga, námslán og fleira það sem ríkisstjórnarflokkarnir vilja að verði að lögum áður en gengið verður til kosninga. Nú síðustu daga eru bónusgreiðslur fordæmdar ótt og títt af þingmönnum, meira segja Falsonsilfurskeiðungnum – enda um að gera að þykjast vera á móti því að sumir hagnist (óeðlilega) mikið meira en aðrir. Eftir kosningar mun Sjálfstæðisflokkurinn, komist hann aftur til valda (úff), svo aftur aðhyllast að græðgi sé góð, og greiða götu fjárglæframanna ýmislegra (ekki að hann sé neitt að fara að leggja stein í götu Kaupþingsgræðgispunganna). Fram að því ætlar „velferðarráðherrann Bjarni“ að þykjast hafa hug á að „bæta samfélagsþjónustu, minnka greiðsluþátttöku sjúklinga, efla Landspítalann og bæta heilbrigðisþjónustu með stórauknum fjárframlögum“. Alltaf verður til fólk sem trúir svona kosningabrellum, því miður.

Hér verður gerð tilraun til að skoða nokkra viðburði ágústmánaðar. Reyndar má stytta sér leið með því að endurrita það sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifaði í Fréttatímann nú um helgina.

„Forstöðukona á barnaheimili þarf að gefa hundrað manns að borða þrisvar á dag, fyrir 30 þúsund krónur.

Braskarar dusta rykið af úreltu borgarskipulagi frá því fyrir hrun og reikna út að það eigi að greiða þeim mörg hundruð milljónir fyrir að leyfa gömlum húsum að standa. Af því það væri vel hægt að byggja hótel í staðinn. Eða bara eitthvað annað.

Öryrkjar og sjúklingar selja lyfin sín á Facebook til að eiga fyrir mat og húsaleigu. Einhvers staðar í myrkrinu, í skarkala helgarinnar, hnígur ungur maður niður fyrir utan veitingahús eftir of stóran skammt af verkjalyfi og félagi hans reynir að blása í hann lífi.
[…]
Landspítalinn sendir innheimtulögfræðinga á skjólstæðinga sína til að rukka fyrir veitta þjónustu á geðdeild. Það vantar peninga til að reka spítala og sjúklingar fá ekki liggja þar. Þeir eru sendir fárveikir heim og unglingum í sjálfsvígshættu er vísað út á götu. Á meðan liggja milljarðar ríkasta fólks landsins á aflandsreikningum og þrír ráðherrar þurfa aldrei að sýna fram á svart á hvítu hvort þeir notuðu sín aflandsfélög til að svíkja undan skatti líkt og þorri þeirra sem eru í sömu sporum.
[…]
Það er auðvitað líka kominn verðmiði á sjúklinga. En bara suma. Hinir eru ókeypis og bráðum vill þá enginn.
[…]
Og útgerðarmenn réðu sér nýjan framkvæmdastjóra í vikunni. Einu sinni var hann talsmaður þess að ekkert væri athugavert að láta almenning borga auðmönnum peninga fyrir að horfa á fallega náttúru. Nú er hann orðin talsmaður þeirra auðmanna sem vilja veiða fiskinn í sjónum án þess að borga markaðsverð til almennings.“
Ég setti inn tengla þar sem mér fannst eiga við, vonandi skemmir það ekki hinn stórgóða leiðara Þóru Kristínar, sem ætti auðvitað að lesa í heild sinni.

Í ljós hefur komið að ríflega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlækniskostnað en þeir áttu að gera. Ég er alveg að sjá þeim þetta endurgreitt af núverandi ríkisstjórn, eða kannski þeirri næstu þegar frjálshyggjumenn á borð við Guðmund Edgarsson , sem er andsnúinn ódýrum hvað þá ókeypis tannlækningum, komast hugsanlega á þing.

Loksins er farið að byggja leiguíbúðir í höfuðborginni og ættu þá allir að kætast. Það er bara þetta litla spörsmál um leiguverðið, en Leigufélagið er með að því virðist hreint ágætar 2ja herbergja íbúðir sem leigja má fyrir 240.000 krónur á mánuði. Ætli þeir einu sem hafa efni á þessum prís séu ekki landeigendur við Sólheimasand? Þeir rukka 100.000 kall fyrir að skoða flugvélaflak og þurfa ekki marga áhugasama flakgesti til að geta reitt fram leiguna. Það væri ágætt ef landeigendur og leigusalar með svona prísa ættu bara innbyrðis viðskipti. Kjaftur og skel og allt það.

Af öllum þeim flóttamönnum sem flúið hafa Sýrland munum við best eftir Aylan Kurdi sem var þriggja ára þegar hann drukknaði við Grikklandsstrendur. Þeir sem gagnrýna fólk sem kemur til Evrópu á flótta frá stríðsástandinu í Sýrlandi var svo veitt annað kjaftshögg þegar myndir birtust af Omran Daqneesh sem er fimm ára og býr í Aleppo þar sem hann varð fyrir loftárás. Þeir sem ekki flýja eru ekki óhultir, hafi það farið framhjá einhverjum hingað til.

Já og vel á minnst: Svei þeim Íslendingum sem hafa áhuga á að greiða götu „Norrænu mótstöðuhreyfingunni“ sem hefur rasisma á stefnuskránni og að Ísland verði bara fyrir fólk frá Norður-Evrópu.

Sýrland er ekki eina landið þar sem ekki er friðvænlegt eða lífvænlegt að búa. Kólumbía hefur verið undirlagt af innanlandsstríði í áratugi. Nú hafa stjórnvöld skrifað undir friðarsamkomulag ásamt FARC-skæruliðunum sem hafa haldið íbúum landsins í heljargreipum (og séð umheiminum fyrir fíkniefnum). Vonandi heldur friðarsamkomulagið svo Kólumbía geti risið úr öskunni.

Að lokum fréttir úr dýraríkinu: Hákarlar geta orðið allt að fimm hundruð ára gamlir. Þeir elstu gætu hafa komið í heiminn um svipað leyti og Kólumbus rambaði á Ameríku árið 1492, eða í síðasta lagi á tímum frönsku byltingarinnar árið 1789. Það væri ráð að athuga hvort mannskepnan getur ekki átt einhver samskipti við hákarla svo hægt sé að spyrja þá um hvar þeir voru þegar ...

— Eða það sem betra er, spurt hvort sagan sé dæmd til að endurtaka sig. Svona í ljósi þess að svo virðist sem 2007 sé komið aftur og stefnir jafnvel í 2008 endurtekningu líka. Nema nú með dassi af þjóðernishyggju og útlendingaandúð.

Efnisorð: , , , , , , , , ,

sunnudagur, ágúst 28, 2016

19 kynferðisbrotamenn fengið ökklaband

Hvað í fokk helvítinu er að gerast í hausnum á þeim sem leyfa kynferðisbrotamönnum að ganga útúr fangelsi löngu áður en ætlað var? Fórnarlömb þeirra vita nákvæmlega hvað þeir fá langa dóma, og eiga síst von á að rekast á þá löngu áður en þeir ættu að sleppa úr fangelsi. Eiga rafræn ökklabönd að veita fórnalömbunum öryggiskennd? Og að barnaníðingur stundi sundstaði og fari í sturtu með ungum strákum, á þeim tíma sem hann ætti að sitja í fangelsi, það er algjör klikkun.

Miskunn dómstóla og fangelsismálakerfisins er greinilega eingöngu fyrir glæpamenn.

Hleypa nauðgurum út fyrr! Þvílík vanvirðing við fórnarlömbin. Það er andskotans lágmark að nauðgarar og barnaníðingar sitji inni þann stutta tíma sem helvítis dómstólarnir ætlast til.

Efnisorð: , ,

miðvikudagur, ágúst 24, 2016

Fréttir af köllum í pólitík - eru þeir að svíkja lit eða sýna sitt rétta eðli?

Síðasti pistill var, þótt ótrúlegt megi virðast, ekki skrifaður til höfuðs Ögmundi Jónassyni.* Það er reyndar stutt síðan ég ætlaði að lýsa yfir stuðningi við þingsályktunartillögu hans um fastsett launabil ríkisstarfssama: að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum. Það væri lélegt af mér að styðja ekki þetta mál nú, enda hef ég áður lýst yfir stuðningi við þessa hugmynd Ögmundar. En ég styð Ögmund auðvitað allsekki þegar hann segir „grátinn“ í konum á þingi oft „vera einum of mikill harmur“, og annað í þeim dúr, hvað þá þegar hann virðist ekki vilja draga í land. Alveg burtséð frá hvað honum (og mér) finnst um Hönnu Birnu, þá er frásögn fjölda þingkvenna (og ekki bara hér á landi) á sama veg,** og engin einasta ástæða (fyrir hvítan miðaldra kall) að draga hana í efa eða hæðast að henni. Skamm Ögmundur! Svo er líka stórfurðulegt, af svo reyndum þingmanni að láta þetta útúr sér korter í kosningar, og skemma þannig fyrir kvenfrelsisflokknum sem hann tilheyrir.

Jæja, þá er búið að afgreiða það.

Önnur tíðindi af köllum í pólitík eru af tveimur karlmönnum sem lýsa yfir löngun sinni til að komast á þing. Það úir reyndar og grúir af tilkynningum fólks sem býður sig fram á lista, en þessir tveir vekja mesta athygli mína í augnablikinu.

Annar þeirra er Pawel Bartoszek sem hefur verið pistlahöfundur Fréttablaðsins. Einu skiptin sem ég er sammála Pawel er þegar hann skrifar um strætó, að öðru leyti finnst mér allt galið sem hann segir. Pawel er nefnilega frjálshyggjumaður og það stækur, og mér líkar ekkert sem þeir segja, enda gengur það þvert á félagshyggjuskoðanir mínar. Ég hélt að Pawel væri sjálfstæðismaður, en nú vill hann bjóða sig fram undir merkjum Viðreisnar, sem er reyndar hægri flokkur sem er stappfullur af fyrrum sjöllum. En ég hélt reyndar að Viðreisn væri ekki bara flokkur ESB-sinnaðra sjálfstæðismanna, heldur einhverskonar umbótaflokkur þeirra sem vildu siðbót innan Sjálfstæðisflokksins, en sáu að af henni yrði aldrei (Davíð sló hana af þegar hann rakkaði niður Endurreisnarskýrsluna á landsfundi flokksins 2009 og kallaði hana hrákasmíð***). Að þeir vildu þessvegna byrja með hreint borð, án einkavinavæðingaráráttu og hagsmunagæslu. Ég hafði eiginlega ímyndað mér að Viðreisn hafnaði frjálshyggju, þetta væri meira svona frjálslyndir kapítalistar en ofstækisfullir markaðshyggjumenn.

En svo ætlar Þorsteinn Víglundsson líka að bjóða sig fram fyrir Viðreisn. Jahá. Framvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, því jákvæða umbótaafli. Ha. (Ögmundur hefur lagt til að SA og Viðskiptaráð séu sameinuð, þetta sé sama tóbakið.) Þorsteinn segist vera hægri krati. Alveg hefði ég getað svarið að hann væri sjálfstæðismaður inn í merg og bein.

En nú semsagt ætlar Þorsteinn Víglundsson, sem hægri krati, að vera með frjálshyggjumanninum Pawel í flokki, og á sá flokkur þá að vera nýja ferska mótvægið við Sjálfstæðisflokkinn. Mér sýnist að sá flokkur eigi sér ekki viðreisnar von með þessari viðbót.

___
* Síðasti pistill átti við um karlmenn almennt, en því miður eru vinstri sinnaðir karlmenn oft ekkert skárri en hinir, eins og það er nú svekkjandi. Ég hef skrifað um það áður.

** Viðbót, síðar: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir skrifar góðan pistil um Hönnu Birnu og stöðu kvenna í stjórnmálum.

*** Vilhjálmur Egilsson leiddi starf Endurreisnarhóps Sjálfstæðisflokksins og kennir óvild Davíð í sinn garð um að Davíð rakkaði skýrsluna niður. (Hið rétta er auðvitað að Davíð vildi drepa niður alla gagnrýni á sig, og hefur lagt undir sig heilt dagblað í því skyni.) Vilhjálmur hefur verið rektor á Bifröst um skeið og nú var hann að birta grein í Skessuhorni þar sem hann fer mikinn vegna þeirrar ákvörðunar að lögreglunám verði ekki á Bifröst. (Svo er önnur saga að Háskóli Íslands var talinn besti kosturinn fyrir þetta nám en í aðdraganda kosninga og til að fá atkvæði norðanlands hneppti Háskólinn á Akureyri hnossið. Sigmundur Davíð er ánægður með þá ákvörðun, sem sýnir best hvað hún er slæm.) Vilhjálmur kennir um nýlendustefnu og ... æ þið verðið bara að lesa grein Vilhjálms, hún er algert met.

Efnisorð: , , ,

mánudagur, ágúst 22, 2016

Hundadagakonungurinn

Nú er er hundadögum að ljúka, en svo er tímabilið frá 13. júlí til 23. ágúst kallað. Viðurnefni sitt fékk Jörundur hundadagakonungur vegna þess að árið 1809 ríkti hann meður sóma og sann sem kóngur á landinu bláa frá 25. júní til 22. ágúst.

Jörgen Jörgensen sem við köllum Jörund hefur orðið skáldum uppspretta; nú síðast skrifaði Einar Már Guðmundsson bók um hann. Það er ágæt bók (sem ég hef nýlokið við, enda hárréttur árstími), en ég er samt hrifnari af útvarpsþáttunum Drottning hundadaganna sem Pétur Gunnarsson gerði 1998 og voru endurfluttir í Ríkisútvarpinu og settir í hlaðvarpsform á tvö hundruð ára afmæli byltingarinnar á Íslandi.

Pétur ræðir um Napóleon og Jörund í þáttum sínum en einnig mikið um Guðrúnu Johnsen (fædd Einarsdóttir) heitkonu hans, og af talsverðri samúð um þau bæði. Hún verður eftir á Íslandi þegar Jörundur er sviptur völdum og fluttur með valdi til Englands. Hún fer að leggja lag sitt við Savignac fulltrúa Phelps sápukaupmanns sem hafði sent þá Jörund til að kaupa og selja vörur á Íslandi. Jörundur situr í Fleet fangelsinu í Lundúnum þegar Savignac er einnig stungið þar inn og þeir deila klefa saman. Fljótlega dúkkar Guðrún einnig upp í fangelsinu til að heimsækja Savignac en hann hafði narrað hana til Englands með sér án þess að gera henni grein fyrir að hann væri kvæntur maður. Hún er nú allslaus í ókunnugu landi og á í engin hús að venda.

Utan fangelsisveggjana er Guðrún ásótt af Parke, sem kom til Íslands 1811 til þess að verða „ræðismaður hans Hátignar Bretakonungs á eyjunni Íslandi“ en fór aftur til Englands haustið 1812 . Hann reynir með bolabrögðum að fá Guðrúnu til fylgilags við sig, og ber bæði á hana fé og sendir tvo Dani á hennar fund til að hóta henni.

Jörundur grípur í taumana og biður gamlan Íslandsvin um að aðstoða Guðrúnu við að komast aftur til Íslands. Viðtakandi bréfanna er Sir Joseph Banks sem komið hafði til Íslands 1772, og er lesið úr þeim í síðasta þætti af Drottningu hundadaganna.

Úr bréfi Jörundar í Fleet fangelsinu 24. ágúst 1813:
„Hún heldur til í lítilli kompu í grennd við fangelsið og lifir við nauman kost … Það er af þessum sökum sem ég hef vogað að kynna fyrir yður aðstæður ólánssamrar konu. Þótt henni hafi hingað til tekist að standa vörð um dyggð sína, þá er erfitt að segja hve lengi varnarlaus kona getur forðast þær snörur sem kunna að verða lagðar fyrir hana, og hve ítrasta fátækt getur komið miklu illu til leiðar.“

Fleet fangelsinu, 28. ágúst 1813:
„Ég efa ekki að herra Parke sé mesti heiðursmaður, en karlmönnum hættir stundum til að leyfa sér hluti við konur, sem myndu ekki hvarfla að þeim á öðrum sviðum mannlífsins.“

Mér finnst svo athyglisvert að þetta hafi verið skrifað fyrir tvöhundruð árum. Að Jörundur hafi áttað sig á að vændi er ekki fyrsta, annað eða þriðja val kvenna heldur ill afleiðing af ítrustu fátækt. Hann er einnig búinn að horfast í augu við að karlmenn koma öðruvísi fram við konur en kynbræður sína, að þeir leyfa sér annarskonar og verri hegðun.

Svo er líka merkilegt að horfast í augu við hvað karlmönnum hefur farið lítið fram á þessum tvö hundruð árum síðan Jörundur festi þessi orð á blað.Efnisorð: , , , ,

föstudagur, ágúst 19, 2016

Bjarninn

Bjarni Ben er mjög ringlaður þessa dagana, nú þegar styttist í kosningar. Hann les fjölmiðla þar sem fjölmiðlafólk virðist ekki allt fylgja ströngustu kröfum eigenda um hvað beri að segja. Í fjölmiðlum sem Bjarni treystir er skoðunum og stefnumálum eigenda og ritstj. hampað og lesendur þurfa ekki að velkjast í vafa um hvaða skoðun beri að aðhyllast. En allskonar uppivöðslusamir fjölmiðlar sem virðast hafa það eitt að augnamiði að hafa aðhald með stjórnvöldum, og grúska í því sem þeim kemur ekki við, eru ekkert með svona skýra ritstjórnarstefnu, sem ruglar Bjarna alveg í ríminu.

Ekki bætir úr skák að verða sjálfur og persónulega vitni að því að til sé fólk – jafnvel samstarfsfólk hans – sem ekki lætur flokkshollustu ganga fyrir öllu. Bjarni er alveg bit á því að Eygló sé ekki barasta rekin úr ríkisstjórninni (sem kannski mun gerast en það tekur því nú varla úr því stutt er til kosninga) fyrir að greiða ekki atkvæði með fjármálaáætlun (sem er náttúrlega bara kosningaloforð) sem henni þótti ekki gagnast lífeyrisþegum nægilega. Hún tók eitthvað bótapakk framyfir ríkisstjórnina og flokkinn sinn! Bjarni bara skilur ekki svona.

Bjarni hefur sjálfur talsvert lengi stundað að skipta um skoðun og ham eftir því sem henta þykir. Hann hefur bæði verið með og á móti evru og inngöngu í Evrópusambandið, en þá alltaf til að aðlagast flokklínunni sem er lögð fyrir hann. Hann var einlægur um efasemdir sínar um að halda áfram í formannshlutverkinu þegar hann þurfti samúð kjósenda (sem mýktust mjög í hans garð í kjölfarið), en þegar upp komst að hann væri skráður á framhjáhaldssíðu fór hann glaðbeittur í hvern hressa spjallþáttinn á fætur öðrum, til að sýna framá að þetta hefði allt verið flipp í þeim hjónum (svo ósennilegt sem það nú er). Þegar Sigmundur Davíð var bæði búinn að gera sig á viðundri á alþjóðavettvangi með því að rjúka úr viðtalinu fræga, og í ofanálag lenda í deilum við þáverandi forseta með þeim afleiðingum að Bjarni Ben var alltíeinu kominn með nýjan forsætisráðherra sér við hlið í tröppurnar á alþingi, þá sýndi Bjarni valdsmannlega og pirraða Bjarna (og leitaði þar í smiðju Davíðs Oddssonar). Með því sýndi hann að hann að það væri Bjarninn sem í raun réði ferðinni og að það skipti hann engu hver væri með honum í forystu ríkisstjórnarinnar.

Nú þegar Eygló leyfir sér að standa gegn (eða öllu heldur sitja hjá) þegar kosið er um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, þá sýnir hann aftur valdsmannlega Bjarna. En nú má lesa úr hegðun hans að honum sé slétt sama um Framsóknarflokkinn, það sé ekkert hans vilji endilega að vera í samfloti með svona fólki. (Heldur vill hann vera með Brynjari Níelssyni í liði, sem segir að Eygló sé búin að vera með súkkulaði út á kinn allt kjörtímabilið, svona eins og hann trúi því sjálfur að bótaþegar og aðrir þeir sem undir félagsmálaráðuneytið falla, séu eins og súkkulaðigrísir sem fá aldrei nóg.) Auðvitað á Bjarni sér margar hliðar, eins og allt annað fólk, en þessar hliðar sem hann sýnir eru dregnar fram þegar á þarf að halda, en eru ekki til sýnis annars. Það er ekki einlægi Bjarni sem furðar sig á Eygló, eða pirraði Bjarni sem mætir í hressa spjallþætti, heldur er þetta allt gert til að vinna kjósendur á sitt band. Bjarni gæti aldrei unnið á fjölmiðli við að skrifa fréttaskýringar þar sem hann væri ekki að reyna að afla Sjálfstæðisflokknum fylgis. Og hann gæti líklega ekki skrifað greinar fyrir flokkinn nema búið væri að leggja honum línurnar.

Því hvað sem um Bjarna má segja, þá er hann alltaf fyrst og fremst með hagsmuni sína, ættarinnar og flokksins í fyrirrúmi. Og það vill til að þessir hagsmunir falla svona ágætlega saman í einn farveg.

Efnisorð: , ,

mánudagur, ágúst 15, 2016

Fyrsta fasteign

Ríkisstjórnin blessuð hefur stigið á svið og kynnt nýja töfrabragðið vandaða og úthugsaða aðgerð sem á að gera hana vinsæla bjarga húsnæðismálum unga fólksins sem aldrei hefur keypt íbúð áður. Lausnin felst í því að unga fólkið noti séreignasparnaðinn sinn. Því er leyft að nota séreignasparnaðinn sinn til að greiða niður höfuðstól húsnæðislánsins, eða lækka greiðslubyrðina.

Áður hefur gefist mjög vel fyrir skulduga húseigendur að nota séreignasparnaðinn sinn, í hinni ágætu Leiðréttingu, og sá enginn eftir að hafa notað tilvonandi ellilífeyrinn sinn til þess arna.

En einu er ósvarað. Á ungt fólk almennt séreignasparnað?
Efnisorð: ,

laugardagur, ágúst 13, 2016

Nauðgara sleppt lausum til að fremja fleiri brot

Þegar ég las nákvæmar lýsingar á tveimur nauðgunum sem nítján ára piltur framdi með viku millibili, varð mér hugsað til allrar umræðunnar um ákvörðun Páleyjar lögreglustjóra í Heimaey sem sagðist ætla að þegja um kynferðisbrot af tillitssemi við fórnarlömbin. Henni var margbent á að enginn væri að biðja um verknaðarlýsingar heldur blákaldar upplýsingar um fjölda brota. En nú, í tilviki þessa raðnauðgara, er fórnarlömbum hans — fimmtán ára stúlkubörnum — hvergi hlíft í fjölmiðlum, lýsingarnar ganga svo langt að sagt er frá því að önnur stúlkan var á túr. Og þá er eðlilegt að spyrja: þurfti virkilega að lýsa ofbeldinu nákvæmlega, þurfa lesendur að vita þetta allt? Mér finnst svarið ekki einfalt.

Annarsvegar held ég að það hljóti að vera mjög óþægilegt fyrir fórnarlömbin að allir viti allt sem þær haga gengið gegnum, og að það ætti ekki að birta það í blöðunum – og helst ekki heldur á síðum dómstóla þegar þar að kemur.

Hinsvegar, og það vegur þungt í mínum huga, er mikilvægt að almenningur átti sig á að þegar stelpur/konur leita til neyðarmóttöku og lögreglu, þá eru þær ekki bara að segja að sér hafi verið nauðgað, heldur hefur þeim raunverulega verið nauðgað; verknaðarlýsingin í þessum tilvikum er því til staðfestingar.

Það vegur auðvitað þungt í þessum tilteknu málum að sami maður fremur bæði brotin og hafði þegar komist undir lögregluhendur eftir fyrra skiptið. Það gerir það að verkum að fleiri en ella trúa stelpunum. Auðvitað ætti ekki að þurfa að bíða eftir að nauðgari sé kærður öðru sinni til að fólk trúi að hann hafi nauðgað, en í þeim nauðgunarafneitandi heimi sem við búum skiptir það máli, auk verknaðarlýsingar. Að einhverjir trúa því að þetta sé þá algert einsdæmi, að sami maður nauðgi mörgum konum, eða stundi það jafnvel vikulega að nauðga konum, er vandamál út af fyrir sig.

En semsagt, úr því að einhver (fjölmiðlar, löggan, forráðamenn fórnarlambanna) hefur ákveðið að birta þessar óþægilega nákvæmu lýsingar (vonandi ekki gegn vilja stelpnanna) þá verður að líta á þær sem upplýsingar sem hugsanlega vinna málstað þeirra gagn sem berjast gegn þöggun og afneitun á kynferðisofbeldi.

Það er auðvitað ekki hægt að minnast á þetta mál án þess að ræða aðkomu lögreglunnar á Suðurnesjum sem nú um stundir er undir stjórn Ólafs Helga Kjartanssonar sem einnig gengur undir nafninu Þvagleggur sýslumaður. Fyrra nauðgunarmálið kom til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum. Svo gripið sé til lýsingar Illuga Jökulssonar, þá var þetta framvinda málsins þar á bæ:

„Lögreglan fór nú og yfirheyrði nauðgarann, sem er nítján ára. Hann neitaði sök en viðurkenndi í öðru samhengi að eiga stundum mjög erfitt með skapsmuni sína. Nema hvað, eftir yfirheyrslu sleppti lögreglan nauðgaranum. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald.“
Mátti þó öllum vera ljóst að ofbeldið sem hann beitti 15 ára barnið var gríðarlegt, bæði nauðgaði hann henni og misþyrmdi hrottalega. En lögreglan, ekki bara sú sem lýtur Þvagleggi, heldur löggan almennt, Páley meðtalin, lítur ekki á nauðganir sem ógn við almannahagsmuni. Enda yfirleitt konum sem er nauðgað, og það ógnar ekki tilveru ferkantaðra kallskúnka.

Reyndar segir í Fréttatímanum að aukist hafi að gæsluvarðhaldi sé beitt í kynferðisbrotamálum, en það breytir ekki því að lögreglan á Suðurnesjum brást illilega í þessu tiltekna máli. Afleiðingin er sú að nauðgarinn gekk laus og strax viku eftir fyrstu nauðgunina sem hann var sakaður réðst hann á aðra fimmtán ára stúlku með svipuðum hætti.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir segir að „yfirvöld nýttu ekki þau úrræði sem þó eru fyrir hendi“ og rekur önnur mál sem ofbeldismenn gengu lausir og frömdu fleiri brot gegn konum. Hún skrifaði grein á síðasta ári sem bar titilinn „Ekki mínir almannahagsmunir“ sem er vert að rifja upp. Þar segir hún meðal annars um kynferðisbrotamenn: „Hættuna sem stafar af slíku fólki ber síst af öllu að vanmeta, líkt og sagan sannar.“

Sagan sannar líka að það steðjar hætta af Þvagleggi sýslumanni.

___
[Viðbót nærri ári síðar] Nauðgarinn heitir Elvar Sigmundsson og við hafa bæst tveir bloggpistlar um hann. Í þeim fyrri má finna tengla á ýmsar heimildir sem tengjast glæpum hans og óhemju stuttri fangavist. Hér er hinn pistillinn.

Efnisorð: , , , , , ,

fimmtudagur, ágúst 11, 2016

29. október

Framsóknarmenn sem aðhyllast hinn afturgengna standa frammi fyrir óumflýjanlegri staðreynd: að þingkosningar verða 29. október. Á þessu ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort sá afturgengni verður formaður flokksins þegar þar að kemur og hvort hann leiðir aftur lista í einhverju eyðibýliskjördæmi. Eða hvort hann fær hreinlega reisupassann, eins og líklega allir almannatenglar myndu ráðleggja. Andstæðingar Framsóknar (hvar ég er fremst í flokki, andstæðinganna sko) vilja auðvitað heldur að hann leiði flokkinn og tapi stórt, geri útaf við Framsókn með sólkonungshætti.

En áður en kjördagur rennur upp verður mikið að gera hjá þinginu, mörg mál ríkisstjórnarinnar liggja fyrir og misgáfuleg. Búnaðarsamningur (Framsókn), frumvarp um lán til námsmanna (Sjálfstæðisflokkur), eru meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan lætur trauðla fara óáreitt gegnum þingið. Þetta verður átakatími, og varla verður kosningabaráttan nein rjómablíða heldur. Nægur tími og tækifæri ætti því að gefast til að rifja upp helstu vammir og skammir stjórnarflokkanna í nýlegri sem fjarlægri fortíð, svo ekki sé minnst á stefnu hans í ýmsum ókláruðum málum, sbr. þingmál haustsins. Orð og æði þingmanna sem og forystumanna stjórnarflokkanna gefa einnig tilefni til að íhuga alvarlega hvort við sem kjósendur viljum fá meira af sama. Er almenn ánægja með Brynjar Níelsson? Hann er þessa dagana ekki beinlínis að viðra auð­mjúkar og und­ur­fag­rar fiðr­ildaskoðanir heldur hæðist að vanda að öllum þeim sem hann lítur niður á.

Það verður því í mörg horn að líta fyrir kjósendur næstu mánuði, og ekki er verra að hafa hárbeittar myndir til hliðsjónar. Halldór, hinn frábæri teiknari Fréttablaðsins (sem er fjölskyldublað hjónanna Ingibjargar og Jóns Ásgeirs þessa dagana en hingað til hefur Jóni Ásgeiri varla komið blaðið við, enda bláóskyldur aðili) teiknaði í dag frábæra mynd sem ætti að vera hengd upp á hverju heimili.

Efnisorð: , , ,

fimmtudagur, ágúst 04, 2016

Fordæmi Færeyinga

Ekki er það oft sem Færeyingum tekst að koma Íslendingum í bobba. En nú hefur það gerst að íslenskir útgerðarmenn eru í standandi vandræðum eftir að Færeyingar buðu upp fiskveiðiheimildir. Og fengu bara rokna pening. Útlendingar (eða félög í erlendu eignarhaldi eins og það heitir) keyptu að vísu megnið af kvótanum, en af getur ekki gerst hér á landi, ef marka má Steingrím J. Sigfússon fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem segir að hér sé
ströng löggjöf sem banni erlent eignarhald í fiskveiðum og frumvinnslu sjávarafurða. „Auk þess sem eignarhaldið í íslenskum sjávarútvegi er innlent það best ég veit … Við vorum forsjál að því leyti þegar við girtum alveg fyrir það að auðlindin gæti lent í höndum útlendinga hvað varðar fiskveiðar og frumvinnslu," segir hann.
En hin mjög svo kapitalíska uppboðsleið Færeyinga, þar sem sá fær kvótann sem borgar mest, fer mjög fyrir brjóstið á hinum mjög kapitalísku íslensku útgerðarmönnum. Hamast þeir nú sem mest þeir mega við að berja niður þann kvitt sem kominn er upp á Íslandi að útgerðin geti kannski bara borgað hressilega fyrir að veiða fiskinn í sjónum (veiðigjöldin eru, eins og kunnugt er, svo lág að ríkiskassinn fitnar lítið en sérstaklega stærri útgerðirnar greiða eigendum sínum gríðarlegan arð).

Til mótvægis eru því hagfræðingur og „samskiptastjóri“ (líklega nýtt heiti fyrir almannatengil) Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ) nú sífellt að skrifa í fjölmiðla til að benda á hvað uppboðsleiðin sé hættuleg. Báðir þessir starfsmenn SFS eru ungar konur, brosmildar, og koma í staðinn fyrir miðaldra kallana í jakkafötunum sem hingað til hafa verið í forsvari fyrir sægreifana, og hafa borið með sér svip valds og auðs. Þær eru partur af breyttu ímyndinni rétt eins og nýja nafnið. Hér er allt nýtt og ferskt og þarf að þekkja söguna til að geta flett upp fréttum um LÍÚ.

Samskiptastjórinn og hagfræðingurinn lögðu, fyrir hönd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, mikla áherslu á hvað starfsöryggi skipti máli fyrir starfsfólk í sjávarútvegi, í grein sem birt var 27. júlí. Starfsöryggi sem væri í hættu ef ríkið færi nú alltíeinu að bjóða upp kvótann. Þá gæti farið svo að stórfyrirtæki eignuðust hann allan.

Greinar þarf að senda inn með einhverjum fyrirvara og líklega var of seint að kippa henni til baka þegar enn bárust fréttir af sölu kvóta úr Þorlákshöfn til HB Granda. Og í raun er búið að selja sextíu prósent kvótans úr bænum á einu ári. Íbúarnir í öngum sínum. Starfsöryggi hvað?

Samskipta-og hagfræðiteymið er þó ekki af baki dottið. Í dag var önnur grein í Fréttablaðinu, sem birtist nokkrum klukkustundum áður en Steingrímur sagði að löggjöf kæmi í veg fyrir að kvóti geti lent í eigu útlendinga. Þar er enn haldið á lofti hvað veiðigjöldin séu góð en uppboðsleiðinni fylgi ýmsar ógnir, til að mynda gæti kvótinn endað í eigu útlendinga. Gullkornið „hér á landi er mikil arðsemi í sjávarútvegi“ vekur kátínu. Nær hefði verið að segja hreint út að sjávarútvegsfyrirtæki færa eigendum sínum mikinn arð, með dyggri aðstoð ríkisstjórnarinnar. Hjá Granda fá eigendurnir til að mynd þrjá milljarða í arð en ríkiskassinn fær einn í sinn hlut, svona til skiptana fyrir okkur hin, eigendur auðlindarinnar.

Á sömu opnu og góðu arðsömu uppboðsleiðaskelkuðu fyrirtækin reka áróður sinn er grein eftir Þorvald Gylfason. Hann er að tala um allt aðra hluti. En hann gæti allt eins verið að tala um útlenda og innlenda útgerðarmenn, þegar hann vitnar í það sem Arnaldur segir við Sölku Völku:
„Það voru bara höfð þjóðernaskipti á ræningjunum.“

Efnisorð:

mánudagur, ágúst 01, 2016

Tuttugu ára bið eftir almennilegum forseta lokið

Guðni Th. er orðinn forseti, því ber að fagna. Eliza var glæsileg í skautbúningnum við innsetningarathöfnina og skemmtilegt að búningurinn er verk fjölda handverksfólks. Mér finnst það ríma vel við áherslur Guðna í innsetningarræðunni á samvinnu og fjölbreytni.

Fyrir utan nú hvað það er gott að losna við Ólaf Ragnar úr embætti, tek ég undir með Illuga Jökulssyni sem sér enga ástæðu til annars en ætla að Guðni verði afbragðs forseti.