laugardagur, júní 22, 2013

Sjálfsupphafningarhátíðartenglaveisla

Fyrir tveimur dögum átti ég sjö ára bloggafmæli. Að þessu sinni gleymdi ég því ekki heldur fylltist valkvíða því ég vissi ekki hvernig ég ætti að halda uppá afmælið. Helst langaði mig að rifja upp gamla pistla (enda eru afmæli hátíð sjálfsupphafningar) og þá í einhverjum 'tíu bestu pistlarnir'eða 'bestur í sínum flokki' dúr, en þar sem ég hef ekki náð að lesa nema u.þ.b. helming allra bloggfærslna þessara sjö ára þá fannst mér ég ekki geta valið þá sem mér þykja bestir. Hinn möguleikinn, að birta (eða benda á) einn pistil úr hverjum flokki en þar sem flokkarnir eru rúmlega fjörtíu (og mættu vera fleiri; í yfirferðinni bætti ég reyndar 'líkamsvirðing' við) þá var það heldur ekki gerlegt. Niðurstaðan var sú að taka nokkur sýnishorn frá hverju ári og reyna að hafa þau fjölbreytt en jafnframt sýna fram á að ég skrifa ekki bara um klám, nauðganir og vændi, þó þau umfjöllunarefni séu mér hugleikin.

Þetta eru þá pistlarnir sem ég valdi að vísa til.

[ágúst 2006]
Um lítið umburðarlyndi gagnvart konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða annarri þungbærri lífsreynslu.

[september 2006]
Þýtt og endursagt um rétt karla til að horfa á klám, nektardans og kaupa vændi.

[september 2006]
Forveri lof og lasts þáttarins sívinsæla, hér heitir flokkunin gott fólk og vont fólk.

[desember 2006]
Forréttindi karlmanna, listi skrifaður uppúr Veru.

[febrúar 2007]
Hæstaréttardómararnir (þ.á m. kunnugleg nöfn sem nýverið hefur verið rætt um vegna sýknudóms)sem standa vörð um karlveldið.

[september 2007]
Um ofupplýsta umburðarlyndisfíkla, þ.e.a.s. feminista.

[nóvember 2007]
Um hegðun karla.

[janúar 2008]
Gekk kvennabarátta út á að verða eins og strákarnir?

[apríl 2008]
Um fangelsisvist og mikilvægi þess að dómar yfir ofbeldis- og kynferðisbrotamönnum séu þyngdir.

[október 2008]
Pistill um frjálshyggju skrifaður tveimur dögum áður en guð var beðinn að blessa Ísland.

[desember 2008]
Úttekt á afhverju ég sniðgeng Nestlé.

[maí 2009]
Pistill um hvernig orðið nauðgun er notað af misvitrum mönnum.

[júní 2009]
Styrktarforeldrar og þakklæti barnanna sem styrkt eru.

[ágúst 2009]
Samantekt á umræðu um bótaþega.

[nóvember 2009]
Um ESB, Lífsval og kýr.

[janúar 2010]
Pistill um skilgreiningar og einkenni siðblindu þar sem má að auki finna vísanir í pistlaröð Hörpu Hreinsdóttur um sama efni.

[febrúar 2010]
Hér fjalla ég um spilavíti sem þá var fyrirhugað.

[mars 2010]
Saga strippstaða hér á landi.

[maí 2010]
Líkamsvirðingarpistill um að konur eigi ekki að hata kvenlíkama, sinn eigin eða annarra.

[maí 2010]
Skotveiðimenn og fjöldafugladráp.

[nóvember 2010]
Viðhorf til fátæktar á tímum Dickens og nú.

[júní 2011]
Hinar myrku miðaldir tóbaksfíklanna.

[júní 2011]
Pistlaröðin um bleikt.is sem skrifuð var í fjórum hlutum í júní 2011. (Ég þyrfti auðvitað að leggjast í rannsóknir á bleikt.is til að sjá hvað hefur breyst síðan ég skrifaði þetta (hef ekki haft áhuga) en veit þó að þær tóku sig verulega á varðandi þýtt erlent efni og nú mun það ekki lengur vera birt sem aðsendar greinar lesenda eða frumsamið íslenskt efni.)

Og að lokum:

Fóstureyðingapistlarnir (í þessari bloggfærslu eru semsagt tenglar á tíu pistla um fóstureyðingar sem flestir voru skrifaðir í júní 2007).


Efnisorð: , , , , , , , , , , , , , , , , ,