mánudagur, maí 13, 2013

Konan sem vogaði sér að skrifa um knattspyrnu

Fótboltaáhugamönnum af karlkyni finnst skoðanir Kolbrúnar Bergþórsdóttur (sem eru settar fram í augljósu gríni) óásættanlegar. Þeir hafa því farið hamförum á athugasemdakerfum — og ég sé að Hildur Lilliendahl er farin að kortleggja nokkur ummæla þeirra. Mörg þeirra sem ég hef rekist á snúast um gáfnafar Kolbrúnar og útlit, því er haldið fram að hún hafi ekkert vit á fótbolta (það er greinilega álitið galli), eru þessi ummæli gjarnan skreytt fúkyrðum, gott ef ekki ofbeldislýsingum. Inná milli má auðvitað sjá rætt um kynlífsskort hennar, enda varla annað hægt þegar gagnrýna á konur yfirleitt. Svo eru nokkur ummæli sem eiga að fá að bera höfundum sínum vitni um aldur og ævi, fái ég að ráða.

Alli Magnússon ·
Thessi ùtùr tjùttada kòkaìn hóra veit ekkert hvad hun er ad segja
(Vísir)

Ágúst Örn Víðisson
Heimsk titlinganáma!
(DV)

Ég finn að álit mitt á fótbolta og fótboltaáhangendum vex með hverri mínútunni.



Það er líka sérstaklega fallegt af DV og Vísi að leyfa þessum ummælum að standa óhreyfðum.

Efnisorð: , , ,