fimmtudagur, september 27, 2012

Konur á söluskrá

Af mörgum ótíðindum þessarar viku er framboð Brynjars Níelssonar sínu verst. Í fréttatilkynningu um framboðið segir hann að sér sé „hugleikin baráttan fyrir réttarríkinu, frelsi einstaklingsins til orða og athafna, sem og hið opna frjálsa þjóðfélag. Að þessum grunnstoðum borgaralegs samfélags er vegið freklega nú á tímum.“

Það að þarf auðvitað einhver að taka að sér að verja réttaríkið fyrir feministum (öfug sönnunarbyrði!) Það þarf að verja fyrir þeim frelsi einstaklingsins til orða (það má alveg hóta feministum nauðgun!) og athafna (kallar hafa rétt á að kaupa sér drátt!) og hið opna frjálsa þjóðfélag (aðgengi að klámi!) — að þessum grundvallarþörfum karla vega feministar freklega.

Ekki að það hefði verið gæfulegt hefði hann verið ráðinn sem hæstaréttardómari, en komist Frelsisverðlaunahafinn Brynjar á þing má ljóst vera hvert hans fyrsta verk verður: að leggja til atlögu við lögin sem banna kaup á vændi. Hann mun róa að því öllum árum að karlar hafi óheftan aðgang að konum til að hjakkast á þeim að vild.

Næsta verk hans verður líklega að hjóla í lög um kynferðisbrot svo þau endurspegli hugarheim hans; að konum sé aldrei nauðgað, þær eru bara að ljúga, helvískar. Konur sem kæra karla fyrir nauðgun verði svo umsvifalaust dæmdar fyrir meiðyrði, lygi og lauslæti.

Baráttumál Brynjars á þingi verða: engir karlmenn dæmdir fyrir nauðgun og konur á söluskrá.

Efnisorð: , , , ,