sunnudagur, apríl 22, 2007

Alhæfingar við hæfi

Af ásettu ráði tala ég um karlmenn sem einn hóp í stað þess að segja ‘sumir karlmenn’ eða ‘95% karlmanna’ eða eitthvað í þá veruna. Ég veit að ef ég segi „95% karlmanna gera þetta“ þá fer einhver snillingurinn að einblína á það að 5% karlmanna geri það bara ekki neitt og vill ekkert tala um athæfi hinna 95 prósentanna. Rétt eins og þegar sagt er að 95% kvenna í vændi séu þar vegna vondra aðstæðna sinna, þá er alltaf farið að tala um „frelsi fimm prósentanna til að fá að stunda kynlíf með milljón manns fyrir framan myndavélar.“ Ég nenni ekki svoleiðis. Mér líkar ágætlega að alhæfa, það fer mér vel. Þessvegna segi ég hiklaust að karlmenn séu nauðgarar og klámfíklar.

Ekki minnist ég þess að í marxisma sé sagt: „73% auðvalds kúgar 95% verkalýðs,“ heldur er alhæft að verkalýðurinn sé kúgaður af auðvaldinu, punktur. Gæti svosem skellt því fram hér í stuttu máli útskýringu á hvernig marxismi og róttækur feminismi tengjast, en eftirfarandi ætti að skýra það.

Róttækur feminismi lítur svo á að konur – sem hópur – sé kúgaður af körlum – sem hóp. Og róttækur feminismi bendir á að karlveldið gerir allt til að halda völdum - á kostnað kvenna - og klám og kynferðisofbeldi er liður í að halda konum kúguðum. Meðan karlveldinu er ekki útrýmt og þar með því viðhorfi sem réttlætir klám, þá fá konur aldrei frelsi undan kúgun karla.

Efnisorð: , , , , ,

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Ógeðsdrykkurinn

Það er óhægt um vik að bregðast við helvítis zero kók auglýsingunum. Ef þær eru kærðar þá kætast kvenhatararnir og kaupa kókið sem aldrei fyrr, ef ekki er kært þá er eins og feministum sé alveg sama þó vaðið sé uppi með kvenfyrirlitningu og gott ef það er ekki hægt að túlka það sem að við séum bara sáttar. Bent hefur verið á að með því að breyta orðalagi auglýsinganna þá sjáist betur hve fáránlegt það er, t.d. með því að segja: Afhverju ekki kók og zero hommar? Líka væri hægt að setja ‘svertingjar’, ‘múslimar’ eða eitthvað annað sem bendir á að hér sé verið að níða niður hóp sem á að mörgu leyti undir högg að sækja í samfélaginu. Ég held að sú aðferð virki ekki hér.

Í Bandaríkjunum myndu flestir hrökkva í kút ef sagt væri: Afhverju ekki kók og zero svertingjar? – því þar hafa menn svæsið samviskubit vegna meðferðar á svörtum gegnum tíðina, enda ekki svo auðvelt að gleyma þrælahaldi og aðskilnaðarstefnu. Þar er öllu upplýstu fólki (og flestir Bandaríkjamenn eru ágætlega upplýstir þó mikið beri á heimsku fávitunum) ljóst að svartir eru enn illa settir í samfélaginu og að það er hvítu mönnunum að kenna. Þar virkar að bera saman hvernig komið er fram við konur og talað um þær við það hvernig talað er um svarta og komið fram við þá. Hér afturámóti er engin slík saga um þrælahald og því ekkert samviskubit sem hægt er að vísa til. Auk þess eru þeir sem hata konur mest þeir sömu og hata svarta, homma og múslima. Þeim þætti það bara fyndið að sjá auglýsingu um kók og zero homma, svarta eða múslima.

Ég veit svosem ekki svarið (ennþá) við því hvernig eigi að bregðast við kók auglýsingaherferðinni, fyrir utan auðvitað að kaupa helvítis drykkinn ekki. Langar samt til að stinga uppá aftökum án dóms og laga, en þá myndi líklega einhver segja að ég væri vond manneskja. Það má nefnilega ekkert bregðast harkalega við því að stórfyrirtæki reki markaðsherferð sem miðar að því að breiða út hatur á mér og öðrum konum. Það má hinsvegar alveg.

Efnisorð: , ,