Öfug sönnunarbyrði - já takk!
Í fréttum í ágúst síðastliðnum kom fram að í sumum ríkjum Evrópu hafi lögum verið breytt þannig að glæpamenn þurfi að sanna að þeir hafa aflað verðmæta eða peninga með löglegum hætti en ekki með brotum, með það að markmiði að koma á svokallaðri öfugri sönnunarbyrði; það sé sakbornings en ekki ákæruvalds að sanna fyrir rétti að eigna og peninga hafi verið aflað á löglegan hátt. Nú hefur dómsmálaráðherra lagt fram frumvarp um öfuga sönnunarbyrði. Á það bara við um efnahagsbrot.
Stundum hafa feministar rætt um að það yrði til mikilla bóta og myndi líklega leiða til að fleiri nauðgarar yrðu sakfelldir fyrir glæpi sína ef sönnunarbyrði væri snúið við í nauðgunarmálum, þ.e. að karlinn sem ákærður er yrði að sanna að hann hefði ekki nauðgað konunni. Þetta hefur mörgum karlinum þótt hræðileg hugmynd. En nú er greinilegt að mönnum þykir öfug sönnunarbyrði ágæt hugmynd í öðrum málum og stendur jafnvel til að leiða hana í lög. Er þá ekki líka hægt að snúa við sönnunarbyrði í nauðgunarmálum – að karlmaður þurfi að sanna að hann hafi ekki nauðgað konu í stað þess að nú þarf hann að játa allt til þess að mark sé tekið á orðum hennar?
Stundum hafa feministar rætt um að það yrði til mikilla bóta og myndi líklega leiða til að fleiri nauðgarar yrðu sakfelldir fyrir glæpi sína ef sönnunarbyrði væri snúið við í nauðgunarmálum, þ.e. að karlinn sem ákærður er yrði að sanna að hann hefði ekki nauðgað konunni. Þetta hefur mörgum karlinum þótt hræðileg hugmynd. En nú er greinilegt að mönnum þykir öfug sönnunarbyrði ágæt hugmynd í öðrum málum og stendur jafnvel til að leiða hana í lög. Er þá ekki líka hægt að snúa við sönnunarbyrði í nauðgunarmálum – að karlmaður þurfi að sanna að hann hafi ekki nauðgað konu í stað þess að nú þarf hann að játa allt til þess að mark sé tekið á orðum hennar?
<< Home