Ekið framhjá slösuðum manni
Fyrir tveimur árum síðan var ég að aka heim til mín um miðja nótt. Þar sem ég beygði inn eina götuna sá ég mann liggjandi á grúfu á gangstéttinni. Ég sá hann reyna að rísa upp en hlunkast aftur niður. Ég sá að hann var blóðugur í framan. Ég ók áfram nokkra metra en stoppaði svo því þeirri hugsun laust niður í hausinn á mér að mér yrði ekki rótt ef ég læsi um það daginn eftir að maður hefði dáið úr kulda eða blóðmissi úti á götu í hverfinu mínu, vitandi að ég hefði getað komið honum til bjargar. Svo að ég fór útúr bílnum og spurði hann hvort ég gæti aðstoðað hann. Hann var þá að skreiðast á fætur og mér varð ljóst að hann var kófdrukkinn og hafði dottið í hálkunni. Nújæja, hann gat verið jafn slasaður fyrir því.
Ég horfði á blóðið sem lak úr gatinu á enninu á honum og bauðst til að hringja á löggu eða sjúkrabíl en hann mátti ekki heyra á það minnst. Ég reyndi að telja honum hughvarf og stakk mér inní bíl eftir símanum mínum. Ég vildi allsekki fá manninn inní bíl til mín, ekki vegna blóðsins heldur vegna þess að mér er ekki rótt að vera ein í lokuðu rými með ókunnugum og dauðadrukknum karlmanni. Mér tókst að hringja á lögguna og segja frá ástandi mannsins og bað um að hann yrði sóttur, ég skyldi bíða með honum eftir þeim, á meðan stóð hinn slasaði reikulum fótum fyrir aftan bílinn og virtist ekki vera meðvitaður um neitt í kringum sig.
Þegar ég kom út og sagði honum að hann yrði brátt sóttur varð hann reiður og vildi það allsekki, sagðist ætla að labba heim til sín. Hann sagði götunafnið og benti í leiðinni þangað – en í þveröfuga átt. Ég reyndi að gera honum það ljóst og að hann myndi líklega ekki rata þangað í þessu ástandi, allavega ekki ef hann ætlaði þessa leið. Eftir því sem ég tönnlaðist meir á götuheitinu sem hann sagðist búa á var eins og rynni upp fyrir honum ljós: Þarna stóð kvenmaður fyrir framan hann og vildi vita hvar hann ætti heima og hvernig væri hægt að komast þangað. Hann gerði sig allan tilkippilegan í framan og sagði eitthvað (sem ég man ekki hvað var) um að við færum tvö saman heim til hans.
Á þessum tímapunkti verður að viðurkennast að runnu einnig á mig tvær grímur, hér var ég í gríðarlegu hjálparstarfi að bjarga mannslífi en varð að horfast í augu við að kynferði mitt var aðalmálið; að fyrir karlmanninum sem hefði átt að vera mér þakklátur fyrir hjálpsemina var ég bara stykki sem stingandi sé í. Og hann tók gleði sína því kvöldinu var bjargað. Mikið óskaplega var þetta hjartnæm stund.
Þegar ég hafði með samanbitnum tönnum gert honum ljóst að ég væri ekki að fara neitt en hinsvegar væri lögreglan á leiðinni að sækja hann, sá hann sitt óvænna og æpti að hann ætlaði sko ekki að bíða eftir því heldur stökk af stað – í ranga átt.
Mikið rosalega sem mér var sama þótt hann yrði úti á leiðinni. Og alveg mun ég láta á móti mér að stoppa þegar ég sé einhverja fyllibyttuna með nefið frosið fast við gangstétt, ég tekst þá bara á við samviskubitið síðar.
Ég horfði á blóðið sem lak úr gatinu á enninu á honum og bauðst til að hringja á löggu eða sjúkrabíl en hann mátti ekki heyra á það minnst. Ég reyndi að telja honum hughvarf og stakk mér inní bíl eftir símanum mínum. Ég vildi allsekki fá manninn inní bíl til mín, ekki vegna blóðsins heldur vegna þess að mér er ekki rótt að vera ein í lokuðu rými með ókunnugum og dauðadrukknum karlmanni. Mér tókst að hringja á lögguna og segja frá ástandi mannsins og bað um að hann yrði sóttur, ég skyldi bíða með honum eftir þeim, á meðan stóð hinn slasaði reikulum fótum fyrir aftan bílinn og virtist ekki vera meðvitaður um neitt í kringum sig.
Þegar ég kom út og sagði honum að hann yrði brátt sóttur varð hann reiður og vildi það allsekki, sagðist ætla að labba heim til sín. Hann sagði götunafnið og benti í leiðinni þangað – en í þveröfuga átt. Ég reyndi að gera honum það ljóst og að hann myndi líklega ekki rata þangað í þessu ástandi, allavega ekki ef hann ætlaði þessa leið. Eftir því sem ég tönnlaðist meir á götuheitinu sem hann sagðist búa á var eins og rynni upp fyrir honum ljós: Þarna stóð kvenmaður fyrir framan hann og vildi vita hvar hann ætti heima og hvernig væri hægt að komast þangað. Hann gerði sig allan tilkippilegan í framan og sagði eitthvað (sem ég man ekki hvað var) um að við færum tvö saman heim til hans.
Á þessum tímapunkti verður að viðurkennast að runnu einnig á mig tvær grímur, hér var ég í gríðarlegu hjálparstarfi að bjarga mannslífi en varð að horfast í augu við að kynferði mitt var aðalmálið; að fyrir karlmanninum sem hefði átt að vera mér þakklátur fyrir hjálpsemina var ég bara stykki sem stingandi sé í. Og hann tók gleði sína því kvöldinu var bjargað. Mikið óskaplega var þetta hjartnæm stund.
Þegar ég hafði með samanbitnum tönnum gert honum ljóst að ég væri ekki að fara neitt en hinsvegar væri lögreglan á leiðinni að sækja hann, sá hann sitt óvænna og æpti að hann ætlaði sko ekki að bíða eftir því heldur stökk af stað – í ranga átt.
Mikið rosalega sem mér var sama þótt hann yrði úti á leiðinni. Og alveg mun ég láta á móti mér að stoppa þegar ég sé einhverja fyllibyttuna með nefið frosið fast við gangstétt, ég tekst þá bara á við samviskubitið síðar.
<< Home