Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól
Hvernig stendur á því að yfirlýstir trúleysingjar halda jól, spurði einhver á bloggsíðu sem ég var að lesa. Þetta er ansi góð spurning enda hljómar það hálf ankannalega í eyrum flestra að aðilar sem gagnrýna kristna trú frá öllum mögulegum hliðum setjist svo niður á ammælisdegi leiðtoga kristinna og fagni með. Án þess að ég hafi fyrir því neinar tölulegar staðreyndir þá held ég að ég geti fullyrt að þau sem skilgreina sig sem trúlaus séu flest alin upp í samfélagi þar sem kristin trú er ríkjandi, eins og t.d. hér á Íslandi. Það þýðir að þau hafa alltaf fengið frí í skóla og frá vinnu í kringum jólin og þá hefur fjölskylda þeirra safnast saman til að hittast og snæða saman (kökur eða mat eftir atvikum, oftast bæði eins og flest verða vör við á vigtinni í janúar). Og það er mjög mikilvægt að átta sig á að trúlaust fólk á sér fjölskyldu sem er ekki endilega trúlaus og aðra ættingja sem halda jól og það væri í flestum fjölskyldum talið bera vott um óvirðingu við fjölskylduna ef fólk neitaði að mæta í jólaboð eða gefa t.a.m. systkinabörnum sínum gjafir. Þannig að trúlaust fólk á ekki margra kosta völ: annaðhvort gefur það skít í fjölskyldu sína með tilheyrandi afleiðingum eða það tekur þátt í Hrunadansinum.
Mörg skilgreina því jólin upp á nýtt – eða ölluheldur leita aftur í aldir og ákveða að þau séu að halda upp á að daginn sé farið að lengja, þ.e.a.s. vetrarsólstöður. Mér þykir þetta afar skiljanlegt, því þótt trúlaust fólk sé gagnrýnið á það hvernig kristni er haldið að okkur frá vöggu til grafar, þá lifa trúlaus í samfélagi við annað fólk og þarf að gera málamiðlanir, ekki síst innan eigin fjölskyldu. (Þetta hljóta feministar að skilja, því við sem erum stöðugt að gagnrýna karlveldið þurfum stundum að spila með. Þannig þarf þingmaður sem gagnrýnir að konur beri titilinn ‘ráðherra’ nú samt að ávarpa kvenráðherra með þeim titli, annars væri hún að brjóta gegn reglum Alþingis.)
Annars fara jólin í taugarnar á fleirum en trúlausum. Sumum leiðast jólin, láta þau fara í taugarnar á sér, finnst þeim fylgja allt of mikið umstang og bruðl og tauta jafnvel að nær væri að sleppa öllu þessu rugli. Ef allt þetta fólk sleppti því að halda jól væri fróðlegt að vita hve mörg myndu í rauninni halda jól. Trúlausa fólkið er ekki einu ‘hræsnararnir’.
Mörg skilgreina því jólin upp á nýtt – eða ölluheldur leita aftur í aldir og ákveða að þau séu að halda upp á að daginn sé farið að lengja, þ.e.a.s. vetrarsólstöður. Mér þykir þetta afar skiljanlegt, því þótt trúlaust fólk sé gagnrýnið á það hvernig kristni er haldið að okkur frá vöggu til grafar, þá lifa trúlaus í samfélagi við annað fólk og þarf að gera málamiðlanir, ekki síst innan eigin fjölskyldu. (Þetta hljóta feministar að skilja, því við sem erum stöðugt að gagnrýna karlveldið þurfum stundum að spila með. Þannig þarf þingmaður sem gagnrýnir að konur beri titilinn ‘ráðherra’ nú samt að ávarpa kvenráðherra með þeim titli, annars væri hún að brjóta gegn reglum Alþingis.)
Annars fara jólin í taugarnar á fleirum en trúlausum. Sumum leiðast jólin, láta þau fara í taugarnar á sér, finnst þeim fylgja allt of mikið umstang og bruðl og tauta jafnvel að nær væri að sleppa öllu þessu rugli. Ef allt þetta fólk sleppti því að halda jól væri fróðlegt að vita hve mörg myndu í rauninni halda jól. Trúlausa fólkið er ekki einu ‘hræsnararnir’.
<< Home