föstudagur, ágúst 27, 2010

Nýtingarréttur á konum að hætti SUS

Samband ungra sjálfstæðismanna hefur ákveðið að veita Brynjari Níelssyni, hæstaréttarlögmanni og formanni Lögmannafélagsins, [...] svonefnd Frelsisverðlaun sambandins í ár. Verðlaunin fær Brynjar fyrir að vera ötull baráttumaður gegn pólitískum rétttrúnaði, líkt og það er orðað í tilkynningu SUS.

Frelsisverðlaunin eru veitt árlega til einstaklings og samtaka sem að mati forystu ungra sjálfstæðismanna hafa unnið frelsishugsjóninni gagn með störfum sínum og hugmyndabaráttu.

„Brynjar Níelsson hefur verið ötull baráttumaður gegn pólitískum rétttrúnaði og hefur staðið vörð um grunngildi réttarríkisins í opinberri umræðu. Þá hefur hann sýnt mikið hugrekki í baráttu gagnvart fólki, sem stjórnmálastéttin þorir ekki að andmæla af ótta við óvinsældir.“


Pólitískur rétttrúnaður er, samkvæmt Sambandi ungra sjálfstæðismanna, að vera á móti hverskonar sölu á konum og að þær séu hverjum karlmanni sem vill til handargagns, burtséð frá vilja kvennanna sjálfra.

Þvílíkt kvenhatur sem skín af þessum ungu sjálfstæðismönnum.

Efnisorð: , , , ,