fimmtudagur, maí 30, 2013

Markhópur WOW: strákar sem eru eða verða vændiskaupendur

Í dag bættist flugfélagið WOW í hóp þeirra fyrirtækja sem ég mun aldrei eiga viðskipti við.

Ekki nóg með að WOW hafi auglýst vændishverfið í Amsterdam eins og hvern annan afþreyingarmöguleika í útlöndum heldur var talað niðrandi um vændiskonur sem uppfylla ekki ströng skilyrði WOW um ungan aldur og glæst útlit.

Afsökunarbeiðni fyrirtækisins kom eftir að reynt hafði verið að klóra yfir skítinn. Í afsökunarbeiðninni er sagt að það hafi ekki verið ætlunin að særa eða móðga. Nei, en ætlunin var að fá vændiskaupendur til að kaupa ferðir til Amsterdam. Það dugir mér til að taka þá ákvörðun að sniðganga þetta skítafyrirtæki.

Efnisorð: ,