mánudagur, ágúst 01, 2016

Tuttugu ára bið eftir almennilegum forseta lokið

Guðni Th. er orðinn forseti, því ber að fagna. Eliza var glæsileg í skautbúningnum við innsetningarathöfnina og skemmtilegt að búningurinn er verk fjölda handverksfólks. Mér finnst það ríma vel við áherslur Guðna í innsetningarræðunni á samvinnu og fjölbreytni.

Fyrir utan nú hvað það er gott að losna við Ólaf Ragnar úr embætti, tek ég undir með Illuga Jökulssyni sem sér enga ástæðu til annars en ætla að Guðni verði afbragðs forseti.