Traust og virðing sem glataðist
Á mínu æskuheimili var mér kennt að bera virðingu fyrir lögreglunni. Löggan stýrði umferðinni og sá til þess að ekki væri ekið á börn á leiðinni í skólann, elti uppi þjófa og passaði að enginn kæmist upp með að vera vondur. Allt í mínu umhverfi stuðlaði að því að láta mér finnast lögregluþjónar (eins og löggur hétu fullu nafni í þá daga) væru góðu mennirnir sem hægt væri að treysta á.
Ég var rétt skriðin á unglingsaldur þegar ég fór að sjá dæmi um hið gagnstæða og eftir því sem leið á unglingsárin sá ég bæði sjálf og heyrði um framkomu lögreglunnar sem miðaði nánast alltaf að því að hræða eða meiða fólk sem átti í útistöðum við hana af einhverjum ástæðum. Allt frá mótmælafundum til hraðaksturs; alltaf virtist vera tilefni til að taka á fólki með hörku.
Ég var þó enn með nokkra trú á vilja lögreglunnar til að framfylgja lögum þegar ég leitaði á náðir hennar eitt sinn og sá þá með eigin augum fáránleg vinnubrögð og mætti ömurlegu viðhorfi. Aldrei síðan hef ég trúað því að hægt sé að leita til löggunnar þó að í einstaka tilvikum hafi mér þótt ástæða til að reyna að merja út einhver skikkanleg viðbrögð.*
Þar sem ég byggi ekki skoðun mína á löggunni eingöngu á eigin reynslu heldur líka á vitnisburði fjölmargra sem ég þekki auk frásagna þeirra sem hafa fengið áheyrn fjölmiðla eða skrifað í blöðin til að segja reynslusögur af lögreglunni — sem spanna allt frá misþyrmingum við handtökur og yfirheyrslur til fyrirlitlegrar framkomu í garð þolenda kynferðisbrota — þá hef ég styrkst í skoðun minni með hverju árinu sem líður. Það má vel vera að markmiðið með hegðun löggunar sé að fólk beri fyrir henni óttablandna virðingu en í mínu tilviki uppskáru þeir bara fyrirlitningu.
Einhverntímann hafði ég þá kenningu að í lögguna færu strákar sem langaði að vera í endalausum löggu og bófahasar. Sumir sem voru á góðri leið með að verða krimmar sneru við blaðinu, ekki vegna þess að þeim hefði hryllt við að fremja glæpi heldur vegna þess að þá langaði ekki í fangelsisvistina sem alltaf vofir yfir slíkum starfsframa, og í staðinn tóku sér stöðu löggumegin í bófahasarnum. Starfsvalið hafi semsagt ekkert með réttlætiskennd að gera,** hvað þá samúð með fórnarlömbum glæpa af ýmsu tagi, sérstaklega séu fórnarlömbin af öðru kyni (kynhneigð, litarhætti o.s.frv.). Skilningurinn og viljinn til skilnings er þá lítill sem enginn.
Og svo eru hreinlega sumir í löggunni hrottar og sadistar og við ákveðin tilefni sést það betur en önnur s.s. í mótmælum eða við skýrslutökur af fólki sem þeim er illa við af einhverri ástæðu.
Ég nenni ekki rekja frekar ástæður mínar fyrir því að fyrirlíta lögguna. En ég vildi bara koma því á framfæri að ég fæddist ekki með þá skoðun að löggur væru svín, heldur komst ég á þá skoðun eftir að hafa fylgst með störfum þeirra.
___
*Sbr. þegar ég hringdi á lögguna fyrir fulla kallinn með gatið á hausnum. Ég afþakkaði reyndar aðstoð þeirra þegar til kom enda sá slasaði stokkinn í burtu.
** Í löggunni eru auðvitað ekki allir jafn slæmir. Innámilli eru eflaust gæðablóð en þau eru sannarlega ekki áberandi.
Ég var rétt skriðin á unglingsaldur þegar ég fór að sjá dæmi um hið gagnstæða og eftir því sem leið á unglingsárin sá ég bæði sjálf og heyrði um framkomu lögreglunnar sem miðaði nánast alltaf að því að hræða eða meiða fólk sem átti í útistöðum við hana af einhverjum ástæðum. Allt frá mótmælafundum til hraðaksturs; alltaf virtist vera tilefni til að taka á fólki með hörku.
Ég var þó enn með nokkra trú á vilja lögreglunnar til að framfylgja lögum þegar ég leitaði á náðir hennar eitt sinn og sá þá með eigin augum fáránleg vinnubrögð og mætti ömurlegu viðhorfi. Aldrei síðan hef ég trúað því að hægt sé að leita til löggunnar þó að í einstaka tilvikum hafi mér þótt ástæða til að reyna að merja út einhver skikkanleg viðbrögð.*
Þar sem ég byggi ekki skoðun mína á löggunni eingöngu á eigin reynslu heldur líka á vitnisburði fjölmargra sem ég þekki auk frásagna þeirra sem hafa fengið áheyrn fjölmiðla eða skrifað í blöðin til að segja reynslusögur af lögreglunni — sem spanna allt frá misþyrmingum við handtökur og yfirheyrslur til fyrirlitlegrar framkomu í garð þolenda kynferðisbrota — þá hef ég styrkst í skoðun minni með hverju árinu sem líður. Það má vel vera að markmiðið með hegðun löggunar sé að fólk beri fyrir henni óttablandna virðingu en í mínu tilviki uppskáru þeir bara fyrirlitningu.
Einhverntímann hafði ég þá kenningu að í lögguna færu strákar sem langaði að vera í endalausum löggu og bófahasar. Sumir sem voru á góðri leið með að verða krimmar sneru við blaðinu, ekki vegna þess að þeim hefði hryllt við að fremja glæpi heldur vegna þess að þá langaði ekki í fangelsisvistina sem alltaf vofir yfir slíkum starfsframa, og í staðinn tóku sér stöðu löggumegin í bófahasarnum. Starfsvalið hafi semsagt ekkert með réttlætiskennd að gera,** hvað þá samúð með fórnarlömbum glæpa af ýmsu tagi, sérstaklega séu fórnarlömbin af öðru kyni (kynhneigð, litarhætti o.s.frv.). Skilningurinn og viljinn til skilnings er þá lítill sem enginn.
Og svo eru hreinlega sumir í löggunni hrottar og sadistar og við ákveðin tilefni sést það betur en önnur s.s. í mótmælum eða við skýrslutökur af fólki sem þeim er illa við af einhverri ástæðu.
Ég nenni ekki rekja frekar ástæður mínar fyrir því að fyrirlíta lögguna. En ég vildi bara koma því á framfæri að ég fæddist ekki með þá skoðun að löggur væru svín, heldur komst ég á þá skoðun eftir að hafa fylgst með störfum þeirra.
___
*Sbr. þegar ég hringdi á lögguna fyrir fulla kallinn með gatið á hausnum. Ég afþakkaði reyndar aðstoð þeirra þegar til kom enda sá slasaði stokkinn í burtu.
** Í löggunni eru auðvitað ekki allir jafn slæmir. Innámilli eru eflaust gæðablóð en þau eru sannarlega ekki áberandi.
Efnisorð: löggan
<< Home