sunnudagur, apríl 28, 2013

Úrslit kosninga apríl 2013

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kom ekki á óvart enda höfðu skoðanakannanir fyrir löngu sagt fyrir um það. Þó það sé ekki öruggt þá er líklegast að þessir flokkar myndi ríkisstjórn. Mér er fyrirmunað að skilja þá Íslendinga sem með atkvæði sínu studdu slíka ríkisstjórn aftur til valda.

Konum fækkar (mikil eftirsjá er að Álfheiði Ingadóttur og Ólínu Þorvarðardóttur) en verst af öllu er þó að næsta kjörtímabil munu andfeministar hafa aukið vægi á alþingi. Brynjar Níelsson og helvítis Píratarnir verða sígjammandi með sína kvenfyrirlitningu, og barist verður fyrir því að engir karlmenn verði dæmdir fyrir nauðgun og að konur verði settar á söluskrá.

Oj barasta og svei.


Efnisorð: , , , ,