mánudagur, desember 31, 2007

Fari það og veri

Árið 2007 var að mörgu leyti líkt árunum á undan:

Dómar féllu kynferðisbrotamönnum í hag: bæði þeim sem nauðguðu ókunnugum konum á salernum, misnotuðu traust skólabarna sem þeir höfðu umsjón með, nauðguðu dætrum sínum, eiginkonum og kærustum, fyrrverandi og núverandi og svo þeir sem nauðguðu vinkonum sínum

- svo hrósuðu aðrir nauðgarar sigri einfaldlega vegna þess að þeir voru ekki kærðir af fórnarlömbum sínum (enda tilgangslaust að kæra þá eins og dómskerfið er).

And-feministar áttu hauk í horni í Silfri Egils, en þáttastjórnandinn (sem einnig stýrir bókmenntaþætti með sömu áherslum) telur ekki þörf á að konur séu of áberandi í opinberri umræðu.

Auk þess:

Sýslumannsembættið á Selfossi beitti konu kynbundnu ofbeldi með þvaglegg.

Kvenhatarar fóru mikinn á bloggsíðum og boðuðu klám, vörðu nauðganir og hótuðu feministum – þeir sem þá ekki niðurlægðu feminista með að setja upp fegurðarsamkeppni þeim til höfuðs.

Sömuleiðis urðu kvenhatarar brjálaðir yfir því að ekki varð af klámráðstefnunni á Hótel Sögu – en þeim sverja einmitt af sér kvenhatur með því að benda á hvað þeim þykir gaman að sjá þegar sæði er slett í andlit kvenna.

Þetta var ár kvenhatara. Mikið helvíti er gott að það er búið.

Efnisorð: , , , , , ,